Articles

Listasafn Árnesinga valið á lista Eyrarrósarinnar 2015 og var eitt þriggja tilnefnndra af listanum.

Eyrarrósin afhent 2015Listasafn Árnesinga var valið á lista Eyrarrósarinnar 2015, eitt tíu menningarverkefna. Síðan var listinn styttur niður í þrjú sem tilnefnd voru til Eyrarrósarinnar 2015, það voru Frystiklefinn á Rifi, Listasafn Árnesinga og Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenti svo Frystiklefanum á Rifi verðlaunin með viðhöfn laugardaginn 4. apríl um borð í bátnum Húna við höfnina á Ísafirði.

Í fyrstu verðlaun voru 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Hin tvö tilnefndu verkefnin hlutu peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Eyrarrósarlistinn 2015

  • Braggast á Sólstöðum
  • Ferskir vindar
  • Frystiklefinn
  • Listasafn Árnesinga
  • Listasafnið á Akureyri
  • Nes Listamiðstöð
  • Orgelsmiðjan á Stokkseyri
  • Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði
  • Verksmiðjan á Hjalteyri
  • Þjóðlagasetrið á Siglufirði

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn