Andans konur

5. júlí - 27. september

ANDANS KONUR

Gerður Helgadóttir - Nína Tryggvadóttir
París - Skálholt

Sýningarstjóri er Ásdís Ólafsdóttir

Gerður HelgadóttirVerk Gerðar og Nínu mætast í Skálholti. Verk þeirra frá Parísar árunum skarast einnig, en þar bjuggu þær á sjötta áratugnum og tóku virkan þátt í hræringum nútímalistar á meginlandinu. Síðari tíma verk á sýningunni tengjast andlegri leit og þroska.

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gerður Helgadóttir (1928-1975) voru meðal frumkvöðla í íslenskri abstraktlist á 20. öld, Nína á sviði málaralistar og Gerður í höggmyndalist. Þær bjuggu báðar í París á sjötta áratugnum og tóku virkan þátt í hræringum nútímalistar á meginlandinu. Þessar sterku og metnaðarfullu listakonur mættust í Skálholtskirkju, en þær hlutu fyrstu og önnur verðlaun í samkeppni um glerglugga byggingarinnar. Gluggar Gerðar, sem settir voru í kirkjuna 1959, eru að mestu óhlutbundnir og byggjast á djúpt hugsuðu kerfi kirkjutákna og talna. Mósaíkmynd Nínu frá 1965 sýnir loftkenndan Krist birtast í íslensku landslagi.

Nína TryggvadóttirÁ sýningunni er mikill fjöldi vinnuteikninga, auk málverka, höggmynda, klippimynda, vatnslitamynda og glerverka er hafa mörg ekki verið sýnd áður og spanna feril listakvennanna frá sjötta áratugnum til æviloka þeirra. Þær létust báðar um aldur fram, Gerður 47 ára og Nína 55 ára, en skildu eftir sig mikið og merkt ævistarf. Í síðustu verkum þeirra birtist sú ró og yfirvegun er bera vott um sátt fullþroska listamanns sem er í tengslum við andleg efni.

Að auki gefur að sjá myndasýningu eftir Salbjörgu Ritu Jónsdóttur myndverkakonu. Ljósmyndir hennar úr Skálholtskirkju gefa tilfinningu fyrir andrúmslofti staðarins og því magnaða samspili ljóss og lita sem gluggar og mósaík skapa. Þær eru ennfremur sýn ungrar listakonu á verk Gerðar og Nínu.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn