Articles

Ákall

Fyrir þessa sýningu hefur sýningarstjórinn, Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands valið verk tuttugu og fjögurra myndlistarmanna. Verkin tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur og eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku.

Jafnframt virkjaði Ásthildur listkennslunema í Listaháskólanum og kennara nokkurra skóla í Árnessýslu til þess að vinna með grunnskólabörnum þátttökuverk þar sem ungmennin myndgerðu óskir sínar fyrir komandi kynslóðir. Listaverkin á sýningunni voru grundvöllur umræðunnar sem átti sér stað með börnunum áður en þau sköpuðu verkin. Á meðan á sýningunni stendur gefst gestum safnsins einnig tækifæri til að taka þátt í verkinu.

Á sýningunni má m.a. velta fyrir sér fegurð í hinu smá, stærra samhengi, margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða, eðli flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar? Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag?

Með gjörningi sem byggir á upplifun þátttakandanna og fram fer í tengslum við opnuna spyrnir Gunndís Ýr við efnishyggju og veltir á sama tíma upp spurningum um safneignir og hvaða stað efnislaus verk eiga í þeim.

Sýningin mun standa til sumardagsins fyrsta, 23. apríl og á sýningartímanum verður efnt til ýmissar dagskrár í tengslum við viðfangsefnið.

Sýningastjóri og listamenn

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn