Rósa Sigrún Jónsdóttir

Rósa Sigrún Jónsdóttir er fædd árið 1962. Hún lauk námi frá kennaraháskóla Íslands 1987 og frá Listaháskóla Íslands 2001. Rósa hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Hún var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár og var ennfremur fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði Ríkisins. Henni hefur verið boðið á gestavinnustofur víða um heim, hún á verk í opinberu rými á íslandi og í Finnlandi og hefur hlotið innlendar og erlendar viðurkenningar, nú síðast Premio Ora Art Price. Frá 2007 hefur hún kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík. Rósa Sigrún vinnur aðallega með textíl, allt frá stórum þrívíðum innsetningum í lítil, tvívið verk. Hún starfar ennfremur sem fjallaleiðsögumaður og tengist íslensk náttúra á ýmsan hátt inn í verk hennar.

rosasigrun.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn