Articles

Skordýrahótel og pödduhíbýli
Fjölskyldusmiðja í Listasafni Árnesinga
Sunnudaginn 27. október kl. 14 - 16

Skordýrahótel
„Skordýrahótel eða pödduhíbýli gegna því veigamikla hlutverki að veita skordýrum og áttfættlingum öruggt skjól, enda þurfum við öll þak yfir höfuðið, ekki síst þegar fer að kólna í veðri. Mikilvægt er að vernda skordýrin sem þjóna náttúrunni, sinna frjóvgun og losa okkur við skaðvalda. Með því að bjóða upp á fimm stjörnu hótelgistingu erum við að þjóna þeim til baka.“ Segir Þórey Hannesdóttir sem verður smiðjustjóri næstu fjölskyldusmiðju í Listasafni Árnnesinga ásamt smiðjustjóra safnsins Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur.

Smiðjan er samvinnuverkefni Listasafns Árnesinga, garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi  og Grasagarðs Reykjavíkur en nýlega var haldin samskonar smiðja í Grasagarðinum sem vakti mikla lukku hinna fjölmörgu sem hana sóttu.

Viðfangsefni smiðjunnar, skordýrahótel og pödduhíbýli, tengist sýningunni Heimurinn sem brot úr heild, þar sem verk eftir listamennina Önnu Jóa og Gústav Geir Bollason eru til sýnis. Eitt verka Gústavs Geirs heitir einmitt Skordýrahótel og er mikilfenglegt enda vildi einn ungur gestur frekar nefna það skorýrakastala.

Verið velkomin að taka þátt í skapandi smiðjum Listasafnsins sem haldnar eru síðasta sunnudag hvers mánaðar yfir veturinn. Aðgangur er ókeypis og allt efni á staðnum og því tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að eiga góða og skapandi samveru.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn