Listamenn

HALLDÓR ÚLFARSSON

(íslenskur, f. 1977)
www.halldorulfarsson.info.

Dórófónar eru raf-akústísk strengjahljóðfæri þróuð af listamanninum Halldóri Úlfarssyni. Hljómur dórófóna næst með því að enduróma strengjunum á stýrðan máta. Dórófónar hafa hægt og bítandi verið lagaðir að öllum helstu eiginleikum sellós.

TÓNSMÍÐ FYRIR DÓRÓFÓN #5, 2009

Í þessu myndbandi flytur tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir tónsmíð sína fyrir Dórófón #5 á tveimur gjörólíkum stöðum, Friðriksborgarkastala í Hilleröd og Fabrikken for kunst og design í Kaupmannahöfn. Verkið var framleitt með hjálp FAIR styrktarverkefnisins á vegum Fabrikken.

MÍM FYRIR ÓMENNSKA

EINSTAKLING: STÚDÍA, 2012

Í þessari stúdíu, pantaðri af HORIZONIC, kannar halldór möguleikann á samtali milli dýrategunda. Vegna hinna einstöku einkenna söngs hnúfubaka eru þeir tilvalin dýrategund til að taka mannlegt mím (menningarlega hugmynd) inn í sönghefð sína. Dórófónn er notaður sem miðill fyrir þessi skilaboð því hann hljómar stundum eins og hvalir. Halldór fór á sjó veturinn 2012 með samstarfsaðilum frá ýmsum stöðum á íslandi til að kanna hvort mögulegt væri að gera þetta að veruleika. Áframhaldandi vinna er í gangi við verkefnið.

(Iceland, b. 1977)

Halldorophones are electro-acoustic string instruments being developed by visual artist Halldór Úlfarsson. The sound of halldorophones is achieved with a controlled use of feedback on the strings. Halldorophones have gradually been adapted to all the major characteristics of a cello.

COMPOSITION FOR

HALLDOROPHONE #5, 2009

Video featuring Icelandic composer/cellist Hildur Guðnadóttir performing a commissioned composition for Halldorophone #5in two distinct locations: Frederiksborg castle in Hilleröd and the Factory of Art and Design in Copenhagen. The work was produced with the support of the FAIR residency program.

MEME FOR NON-HUMAN

PERSONS. STUDY, 2012

In this study commissioned by HORIZONIC, Halldór Úlfarsson investigates the possibility of inter-species communication. Due to the unique character of humpback-whale song-culture they make ideal candidates to be offered a human meme (cultural-idea) into their vocal tradition. Halldorophone is used as medium for this message because, sometimes, the instrument sounds a little like whales. In winter 2012 Halldór made excursions to sea with collaborators in different parts of Iceland, investigating the practical possibilities of achieving this. The project is an on-going work.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn