Listamenn

Um sýninguna TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar

Um sýninguna TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar

Á sýningunni er farin sú leið að beina sjónum sýningargesta að þeim verkum sem Kristinn Pétursson (1896-1981) vann að síðustu æviárin. Þau eru óvenjuleg og spennandi niðurstaða á viðamiklum og fjölbreyttum ferli, einkum í ljósi þess að listamaðurinn vann þau í einrúmi, án samtals við íslenska samferðarmenn sína og án þess að sýna þau opinberlega. Hann ferðaðist reglulega til að sjá helstu alþjóðlegu listviðburði samtímans með eigin augum og þar hefur hann vísast sótt innblástur. Framúrstefnuleg verk hans voru í anda þeirra listamanna sem voru að endurskoða eðli og hlutverk málverksins m.a. með því að hlutgera það ýmist sem lágmynd, skúlptúr eða innsetningu. Viðamestu verkaröð sína kallaði hann Tómið, núllið, ekki neitt og þar kölluðust einstök verk á við umhverfi sitt eða urðu hluti af því. Mikill hluti þessara verka voru sérstaklega gerð til þess að passa inn í húsið sem Kristinn smíðaði sjálfur, Seyðtún, auk fjölda sjálfstæðra þrívíðra verka sem gjarnan voru unnin úr fundnum afgangsefnum og ámáluðum spónaplötum.

Auk þess að velja til sýningar síðustu verk Kristins eru fjórir listamenn af yngri kynslóð fengnir til samstarfs; Hildigunni Birgisdóttir, Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar ÖrnÞau endurspegla forvitni sína um verk Kristins Péturssonar á ólíkan hátt í verkum sem sett eru fram sem eins konar athugasemdir við þungamiðju sýningarinnar.

Sýningin er samstarfsverkefni með Listasafni ASÍ, sem á stærsta safn verka Kristins.

Hægt er að panta sýningarskrár og fá sendar í póstkröfu.

Tómið forsíða af sýningarskrá

TÓMIÐ, gefin út í tilefni sýningarinnar með texta eftir Markús, myndum frá sýningunni og upplýsingum um listamennina. Einnig kaflinn Raunsönn form úr óútgefnu handriti Kristins, Töfratákn.

Sýningarskráin er 40 bls og 22,5 x 21 cm að stærð.

Verð kr. 2.500.- + póstsending.

Töfratákn

Rit sem gefin var út af Listasafni ASÍ og Hveragerðisbæ árið 1996. Nokkrar myndir af horfnum verkum Kristins og valdir kaflar úr óbirtu handriti Kristins Töfratákn. (ekki þeir sömu og í sýningarskránni TÓMIÐ).

Ritið er 38 bls. og 29,5 x 21 cm að stærð.

Verð kr. 1.500 + póstsending.

Sýningarstjóraspjall með Markúsi

Sýningarstjóraspjall með Markúsi

Markús og KristinnÍ spjalli sínu beinir Markús sjónum að þeim verkum sem Kristinn Pétursson (1896-1981) vann að síðustu æviárin. Vitnað er í skrif Kristins um myndlist og sjá má myndband um verk eftir hann sem ekki er lengur að finna. Markús segir einnig frá verkum fjögurra listamanna af yngri kynslóð sem hann fékk til samstarfs, en þeir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar Örn. Þau endurspegla forvitni sína um verk Kristins á ólíkan hátt. Gestum gefst tækifæri til þess að spyrja Markús og forvitnast frekar um Kristinn, verk hans og hinna listamannanna.

50 ára afmæli

50 ára afmæli

Dagskrá 19. október 2013

Vatnslitamynd af Bjarnveigu Bjarnadóttur eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1949.Vatnslitamynd af Bjarnveigu Bjarnadóttur eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1949.Þann 19. október 1963 gáfu frú Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunninn að Listasafni Árnesinga. Við það tækifæri mælti Bjarnveig meðal annars:

„Ég lít svo á að það sé mikils vert fyrir listmenningu þjóðarinnar að listasöfn séu staðsett sem víðast og vænti þess að íbúum hinna fögru sveita og þorpa austanfjalls verði það menningarauki að eignast þetta safn málverka sem er hið fyrsta staðsett utan Reykjavíkur. Og ekki síst vænti ég þess að skólar héraðsins kynni nemendum sínum verk þessara 17 listamanna.“

Og við annað tækifæri:

„Þessi málverk voru gefin af heilum hug og með þeirri ósk að gjöfin yrði til menningarauka fyrir sýsluna og lyftistöng fyrir uppvaxandi kynslóðir, en góð list, hvort sem hún heitir myndlist, tónlist eða um er að ræða aðrar listgreinar, veitir gleði og eykur þroska þeirra sem jkóta. Því er það mikils virði að unga fólkið eigi þess kost að kynnast góðri list og ættu skólar að hafa slíkt í huga.“

Efnt verður til afmælishátíðar helgina 19. – 20. október 2013 og verður dagskrá hennar kynnt nánar þegar nær dregur en hver sýningaropnun á þessu ári er liður í því að halda upp á þessi tímamót. Í anda Bjarnveigar verður fræðslu- og upplifunargildi þeirra sýninga sem opnaðar verða á árinu gefin sérstakur gaumur gestum safnsins til gagns og gamans.

Nautn og Notagildi

NAUTN OG NOTAGILDI

myndlist og hönnun á Íslandi

Efnt er til samræðu verka eftir á annað hundrað höfunda í þeim tilgangi að kanna snertifleti milli myndlistar og hönnunar á Íslandi. Sýningin spannar tímabilið frá öðrum áratug síðustu aldar til samtímans og felur því í sér yfirlit myndlistar- og hönnunarsögu þar sem víða liggja saman þræðir. Áherslur eru meðal annars fólgnar í sýningarumgjörð sem skírskotar til heimilisins. Heimilið er vettvangur þar sem mætast hlutir úr heimum myndlistar og hönnunar; hlutir er gefa tilverunni merkingu sem gjarnan er á óræðum mörkum nautnar og notagildis. Á sýningunni er sjónum beint að slíkum mörkum – en jafnframt að því landamæraleysi sem gjarnan einkennir samtímann – og skyggnst er eftir þeim sköpunarkrafti sem brýtur af sér höft og skilgreiningar.

Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Elísabet V. Ingvarsdóttir sem hafa skapað sér fjölbreyttrar reynslu innan myndlistar og hönnunar.

Höfundar verka

H O I Z O N I C

rými og víðáttur í hljóðlist

Farandsýningin Horizonic leggur áherslu á að kynna hljóðlistamenn frá útjaðri Norðurlanda þ.e. frá Lapplandi, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Þetta svæði einkennist af einangruðum landsvæðum, opnum víðáttum og strjálbyggi og mun sýningin leitast við að draga fram á hvaða hátt rými og tilfinning fyrir víðáttum birtist í verkum þeirra hljóðlistamanna sem svæðið byggja.

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Amund Sjølie Sveen, Åsa Stjerna Catrin Andersson, Dodda Maggý, Elin Øyen Vister, Goodiepal (Parl Kristian Bjørn Vester), Halldór Úlfarsson, Jessie Kleemann og Iben Mondrup og Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir)

Sýningarstjórar eru listfræðingarnir Ásdís Ólafsdóttir og Emeline Eudes og í sýningarnefnd sitja Carl Michaell von Hausswolff, hljóðlistamaður, Anne Hilde Neset, ritstjóri tímaritsins The Wire, Goran Vejvoda, hljóðlistamaður, Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga, Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fogo Island Arts Corporation, Ýrr Jónasdóttir forstöðumaður Ystads konstmuseum og Jérome Remy, listrænn stjórnandi Les Boréales listahátíðinnar.

Sýningin er skipulögð af ARTnord tímaritinu sem er helgað norrænni og eystsaltneskri list og er gefið út í París. Sérhefti tímaritsins mun verða gefið út í tengslum við verkefnið. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og mun hefjast í Listasafni Árnesinga 19. maí 2012. Þaðan mun hún fara til Ystads konstmusem í Svíþjóð og enda á Boreales hátíðinni í Caen í Frakklandi.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn