Íslensk hönnun - íslensk ímynd

Í tengslum við sýninguna og íslensku hönnunardaganna HönnunarMars, stendur Listasafn Árnesinga fyrir námskeiði í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands 28. mars og 4. apríl

Íslensk hönnun - íslensk ímynd

Hvernig lesum við í hönnun og hvaða táknmál hafa hlutir í umhverfinu, háð tíðaranda, tímabili stað og stund? Hvernig birtist íslensk þjóðarímynd í íslenskri hönnun? Skapar hönnun okkur ímynd eða er ímyndin í hönnuninni? Er til heildstæð ímynd í íslenskri hönnun? Hvernig birtist þetta í sögu íslenskrar hönnunar sem á sér ekki ríkan bakgrunn ...en þó! Á námskeiðinu verður spurningum á borð við þessar varpað fram og leitað svara með því að rekja og rýna fyrst og fremst í íslenska hönnun og hönnunarsögu með megináherslu á húsgagnahönnun.

Námskeiðið er alls 8 kennslustundir og skipt á tvo laugardaga frá kl. 10-12.50

Laugardagurinn 28. mars kl. 10 - 12:50

  1. Hvernig „lesum” við hluti? íslensk hönnun/erlend hönnun táknmál og túlkun. Frumkvöðlarnir, áhrifavaldar og umhverfi.
  2. Módernismi í hönnun á tíma þjóðernisvakningar – íslensk séreinkenni, sjálfsprottin eða búin til?

Laugardagurinn 4. apríl kl. 10 - 12:50

  1. Hönnun í skjóli tollalaga – afnám og EFTA. Samkeppni og hrun.Hver var ímyndin, hvar var ímyndin, hvaðan kom ímyndin?
  2. Ný kynslóð önnur ímynd. Íslenskir hönnuðir og hönnunarvakning. Útrásin og ímyndir. Alheimsvæðing, sérstaða og sérkenni – Staðan í dag? Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum í hópum.

Elísabet V. Ingvarsdóttir lauk mastersprófi í hönnunarsögu (Design History) frá Kingston University, London 2006. Ritgerðin fjallaði um þjóðarímynd í íslenskri hönnun með áherslu á húsgögn og innréttingar. Elísabet hefur BA próf sem innanhússarkitekt og starfaði við það í fjölmörg ár auk þess að afla sér réttinda til kennslu sem hefur verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Elísabet var annar stjórnanda Hönnunarbrautar Iðnskólans í Reykjavík (nú Tækniskólinn) í um átta ár og starfar þar enn sem kennari auk stundakennslu við LHÍ auk þess að sinna ýmsum sértækum skrifum og verkefnum tengdum hönnun. Elísabet er hönnunargagnrýnandi Morgunblaðsins og pistilhöfundur um hönnun.

Verð: kr. 12.000.-

Skráning hjá Fræðsluneti Suðurlands, fraeslunet.is, sími 480 8155.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn