Dagskrá í nóvember og desember

Dagskrá í nóvember og desember

Sunnudagur 15. nóvember
KL.15    Sýningarspjall á sunnudegi
Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri HANDVERKS og HÖNNUNAR ræðir við gesti um sýninguna EINU SINNI ER, sem nú stendur í Listasafni Árnesinga.

Sunnudagur 22. nóvember
Kl. 14:00          Þráður eða lína - listasmiðja í teiknun
Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður miðlar grundvallaratriðum teiknunar. Efni á staðnum endurgjaldslaust til afnota. Tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að eiga góða stund saman.
Kl. 15:00         Sýningarspjall á sunnudegi
Hildur Hákonardóttir ræðir við gesti um sýninguna ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og skapar umræður meðal þeirra um verkin og markmið sýningarinnar, en Hildur er höfundur nokkra verka á sýningunni.

Sunnudagur 29. nóvember
Kl. 15:00    Erindi Á röltinu með Ragnari í Smára - Samstarfsverkefni með menningarferðinni Á röltinu með Ragnari í Smára og Byggðasafni Árnesinga - nánari upplýsingar síðar.

þriðjudagur 1. desember
kl. 20:00    Bókmenntakvöld á Listasafni
Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson og Oddný Eir Ævarsdóttir lesa úr verkum sínum. Fiðlutónar. Þetta er samstarfsverkefni með Bókasafni Hveragerðis.

Sunnudagur 6. desember
    Jólastemning í Listasafninu
    Sýningarlok - ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og EINU SINNI ER
Kl. 15-16    Listamannaspjall.  Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR verða á staðnum og ræða við gesti um verk sín og nokkrir höfundar verka á sýningunni EINU SINNI ER verða einnig til staðar.
Kl. 16:30     Gítartónar. Hörður Friðþjófsson skapar stemningu með því að leika nokkur ljúf jólalög á gítarinn.
    Piparkökur og heitt súkkulaði í kaffistofunni.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn