Listamenn

Nánar um IKEBANA:

Að setja saman lifandi blóm er íslensk þýðing á japanska orðinu ikebana. Kado er annað japanskt orð fyrir ikebana og þýðir vegur blómsins. Merking orðsins hefur víkkað út með árunum og nær yfir allar stíltegundir japanskrar blómalistar og jafnvel stundum skreytinga án lifandi blóma.

Ikebana var fyrst kynnt í Japan á 6. öld af kínverskum Búdda trúboðum sem höfðu tekið upp þann sið að fórna blómum fyrir Búdda. Fyrsti ikebana skólinn í Japan, Ikenobō, var stofnaður í upphafi 7. aldar. Þar var lögð áhersla á samhljóm milli lína og einfaldrar uppbyggingar forms ásamt virðingu fyrir náttúru og fegurð blóma. Ikebana er greint í nokkra meginskóla eða stefnur eftir sögulegum tímabilum og mismunandi kenningum um listræna uppbyggingu. Helstu skólar, auk Ikenobō, eru Ko (Koryū), Ohara og Sogetsū. Þá eru einnig til einstakir stílar svo sem rikka, shōka, nageire, moribana og zen'ei ikebana.

Ikebana fjallar ekki aðeins um að setja blóm í vasa heldur jafnframt um þörf mannsins að skapa og miðla kærleika og fegurð. Áður en blómin eru sett í vasa eða ílát þarf að velja blóm eða hluta af blómum og jurtum með tilliti til ílátsins, jafnvel árstíðarinnar og heildarframsetningar skreytingarinnar. Hver uppsetning verður einstök, útkoman síbreytileg frá degi til dags og fer eftir þroska blómanna og hvernig þau „eldast“ saman. Helsti munur á japanskri og vestrænni blómaskreytingu er að í japanskri blómaskreytingu er áhersla lögð á eðli og náttúru blómsins og að ílátið og skreytingin myndi eina heild – eitt síbreytilegt lifandi listaverk.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn