Heitir þræðir í Hveragerði

Menningarganga

HEITIR ÞRÆÐIR Í HVERAGERÐI

Sunnudaginn 18. október kl. 13


Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga efna til menningargöngu um Hveragerði undir yfirskriftinni HEITIR ÞRÆÐIR Í HVERAGERÐI.

Gangan hefst við Hverasvæðið, í gestamóttökunni, kl. 13 og lýkur í Listasafni Árnesinga með spjalli um yfirstandandi sýningar ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og EINU SINNI ER.

Á fyrrnefnri sýningunni eru verk eftir veflistakonurnar Ásgerði Búadóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hildi Bjarnadóttur. Þar er þráðurinn skoðaður sem vettvangur átaka og er birtingarmynd þráðarins ólík hjá þessum fjórum kynslóðum. Síðarnefnda sýningin kemur frá HANDVERKI OG HÖNNUN. Hugmyndin að henni var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Þema sýningarinnar er „gamalt og nýtt“ og á sýningunni má sjá fjölda nýrra og áhugaverðra nytjahluta sem unnir eru af þessum tólf pörum.

Í göngunni um Hveragerði voru fjórir staðir valdir sem útgangspunktar og munu yngri kynslóðir rekja þráð sögunnar með ýmsum flækjum til dagsins í dag. Á Hverasvæðinu mun Soffía Valdimarsdóttir, þjóðfræðinemi, fjalla um ímynd svæðisins. Varmahlíðarhúsið er næsti viðkomustaður og þar mun Jóhanna Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi í Hveragerði, segja frá. Við Reykjafoss í Varmá mun Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, m.a. rekja sögu ullarþvotta. Í Fagrahvammi mun Helga Sigurðardóttir, garðyrkjubóndi, segja frá þessari elstu gróðarstöð bæjarins.

Hlíf Arndal og Inga Jónsdóttir leiða gönguna og sýningarspjallið. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn