Articles

Gústaf Geir Bollason- listamannsspjall og leiðsögn

Gústaf Geir Bollason - Heimurinn sem brot úr heild - listamannsspjall og leiðsögn - Listasafn Árnesinga

Hvert sækir Gústav Geir Bollason innblástur í verk sín? Hægt er að fá svar við því í samtali við listamanninn sunnudaginn 17. nóvember kl. 15, þegar hann gengur um sýninguna Heimurinn sem brot úr heild. Þar mun hann ræða við gesti og segja frá verkum sínum, sem taka á sig form teikninga, smíða, umsköpunar á fundnum hlutum og kvikmynda. Á sýningunni kallast þau á við verk Önnu Jóa, en saman mynda verk þeirra sýninguna, sem sýningarstjórinn Jóhannes Dagsson setti saman.

Gústaf lauk myndlistarnámi hér heima og framhaldsnámi í Ungverjalandi og í Frakklandi Hann notar jöfnum höndum óhlutbundnar framsetningar, endursköpun eða hliðstæður og hugsar upp ferli þar sem hann stefnir saman aðferðum og viðfangsefnum. Hann vinnur sumpart með hina hefðbundnu flokka fagurlista, þá oftast landslag eða landslagsfrásagnir þegar hann kannar staði með sögu, mannvistarleifar eða safnar hlutum, torkennilegum af meðförum náttúrunnar. Í hnignuninni má greina úr hverju þeir eru og í óreiðunni sjá þróun. Gustav býr og rekur vinnustofu á Hjalteyri, er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og rekur hana í dag.

Jóhannes sýningarstjóri hefur lýst sýningunni með eftirfarandi orðum: „Við fáum hér aðgengi að heimum, brotakennda leið, brotakenndan aðgang að heimum sem eiga sér uppruna í því liðna og í framtíðinni. “ Með spjalli Gústafs er fólki boðið að koma, skoða og njóta sem og að eiga samtal við höfund verkanna. Aðgangur er ókeypis og það eru allir velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn