AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA

Á sýningunni hafa listamennirnir nálgast viðfangsefnið á margslungna vegu og opna mismunandi innönguleiðir að þekkingarvíddum myndlistar. Verkin fjalla í senn um miðlun þekkingar og aðgengi að henni, aðferðafræði myndlistarmannsins við þekkingarsköpun, sem og eðli og mismunandi tegundir þekkingar í samfélagi okkar.

Sýningin vekur einnig upp spurningar um skilin milli persónulegrar þekkingar og sameiginlegrar þekkingar, vald og ábyrgð þeirra sem búa yfir þekkingu, sem og fagurfræði þekkingar.

Sýningin hefur verið framlengd til 18. júlí og er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Sýningarstjórar og listamenn

Ingirafn Steinarsson myndlistarmaður og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur og forstöðumaður rannsóknarþjónustu Listaháskóla Íslands eru sýningarstjórar þessarar sýningar. Þau völdu eftirtalda listamenn til þess að taka þátt í sýningunni og þar má sjá ýmist eldri verk sett í nýtt samhengi eða ný verk unnin sérstaklega í tilefni hennar. Saman mynda þau áhugavert innlegg í orðræðuna um þekkingu og samtímamyndlist.

Anna Líndal, Birta Guðjónsdóttir, Einar Garibaldi Eiríkssson, Huginn Þór Arason, Hugsteypan, en það er heiti listatvíeykisins Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdís Jóhannesdóttur, Jeannette Castioni, Karlotta Blöndal, Olga Bergmann, Ólafur Sveinn Gíslason, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sara Björnsdóttir, Sirra Sigrún og Unnar Örn.

Umræðudagskrá

Samhliða sýningunni hafa verið skipulagðar umræðudagskrár í safninu og hefjast þær kl. 15.

Sunnudagurinn 27. júni kl. 15 - leiðsögn og sýningaspjall. Inga Jónsdóttir safnstjóri mun ræða um verkin og hvetja gesti til samræðu um þau.

og

Sunnudagurinn 11. júlí kl. 15 - íslenski safnadagurinn - fjölskylduleikur allan daginn og leiðsögn og sýningaspjall kl. 15. 
Inga Jónsdóttir safnstjóri mun ræða um verkin og hvetja gesti til samræðu um þau.

Fyrri umræður:
Sunnudaginn, 16. maí kl. 15. Heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson og mannfræðingurinn Sveinn Eggertsson fjölluðu um þekkingu út frá hugmyndasögulegu, þekkingarfræðilegu og mannfræðilegu sjónarhorni. Auk þess ræddu Karlotta Blöndal og listamannateymið Hugsteypan um viðfangsefni sýningarinnar út frá persónulegu sjónarhorni myndlistarmannsins með hliðsjón af eigin verkum á sýningunni.

Laugardagurinn 5. júní kl. 15 – Að þessu sinni flytur erindi mann- og safnafræðingurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson og listfræðingurinn Margrét Elísabet Ólafsdóttir, auk þess sem listamennirnir Olga Bergmann og Sara Björnsdóttir taka þátt í umræðum. Rætt verður um stofnanavæðingu þekkingar í gegnum söfn; vald, sögu og upphaf safna eins og við þekkjum þau í dag með hliðsjón af þekkingarsöfnun heimsins. Einnig verður rætt um þekkingarmaskínuna sem listasagan drífur áfram, sem og hlutverk listfræðinga og sýningarstjóra í að ramma inn þekkingu um listir. Jafnframt verður sjónum beint að stöðu listamannsins sem þekkingarskapandi afli í samfélagi og vöngum vel yfir stöðu þeirra í þekkingarkerfi nútímans.

Sunnudagurinn 13. júní kl. 15 - Að þessu sinni er spurt  hvernig staður er Listasafn Árnesinga og á það erindi við samfélagið? Inngangserindi flytur Skúli Sæland fyrir hönd Upplits - menningarklasa Uppsveita Árnessýslu. Hann mun skoða og skilgreina nærsamfélagið, tengsl þess við hið stærra samfélag og hvernig safnið getur virkað sem gátt milli nær- og fjærsamfélagsins.  Inngangserindi flytja einnig sýningarstjórarnir Ingirafn Steinarsson og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Þau munu gera grein fyrir núverandi sýningu og fjalla um hlutverk sýningarstjóra og miðlunarþátt safnsins. Ingirafn er starfandi myndlistamaður, Ólöf Gerður er mannfræðingur og forstöðumaður Rannsóknar-þjónustu Listaháskóla Íslands og Skúli Sæland er sagnfræðingur og meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun og safnafræði.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn