Listamenn

Tíminn í landslaginu

Tíminn í landslaginu

Ný kynslóð horfir á hið liðna öðrum augum en samtíðamenn. En til þess að skoða tengsl og rof millli kynslóða þótti forvitnilegt að skoða í samhengi við verk Ásgríms Jónssonar (1876-1958) verk Arngunnar Ýrar (1962). Á sýningunni eru því til sýnis verk tveggja listamanna af sitthvoru kyni, tveggja kynslóða, einstaklinga sem annars vegar námu í Evrópu en hins vegar í Bandaríkjunum.

Ásgrímur var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr, sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

Þessi sýning er önnur í röð þriggja sem tileinkaðar eru þeim tímamótum að fimmtíu ár eru síðan Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar gáfu Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunninn að stofnun Listasafns Árnesinga. Alls gáfu þau sjötíu og þrjú verk á nokkra ára tímabili og þar af eru nítján eftir Ásgrím Jónsson, en hann var fæddur og uppalinn í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóanum og var náskyldur gefendunum.

Bjarnveig Bjarnadóttir var fyrsti forstöðumaður Ásgrímssafns sem er til húsa að Bergstaðastræti 74 í húsi sem Ásgrímur, við fráfall sitt, hafði ánafnað íslensku þjóðinni ásamt öllum listaverkum sinum í eigin eigu. Safn Ásgríms Jónssonar er nú deild innan Listasafns Íslands og naut Listasafn Árnesinga góðs af samstarfi við þessar stofnanir við undirbúning sýningarinnar. Öll verkin eftir Ásgrím koma úr safneign þessarra þriggja safna en verk Arngunnar koma víða að.

Jón Proppé með leiðsögn 18. ágúst kl. 16

Sunnudaginn 18. ágúst kl. 16 mun Jón Proppé, sem er sýningarstjóri sýningarinnar TÍMINN Í LANDSLAGINU; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr, ganga um sýninguna með gestum, segja frá henni og svara spurningum sem vakna. Ásgrímur Jónsson (1876–1958) var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr (1962) sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

Til sjávar og sveita

Til sjávar og sveita

Þessi sýning er fyrst í röð þriggja sýninga samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga, Listasafns Íslands og Listasafns Hornafjarðar Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist og gefa gestum, gjarnan skólahópum, kost á leik og fræðslu með verkefnum til þess að glíma við og hafa gaman af. Á sýningunni Til sjávar og sveita eru tekin fyrir verk Gunnlaugs Scheving. Hann tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem fram komu í lok fjórða áratugarins þegar efnahagskreppa og þjóðfélagsátök beindu listamönnum inn á nýjar brautir. Landslagið var ekki lengur aðalviðfangsefnið heldur nánasta umhverfi og daglegt líf þar sem hversdagslegir hlutir, maðurinn og vinnan urðu hin nýju viðmið. Verkin koma öll úr safneign Listasafns Íslands sem varðveitir mikið safn verka hans, þar á meðal mörg frumdrög að stærri verkum. Á sýningunni verða nokkur af risastórum verkum Gunnlaugs en einnig minni verk, frumdrög og skissur. Þannig gefst tækifæri til að kynnast myndhugsun listamannsins og vinnuferli þar sem hann skoðar m.a. hvernig menn bera sig að við vinnu hvort heldur sjómaðurinn eða listamaðurinn. Verkn á sýningunni sýna hvernig listamaðurinn þróar hugmyndir sínar frá raunsæjum lýsingum af vinnandi mönnum til sjós yfir í táknrænar myndir af samlífi manns og náttúru.

 

Krass-kúrs í strætislist

KRASS-KÚRS í strætislist

Á síðasta sýningardegi, sunnudaginn 2. júní kl. 16 mun Sara Riel fjalla almennt um sögu, þróun og stöðu graffit/strætislistar í heiminum. Hvernig varð þessi hreyfing til? Hverjir voru upphafsmenn? Hvaða áhrif hefur hún haft?

Strætislist - Sara

Um strætislist á almannafæri hefur Sara Riel m.a. sagt:

"Það áhugaverða við verk í opinberu rými er að maður er ekki í „myndlistar-stellingum", eins og svo oft gerist þegar maður fer á myndlistarsýningu í lokuðu rými þar sem skilningarvitin eru opin á gátt, heldur sjá allir - áhugasamir eður ei - verkin á leiðinni frá stað A til B. Annar mikilvægur þáttur er að vera stríðandi afl gegn sjónmengun auglýsinga sem hafa það eitt að tilgangi að selja vörumerki. Þessir myndlistarmenn eru ekki að selja neitt, þeir reyna einungis að gera borgarlandslagið manneskjulegra og áhugaverðara." Sara vakti fyrst eftirtekt sem listamaður vegna strætislistaverka sem finna má víða í Reykjavík og öðrum borgum heimsins en hefur löngu unnið sér sess sem áhugaverður myndlistarmaður og hefur unnið til fjölda viðurkenninga.

Opið hús í Seyðtúni, Bláskógum 6

Opið hús í Seyðtúni, Bláskógum 6:

Kristinn hófst handa við að byggja sér hús í fljótlega eftir að hann flutti til Hveragerðis 1940. Húsið nefndi hann Seyðtún og er byggt á jaðri hvrasæðisins í miðjum bænum eða að Bláskógum 6. Aðalkjarni hússins var rúmgóð vinnustofa þar sem Kristinn var djarfur í ýmsum myndlistartilraunum en húsið var jafnframt hans heimili. Frá því að Kristinn féll frá hafa tveir aðilar átt húsið sem nú er til sölu hjá fasteignasölunni Byr í Hveragerði. Þetta er sérstakt hús og eitt örfárra hér á landi sem teiknað er og byggt af myndlistarmanni.

Úr handriti Kristins, Töfratákn, sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni Íslands:

1-1-II

„1. Seyðtún

Húsbygging.

Nýir átthagar, samistaður, heimili.

            Í eðli sínu er maðurinn staðbundin vera. Það er stór áfangi á leið hvers manns til þroska að ráða yfir samastað sínum. Það eru ekki bara plönturnar sem skjóta rótum í umhverfi sínu.

            Það er svo á flestum sviðum, að aðstæður til vinnunnar er eitt af höfuð skilyrðum til góðrar vinnu. Því var það eitt af aðal atriðunum við ný vinnubrögð hjá mér að verða mér úti um góða vinnustofu, en á þeim tímum, sem eflaust ennþá, var það hvergi hægt á landi hér með öðrum hætti en að byggja hana eftir eigin þörfun. ...

            Þótt byggingarlist væri mér aðeins aukageta í námi mínu og því algert sjálfsnám, þá tel ég rett að geta helzu atriða við mótun og tilurð hússins Seyðtún. Það sem hér skipti máli er tvennt, hið listræna í mótun hússins og hið hentuga við gerð og fyrirkomulag þess fyrir þann, sem það á að nota.“

...

2-1-III

„Löngu síðar hef ég smíðað mér hús. Hefur það orðið hálfgerð eilífðarsmíði. Smíðað í mörgum áföngum og lotum. ... Í raun réttri má segja um hús mitt Seyðtún, að það hafi aldrei verið smíðað líkt og önnur hús, þetta eða hitt árið. Það hefur smávaxið sig til þess að verða hús meðal húsa, gildir það þó enn frekar að innan. Það hefur haft þann kost, að í rauninni hef ég búið í mörgum húsum hér í Seyðtúni. Umhverfi mitt hér hefur aldrei staðnað til lengdar frekar en myndlistarstörf mín hér. „Síungt gamalmenni í splunkunýju gömlu húsi“, sagði eitt sinn kunningi minn, er hann kom hér, eftir að ég hafði uppmublerað það með hljóðlátum höggmyndum.

            Það var því ekkert eðlilegra en hér færi ég að lokum að smíða höggmyndir, sem væru bæði mér og húsinu að skapi. Það er sagt, að með tíð og tíma verði ýmsar lífverur nokkurs konar partur af umhverfi sínu. Sennilega er ég og vinnustofa mín næstum orðin eitt í vissum skilningi. Ég get ekki hugsað mér að vinna að list annars staðar og oft finnst mér hálfkjánalegt, er ég bý í venjulegu herbergi. ”

...

            Lengi hafði það verið mér ljóst, að höggmynd, sem gerð er án neins ákveðins umhverfis, birtuskilyrða og skoðunaraðstöðu, er næsta óákveðið fyrirtæki, ofurselt happa- og glappakenndum aðstæðum. Þar eru allir hlutir aðeins almenns eðlis, bæði gerð myndarinnar og allt utanvið hana. Það

hafði því lengi gróið innra með mér löngun til að fá aðstöðu til að gera hluti fyrir ákveðna staði, birtu og skoðunaraðstöðu, viss sjónarhorn og fjarlægð skoðandans. Loks varð það til þess, að ég hófst handa að gera nokkrar höggmyndir fyrir ýmsar ákveðnar hillur og staði hér í húsinu Seyðtúni. Vitanlega hlutu öll form þeirra og lögun ásamt stærð og lit einvörðungu að ákveðast af öllum aðstæðum utan og innan myndarinnar ásamt aðstöðunni til að sjá hana og skoða, sem stundum getur verið nokkuð takmörkuð og því óhjákvæmilega haft sitt að segja um alla gerð myndarinnar.


Listamannaspjall 17. febrúar kl. 15

Hildigunnur Birgisdóttir og Unnar Örn munu ræða við gesti um verk sín á sýningunni TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar og hvernig þau verk tengjast öðrum verkum sem þau hafa fengist við. Einnig gefst tækifæri til þess að ræða um list Kristins, listamanns sem fæddur er undir lok 19. aldar og hvernig list hans er sett í samhengi við listamenn samtímans nú á 21. öld.

 

Listamannaspjall 17. febrúar kl. 15

Listamannaspjall 17. febrúar kl. 15

Hildigunnur Birgisdóttir (tengja við upplýsingarnar um hana) og Unnar Örn (tengja við upplýsingarnar um hann) munu ræða við gesti um verk sín á sýningunni TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar og hvernig þau verk tengjast öðrum verkum sem þau hafa fengist við. Einnig gefst tækifæri til þess að ræða um list Kristins, listamanns sem fæddur er undir lok 19. aldar og hvernig list hans er sett í samhengi við listamenn samtímans nú á 21. öld.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn