Leiftur á stund hættunnar

Hveragerði – aðsetur listamanna

Útskriftarsýning BA-nema í arkitektúr fór fram á Kjarvalsstöðum í maí, en þann 23. júní kl. 16:00 verður sýning á verkum þeirra opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Lokaverkefni arkitektanemanna í þetta skiptið gengu út á að móta aðsetur listamanna í Hveragerði. Var sérstaklega horft til þess hversu listir og listamenn hafa verið áhrifamikið afl í mótun bæjarins. Endurnýting gamalla gróðurhúsa, byggingar á virku hverasvæði og aðsetur fyrir sirkuslistamenn eru á meðal þeirra hugmynda sem fram komu í lokaverkefnum nemenda í arkitektúr við LHÍ.

Listamanna residensía

Lengi hefur tíðkast að listamenn, hönnuðir, fræðimenn og vísindamenn setjist tímabundið að á nýjum stað í þeim tilgangi að íhuga, endurnærast og upplifa samhliða fjölbreyttari hliðar á vinnu sinni; listsköpun, hönnun, rannsóknum eða framleiðslu.

Meginhlutverk slíkrar starfsemi er tvíþætt. Annars vegar að gefa þeim sem dvelur, gestinum, tækifæri til að kynnast nýrri menningu, nýju fólki og nýju umhverfi sem, oftar en ekki, verður til að opna augu hans fyrir nýjum nálgunum, efnum, hugmyndum, lausnum og leiðum í vinnu sinni. Á hinn bóginn eru slíkar heimsóknir ekki síður mikilvægar fyrir gestgjafann, samfélögin sem taka á móti gestunum. Í mörgum tilfellum verða gestkomandi virkir meðlimir í samfélaginu og hafa bein áhrif á það með samtali, samstarfi, viðburðum og inngripum
í ólíka þætti samfélagins. Þannig geta gestirnir haft jákvæð áhrif, veitt heimamönnum innblástur og stuðlað að betra og öfugra samfélagi. Aðrir gestir taka minna þátt á beinan hátt í samfélaginu á meðan dvölinni stendur, draga sig í hlé og kjósa að nýta rýmið sem þeir hafa til umráða og umhverfið á annan máta. Engu að síður vinna þeir með reynsluna sem og upplifun af staðnum og geta virkjað hann með nýjum tengingum og verkefnum sem kallast á við staðinn á einn eða annan hátt. Á hvorn veginn sem er verður staðurinn ríkari fyrir vikið.

Listamanna residensíur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Þær geta verið hluti af stærri stofnunum, söfnum, skólum, fyrirtækjum, bæjarfélögum eða óháðar sjálfstæðar einingar. Starfsemin getur verið árstíðabundin eða samfelld árið um kring og lengd dvalar er fjölbreytt og ræðst af þeim verkefnunum sem unnið er að hverju sinni. Fjöldi þeirra sem dvelja í residensíu á hverjum tíma getur einnig verið margbreytilegur. Það er engin ein rétt formúla fyrir residensíu en flestar eiga þær þó það sameiginlegt að byggja sérstöðu sína á einkennum þess staðar sem þær eru staðsettar á.

Verkefnið

Nemendur áttu að hanna residensíu sem býður upp á dvalar-, vinnu- og sýningarstað fyrir listamenn. Residensían skyldi staðstett innan bæjarmarka Hveragerðis og starfsemi hennar skyldi að einhverju leyti tengjast við auðlindir, innviði, og sérkenni staðarins. Nemendur máttu ákveða staðsetningu, vægi og fjölda bygginga og skyldu rökstyðja nálgun sína með vísun í verkefnið og staðinn.

Nemendum var einnig frjálst að velja hvort þeir nýttu sér mannvirki bæjarins, og prjónuðu á einhvern hátt við þau og þá starfsemi sem fyrir er, eða hvort þeir völdu að nálgast residensíuna sem stakstætt/stakstæð mannvirki.

Áhersla var lögð á að nemendur sköpuðu heildræna sýn fyrir verkefnið og sýndu hvernig hið manngerða umhverfi er hugsað í samhengi við hlutverk sitt og samfélagið í Hveragerði - hvernig getur arkitektúr fléttað saman stað og starfsemi og fest í sessi listamannabæinn Hveragerði?

Nemendur

Andrea Sif Hilmarsdóttir, Elías Beck Sigurþórsson, Ellert Björn Ómarsson,
Elma Klara Þórðardóttir, Hildur Helga Pétursdóttir, Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Matthildur Hafliðadóttir, Ríkharður Már Ellertsson,
Sarah Daisog Mangubat, Sturla Hrafn Sólveigarson, Viktoría Hrund Kjartansdóttir
og Þórbergur Friðriksson

Hér má sjá dæmi um úrvinnslu.

Krummi og hinir Alpafuglarnir

Krummi og hinir Alpafuglarnir

www.krummi.at

Kvintettinn, með rætur í Austurrísku Ölpunum, leikur af fingrum fram nýjar og hressilegar útfærslur af íslenskri þjóðlagatónlist. Hljómsveitin „Krummi og hinir Alpafuglarnir“, sem skipar fjóra hljóðfæraleikara og íslenska söngkonu, Ellen Freydís Martin, leiðir saman gamlar íslenskar þjóðvísur sungnar á íslensku við tóna austurrísku alpanna. Úr verður einstök samblanda ólíkra tónlistarhefða og tónlistarstíla sem bæði gleður og örvar ímyndunarafl hlustandans. Hljómsveitarmeðlimirnir frá Íslandi, Austurríki og Slóveníu eru allt faglistafólk með fjölbreyttan og metnaðarfullan bakgrunn. Þeim hefur tekist meistaralega að brúa bilið á milli íslenskrar og austurrískrar tónlistar með því að skapa lifandi og léttar útsetningar sem skemmta öllum!

Miðaverð 3.000.-

Krummi und die Alpenvögel

Das in Österreich beheimatete Quintett spielt groovige und zartschmelzende sowie aparte VersionenIsländischer Volksmusik. Die fünf Musiker von „Krummi und die Alpenvögel“ verbinden traditionelle isländische Lieder mit alpiner Musiktradition. Krummi musiziert lebendig und unterhaltsam, lyrisch und intelligent. Ihre Vielfalt lässt bestes musikalisches Kopf-Kino entstehen! Spielerisch in der Weltmusik verankert klingen sie einmal kühn traditionell, ein andermal lässig im Bereich der Improvisation. Die aus Island, Österreich und Slowenien stammenden Musiker spielen auf meisterlichem Niveau: vielseitig, überraschend und virtuos! Ein großartiger Brückenschlag zwischen Island und Österreich!

Eintritts Preis ISKR 3.000.-

Krummi and the Alpine Birds

The Austrian-based quintet performs groovy and gentle as well as striking versions of Icelandic folk music. The five musicians of „Krummi and the Alpine birds“ combine traditional Icelandic songs with the alpine music of Austria. Their diverse musical styles conjure beautifully vivid images! Playfully anchored in the world music tradition, their style ranges from traditional to casual. The musicians from Iceland, Austria and Slovenia play at a masterful level: versatile, surprising and virtuosic! Their music builds a beautiful bridge between Icelandic and Austrian music that is lively and entertaining, lyrical and intelligent!

Ticket ISKR. 3.000.-

Um flytjendur:

Ellen Freydis Martin | Vocals | Söngur

Ellen Freydis

Söngkonan, Ellen Freydís Martin, fæddist árið 1964 í Reykjavík. Hún fluttist búferlum til Austurríkis árið 1993 og settist að í Villach, ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Maður hennar, Dr. Orthulf Prunner, er mörgum Íslendingum ekki alls ókunnugur því hann var meðal annars organisti í Háteigskirkju í 16 ár.

Ellen Freydís stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Dóru Reyndal og þaðan lá leiðin í óperudeild Julliard University í New York, þar sem hún naut leiðsagnar Prófessors Oren Brown og Vincent la Selva. Hún tók þátt í meistarakúrsum (Master Class) meðal annars í Kaupmannahöfn og Osló hjá Próf. Oren Brown og Berit Hallquist og í Vínarborg hjá Jill Feldmann, Jessica Cash og Hugo Alberto Lamas.

Ellen Freydís kom heim árið 1995 til að taka þátt í uppsetningu á „Master Class Maria Callas“ í Gamla Bíói, undir leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og einnig lék hún og söng í uppsetningum hjá barna- og farandleikhúsinu „Nanu Theather“ í Austurríki. Hún er söngkennari og raddþjálfari í tónlistardeild rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Villach síðastliðin 15 ár, auk þess sem hún stjórnar kirkjukór og gospelkór „StimmMix“, sem hún stofnaði fyrir 2 árum síðan.

Ellen Freydís hefur mikla fjölbreytni í tækni og stíl og hefur hún notið samstarfs með ólíkum tónlistarmönnum og hljómsveitum, allt frá jazz „Big Band“ til sinfóníuhljómsveita. Hún hefur víða komið fram í Austurríki, meðal annars á öllum helstu tónlistarhátíðum í héraðinu Carinthia, þar sem hún nýtur vinsælda sem einsöngvari og raddþjálfari kóra og einstaklinga.

Nýjasta verkefnið hennar er stofnun hljómsveitarinnar: “Krummi og hinir Alpafuglarnir” sem árið 2017 hélt tónleikaröð víða um Austurríki í tilefni af útgáfu samnefnds geisladisks með þekktum íslenskum þjóðlagavísum í nýrri útsetningu undir mið-evrópskum áhrifum.


Nora Schnabl-Andritsch | Percussion | Vocals |Trommur

Nora Schnabl AndritschNora stundaði nám í tónlistarmiðlun til ungra barna og við rythma-og slagverksdeild Lista-og tónlistarháskólanum í Vínarborg, þaðan sem hún útskrifaðist sem Magistra artium. Nú kennir hún rythmik, trommur og slagverk, útsetningar fyrir slagverkshljóðfæri, undirleik við hreyfilist og hljóðfærasmíðar við sama háskóla. Þá kennir hún rythma í deildinni fyrir klassískan dans við MUK, en það er Konservatorium í Vínarborg.

Að auki starfar Nora sem sjálfstæð tónlistarkona og kennari á sviði tónlistarmiðlunar, einkum fyrir blinda, heyrnalausa og þroskahefta, á sviði tónlistarsköpunar og spuna í myndum, tónum og dansi. Hún hefur komið víða fram og spilað inn á hljómlistarupptökur, meðal annars hjá Ed Schabl Trio og Susönnu Heilmayr. Hún og fjölskylda hennar er búsett í Vínarborg þar sem hún er fædd og uppalin.


Roman Pechmann | Akkordeon | Harmónikka

Roman PechmannRoman stundaði nám við harmónikku- og slagverksdeildina í Konservatorium í Bratislava, í heimalandi sínu Tékklandi. Hann hélt námi sínu áfram við Landeskonservatorium í Klagenfurt í Austurríki hjá finnska harmónikkusnillingnum Mika Väyrynen og lauk einleiksprófi með yfirburðum hjá James Crabb og Geir Draugsvoll frá Lista-og Tónlistarháskólanum í Vínarborg.

Roman hefur víða haldið tónleika og tekið þátt í tónlistarsamkeppnum m.a. í Slóvakíu, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Danmörku og Noregi. Þá hefur hann spilað í útsendingum Ríkisútvarps Slóvakíu og Austurríkis.

Roman starfar sem einleikari og meðlimur kammersveita og ýmissa hljómsveita, má nefna Ensemble Kreativ, Mahler Ensemble, Akkordeonduo ConTakt, Toujour Mozart, QuintAkkord, AusTrio, Duo FinePlus, TriForma og Óperunni í Klagenfurt. Hann er kennari við harmónikkudeild Konservatorium í Klagenfurt þar sem hann er búsettur með fjölskyldu sinni.


Peter Andritsch | Viola | Lágfiðla

Peter AndritschPeter stundaði nám við Konservatorium í Graz og seinna við Lista-og Tónlistarháskólann í Vínarborg undir leiðsögn Thomas Kakuska, Hatto Beyerle og Ilse Wincor. Hann útskrifaðist úr tónlistardeildinni sem Magister artium og síðar sem einleikari á lágfiðlu frá Tónlistarháskólanum í Hannover í Þýskalandi.

Hann tók þátt í ýmsum meistarakúrsum (Master Class), m.a. hjá Thomas Riebl, Bruno Giuranna og Siegfried Führlinger. Þá er Peter nýútskrifaður úr jazz-og spunadeild fyrir strengjahljóðfæraleikara frá Háskólanum Bruckner Universität í Linz í Austurríki.

Peter hefur farið víða í tónleikaferðir og spilað á fjölmörgum hljóðupptökum. Hann hefur verið hljómsveitarmeðlimur hjá helstu strengja- og sinfóníuhljómsveitum Austurríkis og Þýskalands, m.a. Wiener Symphoniker, Camerata Academica í Salzburg, Wiener Kammerorchester, Óperunni í Hannover og í Hamburg, undir stjórn mikilla meistara eins og t.d. Nikolaus Hannoncourt, Jordi Savall, Roger Norrington, Sándor Végh og fleirum.

Peter er framkvæmdarstjóri og umboðsmaður ýmissa tónlistarhátíða og menningarviðburða í Austurríki og er umboðsmaður „Krumma og hinna Alpafuglanna“.


Isabelle Eberhard | Violoncello | Selló

Isabelle EberhardIsabelle stundaði tónlistarnám á selló eða knéfiðlu í Konservatorium der Stadt Wien undir leiðsögn Andreas Lindenbaum. Þá er hún að ljúka námi við jazz-og spunadeild fyrir strengjahljóðfæraleikara í Tónlistarháskólanum Bruckner Universität í Linz í Austurríki.

Isabelle hefur víða komið fram í Austurríki með ýmsum strengjasveitum og spilar nú í kvartett Christine Lavant, Schlosstrio Eisenstadt, auk Krumma og hinna Alpafuglanna.

Hún stofnaði tónlistarhátíðina „On the Couch“ í Vínarborg og rekur tónlistarskólann „Kinderklang“ (Krakkatónn á íslensku), þar sem hún kennir á selló, blokkflautu, tónlistarmiðlun yngstu barnanna og reynslunám fyrir þá sem vilja spila í strengjahljómsveit. Isabelle er 5 barna móðir og býr ásamt fjölskyldu sinni í Vínarborg.

HVER / GERÐI
Sigrún Harðardóttir

Líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna þá er viðfangsefni Sigrúnar á sýningunni hverir og gróður. Þar má sjá hvernig gagnvirkni og skyntækni eru tvinnuð saman og áhorfendum boðið að taka þátt. Með eigin þátttöku ná þeir að upplifa fjölmarga möguleika þessarar tækni í samspili lita, hreyfinga og hljóðs. Inn á milli gagnvirkra verka og skúlptúrs innsetninga eru líka málverk sem gera áhorfendum kleift að njóta þeirrar fagurfræði sem til verður í umbreytingunni milli hefðbundinna og tæknivæddra mynda.

Sigrún Harðardóttir (f. 1954). Sigrún nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978-82 og stundaði framhaldsnám við Ríkislistaakademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1982-86 þar sem hún lagði m.a. stund á kvikmyndun, vídeólist og hljóðblöndun. Frá Hollandi hélt Sigrún til Kanada þar sem hún starfaði sem myndlistarmaður og kenndi líka í fimm ár við hönnunardeild Québeck-háskólann í Montreal. Hún innritaðist árið 1999 í fjölmiðlafræðideild sama háskóla og útskrifaðist þaðan árið 2005 með meistaragráðu í margmiðlun með áherslu á gagnvirkar innsetningar. Eftir tæplega tuttugu og fimm ára fjarveru við nám og störf erlendis snéri Sigrún aftur til Íslands. Á starfsferli sínum hefur Sigrún einkum fengist við málverk, ýmsar tilraunir í vídeó- og raftæknilist og undanfarin ár þróað gagnvirkni innan þess miðlis í samvinnu við verkfræðinginn Joseph T. Foley  og unnið málverkagjörninga í samvinnu við tónlistarfólk.

Sigrún var meðlimur í Time Based Arts-galleríinu í Hollandi 1984-88 og sat í útgáfunefnd þess. Hún var líka þátttakandi í listamannareknu galleríi í Kanada, Galerie La Centrale í Montreal, á árunum 1990-95. Hún var einn stofnenda LornaLab í Reykjavík, sem var sameiginlegur samstarfs- og umræðugrundvöllur listafólks og vísindamanna um tækni og nýsköpun og hún skipulagði vinnustofur, smiðjur og fyrirlestra á þeirra vegum á árunum 2010-13. Hún tók líka þátt í að skipuleggja raflistahátíðina Raflost og vinnustofur um raflist í Reykjavik á árunum 2009-12. 

Sigrún hefur tekið þátt í sýningum, bæði einka- og samsýningum, víða um heim og verk eftir hana eru í eigu bæði einka og opinberra safna, svo sem Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Lima í Hollandi, Ordigraphe í Montreal Kanada og einkasafns Antonio og Janina Manchini í Toronto Kanada. Þá eru nokkur vídeóverka hennar í dreifingu á sýningar safna og vídéóhátíða.

www.sigrunhardar.is

Curator's Talk in English
Erin Honeycutt

10. júní kl. 15:00

Erin Honeycutt Sunday, June 10th at 3 pm Erin Honeycutt, one of two curators of the exhibition HVER/GERÐI – Sigrún Harðardóttir, will talk to guests while going through the exhibition and discuss the artworks on display. The talk will be in English.

As the name of the exhibition indicates, the subject is geysers and flora, but the name in Icelandic also has a double meaning that is hard to translate and therefore it is not translated into English. The exhibition combines elements of interactivity and sensory technology allowing the viewer to initiate and experience a plethora of possibilities in combining action with effect of colour, movements and sounds. Interspersed with these interactive environments and sculptural installations are also paintings, allowing the visitor to experience the shifting aesthetic effect that occurs in the transition between traditional and technical images.

Erin is born and raised in USA but has resided in Iceland for many years. She studied art history at the University of Iceland and specialized in video and new media. She is a freelance curator and writer, and has written articles for museums, galleries, and magazines in Iceland and abroad with the subject mainly on Icelandic art. Erin has also done research at the Vasulka Chamber of the National Gallery of Iceland and has taught the course A Survey of Video and Experimental Film at the University of Iceland. She was the curator of a selection of Icelandic video art that was exhibited at the Addis Video Art Festival in Ethiopia in January 2018 and was a co-curator of the Video Art Program that was opened at Keflavik International Airport in December 2017, which also included a work by Sigrún Harðardóttir.

samtal milli striga og kontrabassa

Samtal milli kontrabassa og striga - gjörningur

23. júní kl. 15:00

Gjörningur sem ber heitið Samtal milli kontrabassa og striga verður fluttur í tvígang meðan á sýningunni stendur. Þá málar Sigrún með sérútbúnum trommukjuðum á striga, sem lagður er ofan á sérsmíðaðan hljómbotn í samverkandi gjörningi með tónlistarmanni sem spilar á kontrabassa.

Fyrri gjörningurinn fer fram við opnun sýningarinnar og þá er það tónlistarmaður Leifur Gunnarsson sem leikur á kontrabassann, en síðari gjörningurinn fer fram 23. júní og þá er það Alexandra Kjeld sem leikur á kontrabassann. Málverkin ásamt upptöku af gjörningunum verða síðan hluti sýningarinnar.

Undirstaða og uppspretta
– sýn á safneign

Upphaf Listasafns Árnesinga er rakið til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona á 42 málverkum til Árnesinga sem unnin voru af helstu myndlistarmönnum þess tíma. Gjöfin var afhent 19. október 1963 og var komið fyrir á Selfossi. Þetta var jafnframt fyrsta listasafnið utan Reykjavíkur sem opið var almenningi. Bjarnveig hélt áfram að gefa listaverk í safnið og nokkrum árum síðar bættist önnur stór gjöf við þegar Halldór Einarsson tréskurðarmeistari gaf æviverk sitt og peningagjöf sem var hvati þess að hús yfir þessar tvær stóru gjafir var reist og var það vígt á Selfossi 1974. Smám saman hefur síðan bæst við safneignina og þrjátíu og átta árum eftir að safnið var fyrst aðgengilegt almenningi var sú ákvörðun tekin að flytja Listasafn Árnesinga í Hveragerði í enn stærra hús sem væntingar voru bundnar við að gæti verið sú umgjörð er gæfi safninu fleiri tækifæri til eflingar m.a. með fjölbreyttu sýningarhaldi og menningardagskrá.

Í safneign Listasafns Árnesinga eru varðveitt um það bil 550 listaverk. Með sýningunni Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign er sjónum einkum beint að þeim verkum sem nýlega hafa bæst í safneignina en einnig að nokkrum öðrum verkum sem flest hafa ekki verið sýnd áður í safninu. Heiti sýningarinnar vísar í það að undirstaða safnastarfs er safneignin og hún er varðveitt til þess að vera öðrum uppspretta til frekari sköpunar bæði nú og í framtíðinni. Á sýningunni eru verk eftir sjö ólíka listamenn sem fæddir eru á árunum 1874-1951. Flest verkin á sýningunni koma úr nýlegri gjöf til safnsins frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar.

Þessir listamenn eru höfundar verkanna á sýningunni:

  • Einar Jónsson (1874-1954),
  • Ásgrímur Jónsson (1876-1958),
  • Kristinn Pétursson (1896-1981),
  • Jóhann Briem (1907-1991),
  • Valtýr Pétursson (1919-1988),
  • Guðmundur Benediktsson (1920-2000)
  • Ólafur Lárusson (1951-2014)

Á sýningunni liggja einnig frammi bækur sem ritaðar hafa verið um myndlist þessara listamanna og gestir sýninganna eru líka hvattir til þess að láta verkin verða hvata eigin sköpunar með pappír og litum sem þeim stendur til boða.

Þjórsá

Um nokkurn tíma hefur Borghildur Óskarsdóttir rannsakað ýmislegt sem tengist fjölskyldusögu hennar og skilað niðurstöðunum í formi margbreytilegra listaverka sem oft má skilgreina sem umhverfislist. „Í verkinu Þjórsá skrifar Borghildur nýjan kafla í heildarverk sitt og setur rannsóknina á fjölskyldusögunni í fyrirbærafræðilegt samhengi. Áherslan er ekki lengur á ættfræðina og frásagnir fólksins af baráttunni við sandinn, heldur á beina náttúrutengingu vitundarinnar við umhverfið. Í verkinu beinir hún athygli áhorfandans að Þjórsá, lengsta fljóti á Íslandi sem á upptök sín á norðanverðum Sprengisandi og rennur til sjávar í suðri. . . . Í verkinu miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins sem hafa sterkt fagurfræðilegt aðdráttarafl.“ Segir m.a. í grein eftir Æsu Sigurjónsdóttur sem birtist í sýningarskrá sem safnið gefur út um sýninguna. Þjórsá Borghildar í Listasafni Árnesinga er innsetning sem felur í sér vinsamlega hvatningu til þess að læra að þekkja og virða söguna og landið. Við það vakna líka pólitískar spurningar um samband manns og náttúru og með því að setja sýninguna Þjórsá upp samhliða sýningu á verkum úr safneign Listasafns Árnesinga verða spurningar um mat á verðmætum og gildi varðveislu enn áleitnari. Hvað felst í þeirri siðferðislegu og samfélagslegu ábyrgð að skila verðmætum til komandi kynslóða og hver eru þau verðmæti?

Borghildur Óskarsdóttir

Borghildur fæddist í Reykjavík árið 1942. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-60 og Listaháskólann í Edinborg, Skotlandi 1961-63. Árið 1973 lauk hún einnig prófi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún kenndi myndlist í 3 ár við Hvassaleitisskóla og 10 ár við Myndlistaskólann í Reykjavík samhliða eigin listsköpun en hún hefur lengstum unnið sem sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Borghildur hefur einkum fengist við þrívíð verk og í upphafi vann hún einkum með leir en efniviður hennar hefur verið af ýmsum toga sem hæfir viðfangsefninu hverju sinni. Síðustu verk hennar tengjast rannsóknum á eigin fjölskyldusögu. Á löngum ferli hefur hún sýnt víða innanland og erlendis ssvo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Póllandi og á Norðurlöndunum. Verk eftir Borghildi er að finna bæði í einkasöfnum og safneignum opinberra stofnanna og safna.

Borghildur er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir þessi félög.

www.borghildur.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn