Articles

Frá mótun til muna - Sýning í Listasafni Árnesinga

Leiðsögn sunnudag, 14. okt. kl. 15:00 um sýninguna Frá mótun til muna.

Leirlistakonurnar Guðbjörg Björnsdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferðum og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október kl. 15:00.

Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litabrigði?

Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna, er kjarni sýningarinnar. Myndin var tekin upp haustið 2017 af vinnusmiðju sem þrjár leirlistakonur sem starfa í Hveragerði og Ölfusi efndu og buðu sex leirlistakonum annars staðar af landinu að taka þátt. Þær fengu sænskan leirlistamann, Anders Fredholm, til þess að leiðbeina þeim að byggja Rakú-ofn sem er viðarkynntur og vinna líka með aðrar gamlar leribrennsluaðferðir.

Á sýningunni má sjá prufur sem þær unnu í áðurnefndri vinnusmiðju, en flest verkin eru unnin síðar og eru brennd með þeim aðferðum sem vinnusmiðjan snérist um.

Að brenna leir með lifandi eldi er mikil áskorun sem þær Guðbjörg og Þórdís segja betur frá á sunnudag. Þá gefst líka kærkomið tækifæri til þess að spyrja um allt það sem upp kemur í hugann við skoðun verkanna.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn