Articles

Rúrí: Tíma - Tal

Rúrí - Listasafn ÁrnesingaRúrí

Verk Rúríar á sýningunni Tíma – Tal tengjast mörg útlistaverkinu Sólgátt sem sett verður upp í sumar við Sólheima í Grímsnesi þar sem viðfangsefnið er m.a. mæling tímans út frá gangi sólar. Verkin eru frá ýmsum tímum, nokkur þeirra hafa ekki verið sýnd áður hér á landi og önnur eru ný. Rúrí nam myndlist á Íslandi og Hollandi á árunum 1971-78 og er löngu þekkt bæði innanlans og á alþjóðlegum vettvangi fyrir útilistaverk sín s.s. Regnbogann við Leifsstöð, stórar innsetningar af margvislegum toga og hún var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2003. Í sýningarskrá ritar Laufey Helgadóttir listfræðingur m.a. að þegar ferill Rúríar er skoðaður sést að hann er einn samhangandi heimur þar sem heimspekilegar vangaveltur, tími, afstæði, gildi og afstaða mannsins til alheimsins skiptir meginmáli. Þannig brýnir hún fyrir okkur að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu, vera meðvitaðri um hlutskipti okkar á jörðinni og hvernig við tökumst á við framtíðina. Verk hennar eiga erindi til okkar sem aldrei fyrr.

Í safninu standa nú tvær sýningar á verkum tveggja áhugaverðra listamanna, Rúríar og Péturs Thomsen sem eiga það sameiginlegt að fjalla m.a. um tímann. Verkin fela líka í sér vangaveltur sem sóttar eru í viðfangsefni úr nærumhverfinu hér en eiga sér einnig víðari skírskotanir. Báðir listamennirnir eiga það líka sameiginlegt að vera þekktir fyrir að fjalla um samskipti manns og náttúru.

______________

Rúrí

Rúrí er fædd í Reykjavík 1951 og býr þar. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-74, járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1974-75 og við De Vrije Academie í Haag Hollandi 1976-78. Rúrí lét snemma til sín taka og var einn af stofnendum Gallerís Lóu í Hollandi, Nýlistasafnsins á Íslandi og var virkur þátttakandi i stofnun SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur verið meðal forvígismanna fjölmargra listviðburða innanlands og utan svo sem Experimental Environment sem haldið var víðs vegar á Norðurlöndunum og hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum tengdum myndlist. Sýningarferill Rúríar er umfangsmikill, bæði einka og samsýningar, hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi og útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp á Íslandi og víðar í Evrópu. Verk hennar hafa vakið athygli og eru að finna í safneignum fjölmargra einka og opinberra safna innanlands sem utan og árið 2011 gaf þýska listabókaforlagið Hatje Cantz út yfirgripsmikla bók um Rúrí. Hún hefur einnig notið ýmissa annarra viðurkenninga, svo sem unnið samkeppnir um gerð útilistaverka og verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2003.

Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndaverk, videoverk, ljósmyndaverk, hljóðverk, blönduð tækni, tölvuvædd og gagnvirk verk.

www.ruri.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn