Vetrarfrí fjölskyldunnar

Skemmtileg fjölskyldustund án kostnaðar í vetrarfríi skólanna

Vetrarfrísdaga skólanna 18. – 21. október býður Listasafn Árnesinga börnum og fjölskyldum þeirra að heimsækja safnið og taka þátt í ýmsu sem þar er á dagskrá.

Boðið er upp á fjársjóðs spurningarleik í tengslum við sýningar safnsins sem eru Halldór Einarsson í ljósi samtímans, fjölbreytt sýning verka eftir fimm myndlistarmenn og leirmunasýningin Frá mótun til muna með margvíslegum verkum níu leirlistamanna. 

Leikurinn er með þeim hætti að börn og fullorðnir ganga saman um sýningarrýmið og leita að svörum við laufléttum spurningum fjársjóðs-ratleiksins. Svörunum er síðan komið fyrir í fjársjóðskistu sem í lok dags 21. október verður opnuð, einn heppinn þátttakandi dreginn út og fær sá fjársjóðspakka að launum, en allir þátttakendur fá einnig glaðning.

Í barna- og fjölskyldukróknum verður líka sjálfbær smiðja þar sem leiðbeiningar liggja frammi hvernig búa á til popp-upp fjársjóðskort og allt efni sem þarf er þar til staðar þátttakendum að kostaðarlausu. Þar er einnig leir til að móta eitt og annað skemmtilegt, teikniblöð og ýmis teikniáhöld. 

Það er því hægt að skapa skemmtilega samverustund með börnunum við leik og listir í Listasafni Árnesinga í vetrarfríinu. Aðgangur að safninu og þeim fjársjóðum sem þar eru að finna er ókeypis sem og þátttaka í fjársjóðs spurningaleiknum og sköpuninni í barna- og fjölskyldukróknum. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir fjölskyldusmiðjurnar sem safnið býður upp á. Verið velkomin að eiga góða stund saman í safninu.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn