Listamenn

KRISTÍN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR

(íslensk, f. 1977)
http://kirakira.is

Kristín Björk, eða Kira Kira, er tónskáld og myndlistarkona. Hún er ein af driffjöðrum tilraunaeldhússins sem var vettvangur fyrir tilraunir í tónlist og útgáfu er lagði áherslu á samstarf og samruna listmiðla.  Kira Kira spratt upp úr þessari hreyfingu og hefur anda hennar enn að leiðarljósi; blíðan, svartan húmor og ljóðrænan gáska þar sem sambandið milli framsækinnar hljóðlistar við aðra listmiðla er í brennidepli.  Hún semur tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir, dansverk og myndlist auk þess að flytja verk sín á alþjóðlegum vettvangi.  Frumraun hennar sem handritshöfundar og leikstjóra, kvikmyndin Amma Lo-Fi, er nýkomin út og fer nú á milli kvikmyndahátíða víða um heim.

OUT OF PLACE / ÚR STAÐ - EDEN, 2012

Kristín Björk fagnar ótroðnum slóðum.  Hún finnur staði í umhverfinu sem eru yfirgefnir, vanræktir eða á einhvern hátt særðir og blæs í þá lífi. Ljósgeislum, bjarma kvikmynda eða hljóðum er leyft að þjóta um annars gleymd, þögul rými, þyrla upp rykinu og sleikja sárin. Fyrir HORIZONIC velur Kristín staði utan sýningarinnar og myndar tengsl milli þátíðar og nútíðar, sýningarinnar og umhverfisins.  Verkið er óformlegt framhald á hljóðverkaseríu hennar fyrir turna, sem hún hefur unnið með frá því árið 2002.  Fyrir Listasafn Árnessýslu hefur Kristín Björk unnið hljóðverk til minningar um fuglana tvo sem brunnu inni þegar Eden varð eldi að bráð. Það ómar um rústir Edens, þessa fyrrum áfangastaðar ísbíltúra fjölskyldunnar á sunnudögum.

(Iceland, b. 1977)

Kristín Björk, alias Kira Kira, is a composer and an audio/visual artist. She is a founding member of Kitchen motors, a label and a collective based on musical experiments, creative collaboration and the merging of art forms. Kira Kira sprang from this collective and to this day works with their ethos at heart—a spirit of playfulness, exploring the relationship between experimental music and visual arts. She composes music for theatre, film, dance creations and art installations as well as performing music internationally.  Debuting as director and screenwriter, Kristin’s first feature film Grandma Lo-fi – The Basement Tapes of Sigridur Nielsdottir is just out and touring film festivals around the world.

OUT OF PLACE, 2012

Kristin Björk enjoys going off the beaten track, breathing life into abandoned or derelict spaces. Beams of light, warm film flickers or sounds are sent surging through silent places of dusty abandon. For HORIZONIC she intervenes in places outside of the exhibition, creating a link between past and present, the exhibition and its environment.  This continues the artist’s series of sonic pieces in towers that she has been developing since 2002. For LÁ Art museum she has created a sound piece in memory of two birds that burnt inside an old restaurant called Eden.  The sounds soar through the rubble of Eden, in the remains of a place that once was a go-to for Sunday ice cream rides with the family.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn