Listamenn

Guðjón Ketilsson (1956)

Guðjón útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og fór þá í framhaldsnám við Nova Scotia College of Art and Design í Kanada þaðan sem hann lauk námi 1980. Guðjón hefur fyrst og fremst unnið sem skúlptúristi en fengist líka við það að myndlýsa bækur. Hann hefur sýnt mjög víða bæði austan hafs og vestan en einnig í Ástralíu. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína svo sem Menningarverðlaun DV árið 2000. Hann á víða verk í opinberri eigu hérlendis og erlendis og er höfundur verksins Hvernig gengur ... ? frá árinu 2004 á Seyðisfirði. Það er minnisvarði um komu sæsímastrengsins þangað fyrir 100 árum sem kom Íslandi í beint samband við umheiminn. Nýlega var gefin út vegleg bók um hann að tilhlutan Listasjóðs Dungals.

www.this.is/gudjonketilsson

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn