Articles

HVER / GERÐI
Sigrún Harðardóttir

Líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna þá er viðfangsefni Sigrúnar á sýningunni hverir og gróður. Þar má sjá hvernig gagnvirkni og skyntækni eru tvinnuð saman og áhorfendum boðið að taka þátt. Með eigin þátttöku ná þeir að upplifa fjölmarga möguleika þessarar tækni í samspili lita, hreyfinga og hljóðs. Inn á milli gagnvirkra verka og skúlptúrs innsetninga eru líka málverk sem gera áhorfendum kleift að njóta þeirrar fagurfræði sem til verður í umbreytingunni milli hefðbundinna og tæknivæddra mynda.

Sigrún Harðardóttir (f. 1954). Sigrún nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978-82 og stundaði framhaldsnám við Ríkislistaakademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1982-86 þar sem hún lagði m.a. stund á kvikmyndun, vídeólist og hljóðblöndun. Frá Hollandi hélt Sigrún til Kanada þar sem hún starfaði sem myndlistarmaður og kenndi líka í fimm ár við hönnunardeild Québeck-háskólann í Montreal. Hún innritaðist árið 1999 í fjölmiðlafræðideild sama háskóla og útskrifaðist þaðan árið 2005 með meistaragráðu í margmiðlun með áherslu á gagnvirkar innsetningar. Eftir tæplega tuttugu og fimm ára fjarveru við nám og störf erlendis snéri Sigrún aftur til Íslands. Á starfsferli sínum hefur Sigrún einkum fengist við málverk, ýmsar tilraunir í vídeó- og raftæknilist og undanfarin ár þróað gagnvirkni innan þess miðlis í samvinnu við verkfræðinginn Joseph T. Foley  og unnið málverkagjörninga í samvinnu við tónlistarfólk.

Sigrún var meðlimur í Time Based Arts-galleríinu í Hollandi 1984-88 og sat í útgáfunefnd þess. Hún var líka þátttakandi í listamannareknu galleríi í Kanada, Galerie La Centrale í Montreal, á árunum 1990-95. Hún var einn stofnenda LornaLab í Reykjavík, sem var sameiginlegur samstarfs- og umræðugrundvöllur listafólks og vísindamanna um tækni og nýsköpun og hún skipulagði vinnustofur, smiðjur og fyrirlestra á þeirra vegum á árunum 2010-13. Hún tók líka þátt í að skipuleggja raflistahátíðina Raflost og vinnustofur um raflist í Reykjavik á árunum 2009-12. 

Sigrún hefur tekið þátt í sýningum, bæði einka- og samsýningum, víða um heim og verk eftir hana eru í eigu bæði einka og opinberra safna, svo sem Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Lima í Hollandi, Ordigraphe í Montreal Kanada og einkasafns Antonio og Janina Manchini í Toronto Kanada. Þá eru nokkur vídeóverka hennar í dreifingu á sýningar safna og vídéóhátíða.

www.sigrunhardar.is

Curator's Talk in English
Erin Honeycutt

10. júní kl. 15:00

Erin Honeycutt Sunday, June 10th at 3 pm Erin Honeycutt, one of two curators of the exhibition HVER/GERÐI – Sigrún Harðardóttir, will talk to guests while going through the exhibition and discuss the artworks on display. The talk will be in English.

As the name of the exhibition indicates, the subject is geysers and flora, but the name in Icelandic also has a double meaning that is hard to translate and therefore it is not translated into English. The exhibition combines elements of interactivity and sensory technology allowing the viewer to initiate and experience a plethora of possibilities in combining action with effect of colour, movements and sounds. Interspersed with these interactive environments and sculptural installations are also paintings, allowing the visitor to experience the shifting aesthetic effect that occurs in the transition between traditional and technical images.

Erin is born and raised in USA but has resided in Iceland for many years. She studied art history at the University of Iceland and specialized in video and new media. She is a freelance curator and writer, and has written articles for museums, galleries, and magazines in Iceland and abroad with the subject mainly on Icelandic art. Erin has also done research at the Vasulka Chamber of the National Gallery of Iceland and has taught the course A Survey of Video and Experimental Film at the University of Iceland. She was the curator of a selection of Icelandic video art that was exhibited at the Addis Video Art Festival in Ethiopia in January 2018 and was a co-curator of the Video Art Program that was opened at Keflavik International Airport in December 2017, which also included a work by Sigrún Harðardóttir.

samtal milli striga og kontrabassa

Samtal milli kontrabassa og striga - gjörningur

23. júní kl. 15:00

Gjörningur sem ber heitið Samtal milli kontrabassa og striga verður fluttur í tvígang meðan á sýningunni stendur. Þá málar Sigrún með sérútbúnum trommukjuðum á striga, sem lagður er ofan á sérsmíðaðan hljómbotn í samverkandi gjörningi með tónlistarmanni sem spilar á kontrabassa.

Fyrri gjörningurinn fer fram við opnun sýningarinnar og þá er það tónlistarmaður Leifur Gunnarsson sem leikur á kontrabassann, en síðari gjörningurinn fer fram 23. júní og þá er það Alexandra Kjeld sem leikur á kontrabassann. Málverkin ásamt upptöku af gjörningunum verða síðan hluti sýningarinnar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn