Íslensk hönnun - íslensk ímynd

Listasafn Árnesinga og Bókasafnið í Hveragerði
bjóða til jóladagskrár 1. des

Mmm-kvöld; mál, mynd og músík

fyrir skilningarvitinn 1 des

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu líkt og venjulega á fullveldisdaginn föstudaginn 1. desember kl. 20:00.

Brugðið verður á leik með Helgu Jóhannesdóttur í tengslum við bók hennar Litagleði, sem fjallar í máli, myndum og mörgum litum um hið flókna fyrirbæri sem litafræðin er.

Sönghópurinn Lóurnar flytja jólalög, raddað og án undirleiks. Hópurinn er skipaður sex söngkonum af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri sem allar eru menntaðar í tónlist. Ein þeirra er Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og hún hefur útsett lögin.

Í safninu má sjá myndlistarsýningina Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir og höfundar munu lesa úr eftirfarandi nýútkomnum bókum:

 • Tímagarðurinn eftir Guðmund S. Brynjólfsson er saga af leit. Dregin er upp sýn á reynsluheim íslenskra karlmanna og heimsborgarinn og róninn koma líka við sögu.
 • Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur er uppgjör konu á krossgötum. Með eftirsjá hugsar hún um árin sem liðu hjá og tækifærin sem hún greip ekki – en bíða ný tækifæri handan við hornið?
 • Kaldakol eftir Þórarinn Leifsson, dregur upp fjarstæðukennda atburðarás sem við nánari athugun á sér þó ýmsar samsvaranir við samtímann. Fjárfestingarfélagið Kaldakol undirbýr stærstu Íslandskynningu sína þegar jarðhræringar verða og almannavarnir undirbúa rýmingu landsins.
 • Walden eða Lífið í skóginum eftir H.D. Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur með formála eftir Gyrði Elíasson hefur veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda allt frá því bókin kom fyrst út árið 1854.
 • Minningar Helga Tómassonar ballettdansara, sem rituð er af Þorvaldi Kristinssyni, er heillandi saga um sársauka og gleði, fórnir og sigra manns sem náð hefur lengra í list sinni en flestir aðrir Íslendingar.

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands, aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Þetta kvöld gefst því gott tækifæri til þess að næra öll skilningarvitin og njóta fjölbreyttrar dagskrár – allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

jolabjalla8. desember – JÓLABJALLA er jólagluggi Listasafnsins í ár .... og JÓLABJALLAN hringir til dagskrár í safninu kl. 17:00 Listamannsspjall með MoonKee Horne og stund til að skapa

MoonKee MoonKee Horne er sænskur myndlistarmaður sem nú dvelur í Varmahlíðarhúsinu.
Föstudaginn 8. desember kl. 17:00 mun hún sýna okkur myndir af verkum sínum um leið og hún ræðir um þau, viðfangsefnin og hugmyndirnar, sem liggja þeim til grundvallar. Síðan mun hún leiðbeina gestum við að skapa sjálfir út frá efni sem verður á staðnum og er þá m.a. miðað við að vinna út frá tákni jólagluggans, jólabjöllunni.

SkúlptúrMoonKee er listamaður sem vinnur með ólíka miðla svo sem teikningu, prent og þrívíð verk. Auk þess að vinna að eigin list hefur hún í um það bil 40 ár unnið sem myndlistakennari og kennt kennslufræði listgreina. Undanfarið hefur hún einkum unnið að rannskókn á alþýðukonum sem eru eiginlega ósýnilegar en hafa samt haft gríðarleg áhrif á okkar sögulega tíma og hún leitar leiða til þess að koma því á framfæri í gegnum listsköpun sína.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

 

Jóladagatal Hveragerðis er byggt upp af 24 jólatáknum sem fá að njóta sín í 24 gluggum stofnanna og fyrirtækja í bænum og er hver gluggi tileinkaður ákveðnu jólatákni sem útskýrt er í jólabók sem staðsestt er við hvern glugga. Hugmyndasmiður og hönnuður jóladagatalsins er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður.
Í ár verður jólaglugginn fyrir 8. desember staðsettur við Listasafn Árnesinga og hann verður opnaður af börnum á leikskólanum Undraland.

Verulegar

Brynhildur Þorgeirsdóttir
Guðrún Tryggvadóttir

Framlengd: 18. janúar - 24. febrúar

Á sýningunni Verulegar er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. Kynntar eru tvær öflugar konur sem gerðu sig gildandi á vettvangi myndlistar í kjölfar umbrotatíma áttunda áratugs síðustu aldar og eru enn að setja mark sitt á íslenska listasögu.

Leiðir þeirra lágu saman þegar þær hófu nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974 og báðar hafa þær dvalið við nám og störf í Evrópu og Bandaríkjunum til lengri og skemmri tíma. Báðar hafa sterk tengsl við Árnessýslu; Brynhildur fædd og uppalin að Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi en býr nú í Reykjavík og þó Guðrún sé fædd og uppalin í Reykjavík þá á hún ættir að rekja til Hrunamannahrepps og er nú búsett í Hveragerði.

Veitt er innsýn í þá þróun sem orðið hefur á verkum listamannanna og sýnt hvernig myndlist þeirra hefur einkennst af heilsteyptum myndheimi allt frá byrjun. Brynhildur mótar kynjaverur, fjöll og landslag m.a. úr steinsteypu og gleri en Guðrún málar veruleika kynslóða og orku í tíma og rúmi með olíulitum á striga.

Þó flest verkanna séu frá síðustu þremur árum eru einnig á sýningunni verk frá upphafi ferils þeirra þar sem greina má tíðaranda níunda áratugarins þegar form og inntak verkanna birtu viðhorf í andstöðu við hefbundna myndlist þess tíma. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir safnstjóri en Heiðar Kári Rannversson listfræðingur ritar grein í sýningarskrá sem gefin er út um sýninguna.


BLÓMSTRANDI DAGAR 17.-20. ágúst 2017

blomstrandidagarSafnið er opið alla daganna kl. 12:00 - 18:00 

Tvær sýningar í gangi:

Og til viðbótar alla dagana:

 • LISTRÝMI 
  sýning á verkum nemenda Guðrúnar Tryggvadóttur, sem tóku þátt í lengri námskeiðum Listrýmis fyrr á árinu. Jafnframt verður kynning á því hvað LISTRÝMI stendur fyrir.

 • Léttur verðlaunaleikur fyrir fjölskylduna

  þar sem pælt er í sýningunni Sköpun sjálfsins – dregið verður úr þátttökumiðum og skyldi það vera þú sem færð veglegan vinning?
 • Listasmiðja

  fyrir börn og fjölskyldur - pappír, litir, skæri, lím, leir og kubbar til staðar til þess að skapa úr að eigin vild.
 • Litkrítarleikur Listvinafélagsins í Hveragerði

  –  í Listasafninu er hægt að fá litkrítar til þess að taka þátt í leiknum og nánari upplýsingar um hann.

Sunnudaginn 20. ágúst

kl. 15   Tinna Ottesen með leiðsögn um innsetninguna Óþekkt

kl. 17    Tónleikar – Hörður Torfason
Á sinn lifandi og skemmtilega hátt flytur söngvaskáldið lög sín. Textarnir eru stundum beitt ádeila en móttó Harðar er að starfa í samfélagi friðar og samtals.

Aðgangur að öllum dagskráliðum er ókeypis – verið velkomin og njótið.

 

Sköpun sjálfsins

expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915 til 1945

Á sýningunni eru verk eftir frumkvöðla íslenskrar nútímalistar sem urðu fyrir áhrifum frá verkum þýskra og franskra expressjónista á fyrstu áratugum 20 aldarinnar. Verkin spanna þrjátíu viðburðarík ár þar sem saga íslenskrar myndlistar fléttast saman við menningarlega og pólitíska sjálfstæðisbaráttu millistríðsáranna, sem lýkur þegar Ísland fær sjálfstæði árið 1944. Í upphafi tímabilsins voru flestir frumkvöðlar íslenskrar nútímalistar búsettir í Kaupmannahöfn, en á þriðja áratugnum eru þeir fluttir aftur til Íslands, þar sem ný kynslóð listamanna var að vaxa úr grasi. Íslensku listamennirnir urðu fyrir áhrifum frá frumkvöðlum expressjónismans, stefnu frjálsrar tjáningar, sem kollvarpaði eldri gildum og skapaði ný. Verkin á sýningunni sýna bæði hvernig áhrif expressjónistanna birtast í verkum íslensku listamannanna, en einnig hvernig þeir vinna úr þessum áhrifum og gera þau að sínum.

MEOMargrét Elísabet Ólafsdóttir, sýningarstjóriEftirtaldir eru höfundar verkanna á sýningunni:

Finnur Jónsson (1892-1993)
Gunnlaugur Scheving (1904-1972)
Jóhann Briem (1907-1991)
Jóhannes S. Kjarval (1885-1972)
Jón Engilberts (1908-1972)
Jón Stefánsson (1881-1962)
Muggur (1891-1924)
Snorri Arinbjarnar (1901-1958)
Svavar Guðnason (1909-1988)

Flest verkanna eru fengin að láni frá Listasafni Íslands, en verk frá einkaaðilum og úr safneign Listasafns Árnesinga eru einnig á sýningunni.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri og sjálfstætt starfandi fræðimaður, gagnrýnandi, sýningar- og verkefnastjóri. Hún er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og stundaði háskólanám í listum, boðskiptafræðum og fagurfræði við Parísarháskólann Sorbonne-Panthéon. Hún lauk doktorsprófi í list- og fagurfræði frá sama skóla árið 2013. Margrét starfaði sem blaðamaður frá 1987 til 2000, var deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Íslands í eitt ár, frá 2000 til 2001, og stundakennari við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands á árunum 2002 til 2015. Hún var ein af sýningarstjórum sýningarinnar Sjónarmið – á mótum myndlistar og heimspeki í Listasafni Reykjavíkur árið 2011 og setti upp sýninguna Íslensk vídeólist frá 1975-1990 í sama safni árið 2013. Viðfangsefni rannsókna Margrétar hafa aðallega beinst að raf- og stafrænum listum á Íslandi, en undanfarið hefur hún einbeitt sér að því að skoða íslenska nútímalist. Árið 2014 var hún sýningarstjóri sýningarinnar Snertipunktar í Listasafni Árnesinga þar sem tekin voru fyrir verk tveggja listamannahópa. Í sýningarskrá ritaði Margrét grein um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og velti fyrir sér starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna. Margrét sat í dómnefnd fyrir sýninguna Sumar sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er fædd árið 1965 og ólst upp í Hveragerði og á Selfossi. Hún er nú búsett á Akureyri.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn