Blómstandi dagar í Hveragerði 2009

Listasafnið tekur þátt í Blómstandi dögum í Hveragerði


Fimmtudag – sunnudagur 27. - 30. ágúst

Menningarganga

Vegna fjölda áskorana er ákveðið að endurtaka menningargönguna

                                         KONUR OG ANDINN

með örlitlum breytingum á Blómstrandi dögum - laugardaginn 29. ágúst kl. 11.
Gangan er samvinnuverkefni Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga.

Mæting kl. 11 við götuhornið Heiðmörk – Laufskógar og göngunni lýkur í Listasafni Árnesinga með spjalli um yfirstandandi sýningu ANDANS KONUR, Gerður Helgadóttir, Nína Tryggvadóttir, París – Skálholt. Nánari upplýsingar um sýninguna hér

Á leiðinni munu einstaklingar sem tengjast fjórum skapandi konum, sem bjuggu í Hveragerði á árum áður, segja frá þeim og verkum þeirra. Konurnar eru Valdís Halldórsdóttir (1908-2002) rithöfundur og ritstjóri ásamt því að vera einnig kennari og húsmóðir, Ingunn Bjarnadóttir (1905-1972) tónskáld meðfram sínum húsmóðurstörfum, Árný Filippusdóttir (1894-1977 ) hannyrðakona og rekstrarstýra kvennaskóla í Hveragerði og Ásdís Jóhannsdóttir (1933-1959) ljóðskáld, sem skrifaði auk þess dagbók með skemmtilegum vangaveltum.

Hlíf Arndal og Inga Jónsdóttir munu leiða gönguna og sýningarspjallið. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Fjölskylduleikur

skjal_fjolskylduleikur.jpgÞessi leikur byggist á því að fjölskyldan les leiðbeiningarnar saman, ræðir þær, leitar að vísbendingunum sem bent er á og skráir niðurstöðurnar á  þetta blað.

Nína og Gerður voru meðal frumkvöðla í íslenskri abstraktlist, Nína á sviði málaralistar og Gerður á sviði höggmyndalistar eða skúlptúrs.

Þær fengust einnig báðar við gler og mósaíklist auk fleiri miðla.

Leiðsögn

Sunnudaginn 30. ágúst mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ræða við gesti um sýninguna ANDANS KONUR þar sem skoða má verk eftir listakonurnar Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur, en leiðir þessarra ólíku listamanna lágu saman í París á árunum 1952-57 og í Skálholts kirkju má sjá verk þeirra, glugga og altaristöflu, sem eiga rætur í þessum tíma.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn