Listamenn

ELIN ØYEN VISTER

(norsk, f. 1976)
http://childofklang.com

Child of Klang heitir réttu nafni Elin Øyen Vister og er hljóðlistamaður, tónskáld og plötusnúður. Hún hefur búið á eyju við norðurströnd Noregs frá árinu 2009 og unnið að hljóðupptökum utandyra, hljóðinnsetningum, tónsmíðum og spuna. Aðalverkefni hennar í augnablikinu, Soundscape Røst, fjallar um sjófugla í útrýmingarhættu við Lofoten.  Hún lítur á hljóð sem skúlptúrískt form í verkum sínum og kannar sambandið á milli hljóðumhverfis og lifandi vera (manna, dýra og náttúru).

LEIKIÐ Á RITU, GAGNVIRK HLJÓÐINNSETNING, 2012

Ritan er smávaxinn og fágaður mávur og er á lista norðmanna yfir fuglastofna í útrýmingarhættu. Söngur hennar er fallegur, furðulegur, ákafur og mjög músíkalskur. Elin hefur unnið níu af hljóðum ritunnar og með því að hreyfa hendur sínar og líkama fyrir framan stafina geta gestir „spilað“ hljóðin hennar og skapað sína eigin tónlist. Hljóðin sem myndast eru í staccato stíl og minna á hvernig nútíma danstónlist notast við unnin hljóð með endurtekningum og myndar þannig skrykkjóttan takt.


(Norway, b. 1976)

Child of Klang, aka Elin Øyen Vister, is a sound artist, composer and dj. Since 2009, she has been living on an island off the coast of Northern Norway, working on field recordings, sound installations, compositions and live improvisation. Her main current project, Soundscape Røst, deals with the endangered pelagic seabird population on the Røst archipelago (Lofoten). Through her works she looks upon sound as a sculptural element and studies the relationship between sound environments and living organisms (humans, animals and nature).

PLAY THE KITTIWAKE, 2012

The kittiwake is a small and elegant gull species placed on the Norwegian red list as its population is dramatically decreasing. Its vocalisation is beautiful, strange, intense and most of all very musical. The artist has edited 9 of its sounds. By moving hands and body in front of the letters, visitors can ”play” on the kittiwake sounds and create their own music. The sound created is quite staccato and reminiscent of the way contemporary dance music treats sampled sounds by repeating phrases and thus creating stabbing rhythms.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn