Articles

15. desember 2019 kl. 15

Spjall og leiðsögn með Jóhannesi Dagssyni

Heimurinn sem brot úr heild - 15. desember 2019

Brot, heimar og hugmyndir. Á síðasta sýningardegi sýningarinnar Heimurinn sem brot úr heild, sunnudaginn 15. desember kl. 15, mun Jóhannes Dagsson sýningarstjóri ganga með gestum um sýninguna og ræða við þá um hugmyndirnar sem liggja að baki vali hans á verkunum sem sjá má eftir listamennina Önnu Jóa og Gústav Geir Bollason.

Bæði Anna Jóa og Gústav Geir luku framhaldsnámi í myndlist frá Frakklandi, bæði vinna þau með brot af ólíkum toga og bæði eru þekkt fyrir að koma verkum annarra listamanna á framfæri. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga er fókusinn hins vegar á þeirra eigin listaverk, verk sem eru afar ólík, en með því að stilla þeim saman skapast óvæntar aðstæður sem veita innsýn í áhugaverða heima til túlkunar.

Sýningarstjórinn Jóhannes er menntaður bæði í myndlist og heimspeki og starfar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Útgangspunktur sýningarinnar er teikningin, en Jóhannes hefur einnig valið inn málverk, vídeóverk og skúlptúra sem tengjast þeim hugmyndum sem sýningin byggir á og hann hefur lýst sýningunni með eftirfarandi orðum: „Við fáum hér aðgengi að heimum, brotakennda leið, brotakenndan aðgang að heimum sem eiga sér uppruna í því liðna og í framtíðinni. “

Sunnudagurinn 15. desember er síðasti sýningardagur ársins í safninu og þar með lýkur líka sýningunni Heimurinn sem brot úr heild. Aðgangur að safninu er ókeypis og það eru allir velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn