Listamenn

Listamannaspjall 17. febrúar kl. 15

Listamannaspjall 17. febrúar kl. 15

Hildigunnur Birgisdóttir (tengja við upplýsingarnar um hana) og Unnar Örn (tengja við upplýsingarnar um hann) munu ræða við gesti um verk sín á sýningunni TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar og hvernig þau verk tengjast öðrum verkum sem þau hafa fengist við. Einnig gefst tækifæri til þess að ræða um list Kristins, listamanns sem fæddur er undir lok 19. aldar og hvernig list hans er sett í samhengi við listamenn samtímans nú á 21. öld.

Listamannaspjall 24. feb

Listamannaspjall 24. febrúar kl. 15

Á síðasta sýningardegi sýningarinnar TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar munu þau Huginn Þór Arason og Sólveig Aðalsteinsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni og hvernig þau verk tengjast því sem þau eru að fást við í sinni listsköpun.

Einnig gefst tækifæri til þess að ræða um list Kristins, listamanns sem fæddur er undir lok 19. aldar og hvernig list hans er sett í samhengi við listamenn samtímans nú á 21. öld því sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson verður einnig á staðnum.

Að kortleggja hið ósýnilega

cold light cheng longwidesmallhope

Að kortleggja hið ósýnilega
Laura Luck með listamannsspjall í máli og myndum
í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 22. nóvember kl. 17-18

Frá vistarveru ofinni úr ullarbandi að veggjalist (graffiti) sem breytist eftir árstíðum ber Laura Luck goðsagnir saman við menningarleg viðmið; kannar yfirráðasvið þeirra og höfðar til skynjunar áhorfenda á leikandi hátt. Hún hefur áhuga á því að skoða hvernig minningar, sögur og goðsagnir óafvitandi einkenna okkur og hversu voldugt afl það er að segja sögu.

Laura Luck ólst upp í Ástralíu, lauk BA-gráðu frá listaháskólanum í Queensland árið 2001 og diplóma í menningarstjórnun 2005 en hefur verið búsett í Bretlandi síðast liðin sex ár. Þar hefur hún verið fengin til þess að vinna innsetningar fyrir stórar listahátíðir svo sem Gladstonbury og Secret Garden Party og verið með sýningar í Londoon, Kanada og á Ítalíu. Laura hefur verið sýningarstjóri nokkurra samsýninga í Ástralíu og unnið stutta pólitíska teiknimynd um stríðið í Írak sem hefur verið valin á kvikmyndahátíðir víða um heim. Hún hefur verið leiðandi listamaður í FigureGround sem eru samtök listamanna í Bretlandi sem fást við staðbunda listviðburði á almannafæri. Síðasta verkefni þeirra var um borð í skipi sem lá við akkeri við strendur Kent. Nú er hún að vinna verkefni ásamt félaga sínum fyrir heimabæ sinn Brisbane í Ástralíu. Verkefnið ber heitið Calling the Past (Hringt í fortíðina) og þar munu persónulegar sögur fólks verða hluta af landslaginu. Hægt verður að hlusta á þær í símaboxum á sögustöðunum en einnig á gagnvirkum kortum á netinu.

Laura mun segja frá því sem hún hefur fengist við síðastliðin ár, rekja feril sinn frá ljósmyndun að innsetningum og hljóðverkum og leiða okkur um ferð hennar frá Ástralíu, gegnum Ítalíu, Kanada, Bretland og að dvöl hannar í listamannaíbúðinni í Varmahlíð í Hveragerði.

Listamannsspjallið fer fram á ensku en líka í myndum sem varpað verður á vegg. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Mapping the Invisible

cold light cheng longwidesmallhope

Mapping the Invisible
Laura Luck - Artist Talk in english
at LA ART MUSEUM Hveragerði, Thursday Nov. 22nd at 5 pm

Laura Luck is an artist who likes to play with the perceptions of her audiences. From weaving a hut out of wool to making graffitti that changes with the seasons, Laura juxtaposes mythology with cultural norms to question their authority. She is interested in how our memories, stories and mythologies inevitably create our identities; and how story telling can become a powerful force for change.

Originally from Australia, Laura has been working as an artist and a producer in the UK for the past 6 years. She has been commissioned to produce installations at most of the major festivals including Glastonbury and the Secret Garden Party, and has exhibited her work in Canada, Italy and London. Prior to this she curated group exhibitions in Australia and made a short political animation about the last Iraq war that was screened at film festivals in New York, Sydney, London, Rome and Zagreb.

Laura has also been working as a lead artist in the Public Realm Artists Development Agency ‘FigureGround’ in the UK. FigureGround commissions and produces site specific events and opportunities for artists to produce work collaboratively and within the public realm. Their last commission saw 20 artists take over a light ship moored on the coast of Kent.

Next year Laura will be producing a city wide listening project with her partner for her home town of Brisbane. The project ‘Calling the Past’ will allow people’s personal histories to become part of the landscape of the city. The stories will then become available free to listen from phone booths in the locations where they occurred, as well as from an interactive map on the internet.

Laura will be presenting a talk about the last decade of her work, tracking her practice from photography through installation and into sound and following her journey from Australia through Italy, Canada, the UK and finally to her residency in Varmahlid here in Hveragerdi.

Aðventa - leikrit Möguleikshússins

Aðventa - leikrit Möguleikhússins

Árleg bókmenntadagská Bókasafnsins í Hveragerðis og Listasafns Árnesinga verður að þessu sinni leikritið Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð og leikstjórn Öldu Arnardóttur og flutningi Möguleikhússins

„Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana,hver á sína vísu.“

Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Bókin kom út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem víðast og oftast hefur verið gefin út. 

Í sýningunni er unnið eftir aðferðum frásagnarleikhússins þar sem einn leikari. Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, flytur söguna og bregður sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Þá skipar hljóðmynd stóran sess í sýningunni og á þátt í að skapa heim sögunnar, en höfundur hljóðmyndarinnar er Kristján Guðjónsson sem hér vinnur sitt fyrsta verkefni með Möguleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir en Bjarni Ingvarsson annast lýsingu. 

Sýningin er ætluð áhorfendum frá 13 ára aldri og er aðgangur ókeypis en hægt að setja framlag að eigin ósk í bauk á staðnum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn