Listamenn

JESSIE KLEEMANN

(grænlensk, f. 1959)

IBEN MONDRUP

(dönsk/grænlensk, f. 1969)
http://ibenmondrup.dk

Jessie Kleemann er gjörningalistamaður, skáldkona og listmálari. Hún hefur komið fram jafnt á alþjóðlegum vettvangi sem í afskekktustu þorpum á Grænlandi og er reglubundinn gesta-úlfur í alþjóðlega gjörningalistamannahópnum The Wolf in the Winter (vetrar-úlfurinn). Iben Mondrup er rithöfundur, sýningarstjóri og listamaður, uppalin á Grænlandi. Á meðal verka hennar er bókin De usynlige grønlændere (ósýnilegu grænlendingarnir) (2003) sem fjallar um tungumál, menningu og sjálfsvitund dönskumælandi grænlendinga. Hún hefur bæði stýrt og tekið þátt í fjölmörgum sýningum á grænlenskri list. Listakonurnar eru báðar brautryðjendur í notkun hljóðs og gjörninga í grænlenskri sjónlist.

SASSUMA ARNAA / MÓÐIR HAFSINS, VÍDEÓ, 2012

Í þessum gjörningi nota Jessie Kleemann og Iben Mondrup endurvarp hljóðs og líkama til að mynda það sem þær vilja nefna „menningarlegt DNA”. Kjarni allra menningarsamfélaga – inúítískra, evrópskra, asískra og annarra – eru síendurteknir munnlegir og líkamlegir gjörningar byggðir á helgisiðum og goðsögnum. Hrynjandi og endurtekning virðast vera algild en framkvæmd á mismunandi hátt, háð tíma og rúmi. Mondrup og Kleemann fara með áhorfendur sína að kjarna menningarheims sem hefur enga sértæka staðsetningu.


(Greenland, b. 1959)


(Denmark/Greenland, b. 1969)


Jessie Kleemann is a performance artist, poet and painter. She has performed internationally as well as in the most remote villages in Greenland, and is a regular guest-wolf of the international performance artists-group the Wolf in the Winter. Iben mondrup is a writer, curator and artist raised in Greenland. Among her writings is De usynlige grønlændere [the invisible greenlanders] (2003), a book about language, culture, and identity among mainly Danish-speaking Greenlanders. She has both curated and participated in several exhibitions of art from Greenland. Both artists are pioneers in using sound and performance in Greenlandic live visual art.

SASSUMA ARNAA / MOTHER OF THE SEA, 2012

In this performance, Jessie Kleemann and iben mondrup use sound and body feedback to form what they call "the cultural DNA". The core of all cultures—Inuit, European, Asian or any other—is the manifestation of repetitive oral and physical performances based on ritualized mythology. rhythm and repetition seem to be universal, though carried out differently depending on the time period and space. Mondrup and Kleemann take their audience to the core of a culture without a specific location.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn