Blústónleikar Kristjönu Stefánsdóttur

Blústónleikar með Kristjönu Stefánsdóttur

Kristjana StefánsdóttirKristjana Stefánsdóttir söngkona mun leika á tónleikum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þriðjudagskvöldið 7.apríl kl. 20:30

Hún mun flytja efni af plötu sinni Better Days Blues sem kom út fyrir áramót og hlaut frábærar viðtökur og dóma. Better Days Blues er 5. sólóplata Kristjönu en tvær af plötum hennar hafa jafnframt komið út hjá erlendum útgáfum í Japan og S-Kóreu. Dimma gefur plötuna út.

Með Kristjönu leika þeir Agnar Már Magnússon á pianó og hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar, Scott McLemore á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa.

Þessir tónleikar eru hluti af Suðurlands tónleikaferð hennar sem hófst fyrir áramót og er styrkt af Menningarsjóði Suðurlands. Aðgangseyrir er kr. 1.500.-

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn