Frett a Visi 19okt1963 1000

55 ÁRA AFMÆLI

Föstudaginn 19. október eru 55 ár liðin frá því að Bjarnveig Bjarnadóttir og synir færðu Árnesingum stóra gjöf, 41 málverk eftir 17 listamenn, sem allir voru meðal helstu listamanna landsins á þessum tíma. Þessi gjöf lagði grunninn að Listasafni Árnesinga ásamt gjöf Halldórs Einarssonar á eigin verkum nokkrum árum síðar. Gjöf Bjarnveigar var til að byrja með komið fyrir í eldra safnahúsinu að Tryggvagötu 23 á Selfossi og var þar með fyrsta listasafn sem opið var almenningi utan höfuðborgarinnar. Bjarnveig hélt áfram að gefa listaverk til safnins allt til ársins 1986, alls 75 verk bæði málverk og skúlptúra.

Við þessi tímamót, 55 ára afmæli safnins, býður Listasafn Árnesinga öllum gestum 19. október upp á kaffi og konfekt.

Vetrarfrí fjölskyldunnar

Skemmtileg fjölskyldustund án kostnaðar í vetrarfríi skólanna

Vetrarfrísdaga skólanna 18. – 21. október býður Listasafn Árnesinga börnum og fjölskyldum þeirra að heimsækja safnið og taka þátt í ýmsu sem þar er á dagskrá.

Boðið er upp á fjársjóðs spurningarleik í tengslum við sýningar safnsins sem eru Halldór Einarsson í ljósi samtímans, fjölbreytt sýning verka eftir fimm myndlistarmenn og leirmunasýningin Frá mótun til muna með margvíslegum verkum níu leirlistamanna. 

Leikurinn er með þeim hætti að börn og fullorðnir ganga saman um sýningarrýmið og leita að svörum við laufléttum spurningum fjársjóðs-ratleiksins. Svörunum er síðan komið fyrir í fjársjóðskistu sem í lok dags 21. október verður opnuð, einn heppinn þátttakandi dreginn út og fær sá fjársjóðspakka að launum, en allir þátttakendur fá einnig glaðning.

Í barna- og fjölskyldukróknum verður líka sjálfbær smiðja þar sem leiðbeiningar liggja frammi hvernig búa á til popp-upp fjársjóðskort og allt efni sem þarf er þar til staðar þátttakendum að kostaðarlausu. Þar er einnig leir til að móta eitt og annað skemmtilegt, teikniblöð og ýmis teikniáhöld. 

Það er því hægt að skapa skemmtilega samverustund með börnunum við leik og listir í Listasafni Árnesinga í vetrarfríinu. Aðgangur að safninu og þeim fjársjóðum sem þar eru að finna er ókeypis sem og þátttaka í fjársjóðs spurningaleiknum og sköpuninni í barna- og fjölskyldukróknum. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir fjölskyldusmiðjurnar sem safnið býður upp á. Verið velkomin að eiga góða stund saman í safninu.

Listamannsspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni og leiðsögn með Ingu Jónsdóttur

BirgirSnaebjornBirgisson 500Sunnudaginn 21. október kl. 15:00 mun listamaðurinn Birgir Snæjörn Birgisson spjalla við gesti um verk sitt Von sem samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Von kallast á við verk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944 sem hann skar í tré. Þessi tvö verk og mörg fleiri má sjá á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans sem nú stendur í Listasafni Árnesinga. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna, segja frá og svara spurningum gesta.

Í verkum Birgis er að finna samfélagslega og pólitíska skírskotun og hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði. Í verkinu Von er hann sjálfum sér trúr þegar hann málar alla alþingismennina ljóshærða og bláeygða, en það er hvers og eins að túlka hvað það þýðir. Á sunnudaginn gefst tækifæri til þess að ræða við Birgi, spyrja og ræða ólíkar túlkanir auk þess að fara í eins konar ratleik við það að greina þekkjanleg andlit í hópnum. Verkið er í eigu Listasafns Íslands.

Listaverkið Von er í eigu Listasafns Íslands.

Frá mótun til muna - Sýning í Listasafni Árnesinga

Leiðsögn sunnudag, 14. okt. kl. 15:00 um sýninguna Frá mótun til muna.

Leirlistakonurnar Guðbjörg Björnsdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferðum og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október kl. 15:00.

Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litabrigði?

Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna, er kjarni sýningarinnar. Myndin var tekin upp haustið 2017 af vinnusmiðju sem þrjár leirlistakonur sem starfa í Hveragerði og Ölfusi efndu og buðu sex leirlistakonum annars staðar af landinu að taka þátt. Þær fengu sænskan leirlistamann, Anders Fredholm, til þess að leiðbeina þeim að byggja Rakú-ofn sem er viðarkynntur og vinna líka með aðrar gamlar leribrennsluaðferðir.

Á sýningunni má sjá prufur sem þær unnu í áðurnefndri vinnusmiðju, en flest verkin eru unnin síðar og eru brennd með þeim aðferðum sem vinnusmiðjan snérist um.

Að brenna leir með lifandi eldi er mikil áskorun sem þær Guðbjörg og Þórdís segja betur frá á sunnudag. Þá gefst líka kærkomið tækifæri til þess að spyrja um allt það sem upp kemur í hugann við skoðun verkanna.

Frá mótun til muna - Sýning í Listasafni Árnesinga

Leiðsögn sunnudag, 14. okt. kl. 15:00 um sýninguna Frá mótun til muna.

Leirlistakonurnar Guðbjörg Björnsdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferðum og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október kl. 15:00.

Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litabrigði?

Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna, er kjarni sýningarinnar. Myndin var tekin upp haustið 2017 af vinnusmiðju sem þrjár leirlistakonur sem starfa í Hveragerði og Ölfusi efndu og buðu sex leirlistakonum annars staðar af landinu að taka þátt. Þær fengu sænskan leirlistamann, Anders Fredholm, til þess að leiðbeina þeim að byggja Rakú-ofn sem er viðarkynntur og vinna líka með aðrar gamlar leribrennsluaðferðir.

Á sýningunni má sjá prufur sem þær unnu í áðurnefndri vinnusmiðju, en flest verkin eru unnin síðar og eru brennd með þeim aðferðum sem vinnusmiðjan snérist um.

Að brenna leir með lifandi eldi er mikil áskorun sem þær Guðbjörg og Þórdís segja betur frá á sunnudag. Þá gefst líka kærkomið tækifæri til þess að spyrja um allt það sem upp kemur í hugann við skoðun verkanna.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn