Listamenn

CATRIN ANDERSSON

(sænsk, f. 1974)
www.catrinandersson.nu

Miðlar catrinar andersson eru hljóð, vídeó, ljósmyndir, innsetningar og teikningar. hún vinnur oft með vísindamönnum því í hljóðverkum hennar koma fram náttúruleg fyrirbrigði, t.d. ísjakabrestir, sem mannseyrað nemur ekki.

ÞARNA ÚTI
(Í ÞESSUM HEIMI), 2010

Innblásturinn að þessari ljósmynda- og hljóðinnsetningu kom frá vísindalegu hljóðsjársetri og geimrannsóknarmiðstöð á Svalbarða en þar var catrin við hljóðritun árið 2008. Þrátt fyrir að þögnin virtist grúfa yfir öllu myndaði hin sterka rafsegulgeislun frá stöðinni taktfasta ókyrrð sem catrin hljóðritaði. Í myndum hennar er ísinn eins og marglaga skorpa sem hylur jarðveginn og leiðir í ljós loftbólur og svart karbónít frosið á milli laga. Listamaðurinn líkir þessu við „að ganga á þunnu gleri með himingeiminn undir fótum þér.”

HANDAN SJÓNDEILDARHRINGSINS
(ÁSTAND), 2010

Þessar ljósmyndir kanna áhrif myrkurs (líkt og íbúar Svalbarða upplifa fjóra mánuði ársins), lokaðra rýma og manngerðra híbýla í útgeimi eða neðansjávar. Andlitin sýna hvernig heimskautanóttin gæti bendlast í sumum tilfellum við Solipsism heilkennið. Lýsandi fyrir það heilkenni er aðskilnaður frá raunveruleikanum – einstaklingurinn kemst í hugarástand þar sem veruleikinn kemur að innan og minningar um hinn skynjaða alheim verða óraunverulegar eða draumkenndar.

(Sweden, b. 1974)


Catrin andersson is an artist who uses sound, video, photographs, installations and drawings as media. She often collaborates with scientists since her soundworks capture natural phenomena, such as an iceberg breaking, which normally cannot be perceived by the human ear.

OUT THERE
(IN THIS WORLD), 2010

This photo and sound installation is inspired by a scientific radar facility and space research centre on the island of Svalbard, Northern Norway, where the artist made audio recordings in 2008. Although silence seemed to permeate everything, the strong electromagnetic radiation emitting from the facility created the pulsating disturbances that she recorded. in her images, the ice is like a crust covering the ground in several layers, revealing air bubbles and black carbon frozen in the thickness. The artist compares it to "walking on a thin glass surface with outer space under your feet."

BEYOND THE HORIZON
(STATE), 2010

These photographs investigate the influence of total darkness (such as experienced during four months on Svalbard), enclosed spaces and artificial habitats in deep space or under water. Her faces show how the polar night may be implicated, in some cases, in the Solipsism syndrome. This psychiatric condition is characterised by a detachment from reality— a state of mind in which a person begins to feel that all reality is internal, and reminiscences of the perceived universe are unreal or only exist in a dream state.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn