Listamenn

Almynstur

Almynstur

3. september – 11. desember

Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson

Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað skilur þá að? Þeir eru allir starfandi listmálarar án persónulegra tengsla og hver af sinni kynslóð. Þeir hafa valið sér tjáningarmáta óhlutbundinnar listar og draga fram form og mynstur í sterkum litum. Á sýningunni leitast sýningarstjórinn Sigríður Melrós Ólafsdóttir að varpa ljósi á það sem sameinar þá í ljósi listasögunnar. Sigríður er menntaður myndlistarmaður en hefur snúið sér æ meir að sýningargerð og sýningarstjórnun. Hún er nú deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands.

Arnar-Herbertsson-220Arnar hóf sinn feril með haustsýningum FÍM (félagi íslenskra myndlistarmanna) 1965 en snéri sér fljótlega að SUM-urunum sem leituðu nýrra leiða í tjáningu, efnisvali, framsetningu og innihaldi listarinnar og tók virkan þátt í umbrotum sem þá áttu sér stað. Um tíma var hann lítt sýnilegur en hefur undanfarið vakið æ meiri og verðskuldaða athygli.

JBK-RansuÍ verkum JBK Ransu má sjá þaulhugsuð konseptverk þar sem hann teflir gjarnan saman tveimur ólíkum straumum í myndlist, tveimur öfgum. Hann lítur ekki á abstrakt málverk sem óhlutbundin heldur sem hluta út sögunni og vinnur samkvæmt því svo úr verður xgeo og popop.

David_OrnDavíð endurspeglar síðan enn nýrri strauma sem spretta upp úr teiknimyndum, tölvugrafík og götulist. Slík verk hafa verið skilgreind sem kómík-abstraksjón en líka ein hvers konar popp-súrrealismi.

Listasafn Árnesinga tekur á móti haustinu með litríkum og fjörugum verkum

Myndin af Þingvöllum

Myndin af Þingvöllum

Enginn staður á Íslandi hefur verið jafn vinsæl fyrirmynd íslenskra listamanna og Þingvellir. Sýningin tekur á þeim fjölbreyttu birtingarmyndum sem Þingvellir hafa notið í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans.

Elstu verk sýningarinnar eru eftir erlenda listamenn og ferðalanga 18. og 19. aldar, auk nokkurra af elstu ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar er hann tók á Þingvöllum í kringum Þjóðhátíðina árið 1874. Sýningin varpar ljósi á þróun Þingvallamyndarinnar allt frá forvígismönnum íslenskar myndlistar í upphafi 20. aldar, í gegnum myndafjöld sjálfstæðisbaráttunnar og til öndvegisverka Kjarvals, ásamt því að víkja að brotthvarfi hennar á tímum eftirstríðsáranna og upprisu í meðförum yngri kynslóða.

Sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson, en hann hefur sett saman sýningu úr verkum yfir 50 listamanna, sem fengin eru að láni bæði frá einstaklingum og helstu listasöfnum þjóðarinnar. Þessi veigamikla sýning er sumarsýning Listasafns Árnesinga og mun standa opin til 21. ágúst næstkomandi.

Listamenn / Artists

A. E. Thompson / Anna Guðjónsdóttir / August Schiøtt / Ásgrímur Jónsson / Bjarnleifur Bjarnleifsson / Borghildur Óskarsdóttir / Carl L. Pedersen / Daði Guðbjörnsson / Daníel Þ. Magnússon / Eggert M. Laxdal / Einar Falur Ingólfsson / Emanuel Larsen / Finnur Jónsson / Frederik T. Kloss / Gísli Jónsson / Gunnlaugur Blöndal / Gylfi Gíslason / Halldór Baldursson / Héðinn Ólafsson / Hreinn Friðfinnsson / Hrólfur Sigurðsson / Hulda Hákon / Húbert Nói Jóhannesson / Johann H. Hasselhorst / Jóhannes S. Kjarval / Jón Stefánsson / Júlíana Sveinsdóttir / Kristinn E. Hrafnsson / Kristinn Pétursson / Kristín Jónsdóttir / Lárus Karl Ingason / Magnús Á. Árnason / Magnús Ólafsson / Ólafur K. Magnússon / Ólafur Magnússon / Ólöf Nordal / Ragnar Kjartansson / Rúrí / Sigfús Eymundsson / Sigurður Guðmundsson málari / Sigurður Tómasson / Sigurhans Vignir Einarsson / Stefán Jónsson / Sverrir Haraldsson / Sverrir Vilhelmsson / Vignir Jóhannsson / William G. Collingwood / Þorkell Þorkellsson / Þóra Pjetursdóttir Thoroddsen / Þórarinn B. Þorláksson.

Síðasta sýningarhelgin - snjór og þjóðleg fagurfræði

Síðasta sýningarhelgin

Snjór og Þjóðleg fagurfræði

SnjórÍ tengslum við Jól í bæ í Hveragerði verður opnaður jólagluggi í safninu á sunnudaginn kl. 13. Hönnuður tákna dagatalsins er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og táknið í jólaglugga safnsins í ár er snjór. Af því tilefni er gestum boðið að taka þátt í gerð snjókristalla úr ýmsu efni sem verður til staðar í safninu endurgjaldslaust. Einhverjir snjókristallar verða valdir til þess að skreyta glugga safnsins en gestum er líka velkomið að búa til snjókristalla og taka með heim. Snjókristalagerð verður í gangi allan daginn og þáttakendum boðið upp á safa, kaffi og piparkökur.

Leiðsögn og samræður um sýninguna Þjóðleg fagurfræði  verður klukkan 15 með Ingu Jónsdóttur sýningarstjóra.

Safnið er opið kl. 12 -18 fimmtudag til sunnudagsins 12. desember en verður síðan lokað til laugardagsins 15. janúar 2011.

Jólastemning á sunnudag  -  allir velkomnir  -  aðgangur ókeypis

IS(not) | (El)land

IS(not) | (El)land


Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011
Í samstarfið við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og Sputnik photos

Á sýningunni má sjá afrakstur úr ferðalögum fimm margverðlaunaðra pólskra ljósmyndara og fimm íslenskra rithöfunda sem ferðuðust í pörum um landið á síðasta ári. Sýningarstjóri er Andrzej Kramarz og Marzena Michalek er verkefnisstjóri sýningarinnar. Sýningin er unnin af Sputnik photos með styrk frá Menningarsjóði Póllands og EES / EFTA ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Sýningin er tvískipt og þarf því að heimsækja báða sýningarstaði til þess að sjá alla sýninguna.

5 pólskir ljósmyndarar, 5 íslenskir rithöfundar, 1 eyja

Sjá dagskrá

________________

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Að skilja annan aðila er að öðlast aukinn skilning á sjálfum sér. Á gamla meginlandinu hefur hlutverki Hins aðilans þegar verið úthlutað – það er leikið af litlu skrýtnu landi á milli Evrópu og Ameríku og þar búa álfar og andstæðingar Evrópusambandsins. Til að skilja þetta land, verður maður að kljást við fjölmiðlaklisjur – um þjóð sem var efnuð en hefur nýlega stungist á kaf í efnahagskreppu eða um land stórkostlegra eldfjalla sem hafa lamað flugsamgöngur um hálfa Evrópu. Ljósmyndarar Sputnik Photos hafa ákveðið að takast á við þessar klisjur og fanga innsta eðli Íslands, hið mannlega eðli. Hinir heiðnu siðir eylandsins, goðsagnir, þjóðsögur og frásagnir sem miðlað hefur verið frá kynslóð til kynslóðar og eru enn í fullu gildi meðal þeirra, voru upphafspunktur ljósmyndaranna.

Adam Pańczuk ljósmyndari og Sindri Freysson rithöfundur fóru í leiðangur um íslenska goðafræði í leit að undirstöðum íslenskrar vitundar. Ljósmyndirnar, afrakstur leiðangursins, eru sönnun þess hvernig hin útflutta tilverufræði hefur fullnægt þörfum ferðamannaiðnaðarins.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Fyrir Michał Łuczak og Hermann Stefánsson hófst leiðangurinn að skilningi á Íslandi í hinu yfirnáttúrulega og endaði í náttúruöflum sem oft eru miskunnarlaus. Ljósmyndir Michał Łuczak leiða mann frá fæðingu til dauða; í gegnum lífið – með einmanaleik sínum, bræðralagi, örvæntingu og undrun – og fanga öfgarnar báðum megin. Áhorfandinn upplifir öfgafullar aðstæður sem fylgja daglegum átökum Íslendinga við náttúruöflin. Þar er ekkert svigrúm fyrir óþarfa áreynslu eða hreyfingar sem ekki eru nauðsynlegar til að lifa af. Þar er reglulegur andardráttur, ró og tími fyrir kaffi í skörðóttum bollum.

Ljósmyndir Jan Brykczyński sýna fjölskyldu þar sem húsdýrin standa jafnfætis mannfólkinu. Að brynna hestum og beita kindum er jafn mikilvægt og að borða kvöldverð með fjölskyldunni.IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir rithöfundur hefur lýst slíku lífshlaupi með orðum. Dagleg störf verða að helgisiðum. Jan Brykczyński virðist horfa á fjölskylduna og búfénaðinn og spyrja – erum við svo ólík hverju öðru þegar allt kemur til alls?

Agnieszka Rayss og skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir hafa staðsett sig á bökkum íslenskra vatna og brúnum nútímalegra sundlauga. Listakonurnar hafa bæði skoðað náttúrulegar vatnslindir, sem verið hafa meðal eyjaskeggja frá ómunatíð, og fína ferðamanna-staði, sem sprottið hafa upp með tæknivæðing-unni. Vatnið hefur reynst vera hið íslenska gull. Náttúran var tamin og svo seld úr landi.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Ljósmyndir Rafał Milach sýna hungur hans í reynslu og löngun hans til að snerta allt sem hann sá á ferð sinni um eyjuna, þörfin fyrir að kíkja inn um allar gáttir og setja mark sitt á hverja manneskju sem hann hitti, eins og til að segja „Ég var hér”, setti allt á annan endann. Skýra þarf þúsundir hluta sem krefjast réttlætingar á tilvist sinni. Fólkið á myndunum á sér auðvitað nafn en myndirnar minna meira á minnisbók grasafræðings en fjölskyldualbúm. Er þetta fólk virkilega til? Við erum komin allan hringinn. Þessum myndum fylgir persónuleg ferðasaga Huldars Breiðfjörð.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Til að kynnast Hinum aðilanum, til að komast frá fáfræði til skilnings, ferðuðust ljósmyndararnir frá meginlandinu til eyjunnar. Þeir komu utan frá en kynntust landinu innan frá, frá sjónarhóli íslenskra rithöfunda sem ferðuðust með þeim og annars fólks sem þeir hittu á eyjunni. Um leið og þeir horfðust í augu við klisjurnar leituðu þeir eftir persónulegri reynslu. En þeim mun betur sem þeir kynntust Íslandi, þeim mun betur áttuðu þeir sig á því hversu lítið þeir raunverulega vissu. Þeir komu til að leita svara en fóru með margar spurningar. Spurningar um eðli eyjunnar og um okkur sjálf.

Sjá nánari upplýsingar um verkefni Sputnik photos á heimasíðunni www.sputnikphotos.com

Sjá heimasíðu sýningarstjórans Andrzej Kramarz, www.andrzejkramarz.com

Sjá bloggsíðu Andrzej Kramarz um verkefnið: http://icelandictales.sputnikphotos.com/

Styrktaraðilar

Úr kössum og koffortum

Úr kössum og koffortum.


Ljósmyndir úr fórum Hvergerðinga og Ölfusinga.

12_RH_01_01_0391Á sýninguni getur að líta myndir úr ýmsum skjala- og myndasöfnum sem Héraðsskjalasafni Árnesinga hafa borist gegnum tíðina. Myndirnar, sem spanna 50 ára tímabil frá 1930 til 1980, eiga það sammerkt að vera teknar í Hveragerði og nágrenni, á Kolviðarhóli og Hveradölum, úr Þorlákshöfn og Ölfusi.

 

Úr kössum og koffortum

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn