Ingirafn Steinarsson

Ingirafn lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö árið 2006. Í verkum sínum vinnur hann öðru fremur með innsetningar og hluti og rannsakar í gegnum verk sín mannlega hegðun og skipan hlutanna í náttúrulegu umhverfi sínu. Hann skipuleggur hugmyndir sínar og býr til verk sín á kerfisbundinn hátt með það fyrir augum að taka á menningarlegum aðstæðum sem erfitt er að nálgast á vísindalegan eða mælanlegan hátt. Líkindi með virkni hluta, náttúru og mannlegrar hegðunar eru honum hugleikin og birtast gjarnan í verkum hans. Á síðustu misserum hefur hann einbeitt sér að verkum með tilvísanir í fagurfræði þekkingar og virkni hennar í samfélaginu. Ingirafn hefur sýnt verk sín á innlendum sem erlendum sýningarvettvangi samtímalistar.
http://this.is/ingirafn/

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn