Listamenn

Ólöf Nordal (1961)

Ólöf lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og meistaragráðu í myndlist frá Cranbrook-listaakademíunni í Bloomfield Hills og frá skúlptúrdeild Yale-háskólans í New Haven í Bandaríkjunum 1993. Hún stundaði einnig nám við Gerrit Rietvelt-akademíuna í Amsterdam. Frá námslokum hefur Ólöf verið mjög virk í sinni listsköpun og á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga austan hafs og vestan. Hún hefur hlotið ýmsar viðurklenningar svo sem úr Listasjóði Dungals, Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur og Höggmyndasjóði Richard Serra. Ólöf er höfundur ýmissa útilistaverka og minnisvarða á opinberum vettvangi og má þar nefna Geirfuglinn í Skerjafirði, Bríetarbrekka, sem er minnisvarði um Bríeti Bjarnadóttur og innandyra verk eins og Vitid ér enn – eda hvat? í Alþingishúsinu og altarisverk Ísafjarðarkirkju, Fuglar himinsins.

www.olofnordal.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn