Articles

GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU
- sýningarspjall með Elísabetu safnstjóra Listasafns ASÍ

Elísabet G

Sunnudaginn 1. september kl. 15:00 mun Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri Listasafns ASÍ ganga með gestum um sýninguna í Listasafni Árnesinga sem ber heitið, GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU – stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ, en sýningin er samstarfsverkefni listasafnanna. Elísabet mun ræða um gjöf Ragnars sem lagði grunninn að safninu, svara spurningum og ræða núverandi starfsemi safnsins sem er mjög virk þrátt fyrir að safnið reki ekki eigið sýningarhúsnæði sem stendur. Elísabet er ritstjóri veglegs bókverks um gjöf Ragnars í Smára sem Listasafn ASÍ gaf út um leið og sýningin var opnuð og ber sama heiti GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU. Í bókinni eru myndir af hverju málverki sem hann gaf, inngangur eftir Elísabetu og grein um velgjörðamanninn Ragnar og listaverkagjöf hans eftir Kristínu G. Guðnadóttur listfræðing og sýningarstjóra sýningarinnar. Bókin er hönnuð af Arnari og Arnari og Sarah M. Brownsbergar þýddi alla texta á ensku. Listasafn ASÍ hefur staðið að útgáfum og endurprentunum, átt samstarf við önnur söfn líkt og hér má sjá, safnið auglýsir árlega eftir tillögum að sýningum starfandi listamanna sem það setur upp víðs vegar um landið og nýlega fékk safnið veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefni sem ætlað er skólum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn