Blómstandi dagar í LÁ

jolabjalla8. desember – JÓLABJALLA er jólagluggi Listasafnsins í ár .... og JÓLABJALLAN hringir til dagskrár í safninu kl. 17:00 Listamannsspjall með MoonKee Horne og stund til að skapa

MoonKee MoonKee Horne er sænskur myndlistarmaður sem nú dvelur í Varmahlíðarhúsinu.
Föstudaginn 8. desember kl. 17:00 mun hún sýna okkur myndir af verkum sínum um leið og hún ræðir um þau, viðfangsefnin og hugmyndirnar, sem liggja þeim til grundvallar. Síðan mun hún leiðbeina gestum við að skapa sjálfir út frá efni sem verður á staðnum og er þá m.a. miðað við að vinna út frá tákni jólagluggans, jólabjöllunni.

SkúlptúrMoonKee er listamaður sem vinnur með ólíka miðla svo sem teikningu, prent og þrívíð verk. Auk þess að vinna að eigin list hefur hún í um það bil 40 ár unnið sem myndlistakennari og kennt kennslufræði listgreina. Undanfarið hefur hún einkum unnið að rannskókn á alþýðukonum sem eru eiginlega ósýnilegar en hafa samt haft gríðarleg áhrif á okkar sögulega tíma og hún leitar leiða til þess að koma því á framfæri í gegnum listsköpun sína.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

 

Jóladagatal Hveragerðis er byggt upp af 24 jólatáknum sem fá að njóta sín í 24 gluggum stofnanna og fyrirtækja í bænum og er hver gluggi tileinkaður ákveðnu jólatákni sem útskýrt er í jólabók sem staðsestt er við hvern glugga. Hugmyndasmiður og hönnuður jóladagatalsins er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður.
Í ár verður jólaglugginn fyrir 8. desember staðsettur við Listasafn Árnesinga og hann verður opnaður af börnum á leikskólanum Undraland.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn