Articles

Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga

Græna kortið

Laugardaginn 12. sept. kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi í samvinnu við Listasafn Árnesinga.

Wendy Brawer stofnandi Green Map Systemheldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins. Wendy hefur unnið til fjölda verðlauna og er m.a. á lista UTNE um „50 visionaries changing your world“.

Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. Vefþróunarfyrirtækið nátturan.is hefur staðið að þróun Grænna korta hérlendis síðan árið 2008 en Grænt kort - Suður er fyrsta Grænkorta appið sem fyrirtækið þróar. Áður hefur Náttúran.is gefið Græn kort út í prent- og vefútgáfum og öppin HÚSIÐ og umhverfið og Endurvinnslukort.

Náttúrar.is fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þróunar appsins en fyrirtækið hefur starfað á Suðurlandi frá stofnun árið 2007, fyrst á Selfossi, síðan í Ölfusi við Hveragerði og nú er það starfrækt í Alviðru, umhverfisfræðslusetri í Ölfusi. Náttúrar.is er handhafið Kuðungsins, umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 og fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss nú í ár.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn