Listamenn

H O I Z O N I C

rými og víðáttur í hljóðlist

Farandsýningin Horizonic leggur áherslu á að kynna hljóðlistamenn frá útjaðri Norðurlanda þ.e. frá Lapplandi, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Þetta svæði einkennist af einangruðum landsvæðum, opnum víðáttum og strjálbyggi og mun sýningin leitast við að draga fram á hvaða hátt rými og tilfinning fyrir víðáttum birtist í verkum þeirra hljóðlistamanna sem svæðið byggja.

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Amund Sjølie Sveen, Åsa Stjerna Catrin Andersson, Dodda Maggý, Elin Øyen Vister, Goodiepal (Parl Kristian Bjørn Vester), Halldór Úlfarsson, Jessie Kleemann og Iben Mondrup og Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir)

Sýningarstjórar eru listfræðingarnir Ásdís Ólafsdóttir og Emeline Eudes og í sýningarnefnd sitja Carl Michaell von Hausswolff, hljóðlistamaður, Anne Hilde Neset, ritstjóri tímaritsins The Wire, Goran Vejvoda, hljóðlistamaður, Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga, Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fogo Island Arts Corporation, Ýrr Jónasdóttir forstöðumaður Ystads konstmuseum og Jérome Remy, listrænn stjórnandi Les Boréales listahátíðinnar.

Sýningin er skipulögð af ARTnord tímaritinu sem er helgað norrænni og eystsaltneskri list og er gefið út í París. Sérhefti tímaritsins mun verða gefið út í tengslum við verkefnið. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og mun hefjast í Listasafni Árnesinga 19. maí 2012. Þaðan mun hún fara til Ystads konstmusem í Svíþjóð og enda á Boreales hátíðinni í Caen í Frakklandi.

H O R I Z O N I C

H O R I Z O N I C

rými og víðáttur í hljóðlist

Hvort sem verkin á þessari sýningu magna staðbundna skynjun okkar, skapa nýja tegund þagnar eða mynda raddir sem aldrei hafa heyrst áður í lifandi rými, þá eru þau tilraun til að endurskilgreina rými með notkunhljóðs. Grænland, Ísland, Færeyjar, Svalbarði og Norður-Noregur birtast hér í verkum listamanna sem deila sameiginlegum áhuga á hljóðtíðni og víðáttum þessa svæðis. Hvort sem það er nærri eða fjarri, persónulegt eða pólitískt, úr heimi manna eða dýra þá er hér hrífandi fyrirbæri á ferð. Við bjóðum þér að taka við óvæntum skilaboðum frá sjóndeildarhring Norðurheimskautsins.

Sýningarstjórar eru Ásdís Ólafsdóttir og Emeline Eudes og sýningarhönnuður er Dorothée Nourisson. Ásdís er ritstjóri tímaritsins ARTnord og búsett í París, en hefur áður verið sýningarstjóri í Listasafni Árnesinga, Listasafni Íslands og Hönnunarsafni Íslands. Emeline Eudes er doktor í fagurfræði, aðstoðarritstjóri ARTnord og stundaði nám við Listaháskóla Íslands um tíma. Dorothée Nourisson er grafískur hönnuður ARTnord og hefur hannað útlit sýninga og safna víða um Frakkland.

 


 

Dagskrá á mánudeginum:

Goodiepal hefur haft áhrif á þróun nútímatónlistar og er upphafsmaður að róttækri tölvutónlist (Radical Computer Music) sem er ekki gerð af tölvum heldur fyrir tölvur og hugsuð sem vinarhót í garð þeirra og gervigreindarinnar sem búist er við að þróist út frá þeim. Hann ferðast um á sérútbúnu reiðhjóli sem hann hefur sjálfur útbúið og sjá má á sýningunni. Hann hefur verið eftirsóttur fyrirlesari víða um heim við þekktar stofnanir svo sem Konunglegu tónlistarakademíuna í Århus og Harvard háskólann í Boston.

Nýlókórinn varð til í tengslum við gjörning Magnúsar Pálssonar á Listahátíð 2002. Þetta er ekki raddkór í hefðbundnum skilningi, heldur er tilgangur hans að efla flutning óhefðbundinna tónverka/gjörninga sem skrifuð eru sérstaklega fyrir kórinn. Stjórnandi hans er Hörður Bragason organisti.

Ásjóna

ÁSJÓNA
 

Sjálfsskoðun er áleitin og viðvarandi hjá flestum myndlistarmönnum og segja má að Listasafn Árnesinga fari nú í einhvers konar sjálfsskoðun með sýningunni Ásjónu. Verkin koma úr eigin safneign og mörg hafa sterkar rætur í nærsamfélaginu.Þau eru öll frá 20. öldinni, það elsta frá því um aldamótin 1900, Sjálfsmynd Ásgríms Jónssonar þar sem hann horfir rannsakandi fram í rýmið sem ungur listnemi í Kaupmannahöfn en yngsta verkið á sýningunni er Höfuðfætlur eftur Magnús Kjartansson frá níunda áratugnum. Fleiri portrett frá ýmsum tímum eru þar líka eftir Kjarval, Höskuld Björnsson og Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur og þrívíð portrait eftir bæði Halldór Einarsson og Sigurjón Ólafsson.

Ásjónur 42 bænda úr Grímsneshreppi sem Baltasar festi á blað á árunum1965-66 er einstakt safn teikninga úr heilu byggðarlagi. Tæpum tíu árum síðar, árið 1974, lögðu 25 sunnlenskar konur leið sína úr sveitinni á Alþingi til þess m.a. að krefjast viðurkenningar á eigin vinnuframlagi. Um þessa sögulegu för óf Hildur Hákonardóttir verkið Sunnlenskar konur mótmæla á Alþingi sem er eitt verkanna á sýningunni.

Markmið sýningarinnar er sú sjálfsskoðun sem áður er minnst á en einnig það að sýna verk eftir C.F. Ahl, Höskuld Björnsson og Magnús Kjartansson sem eiga það sammerkt að hafa verið gefin til safnsins á síðustu árum og ekki verið sýnd þar áður. Nálgun og hugsun myndlistarmannanna sem eru höfundar verkanna og stílar þeirra eru mismunandi, en verkin eru þarna til þess að njóta og vera kveikja að nýrri nálgun og íhugun.

Síðast en ekki síst er gestum boðið að þjálfa sig í teikningu með því að skoða, sjá og skynja verkin, sem valin voru til sýningar með tilliti til gildis teikningarinnar.
Sjá líka Viltu teikna? 

Viltu teikna

VILTU TEIKNA?
 

Gestir geta teiknað að vild þegar þeim hentar meðan safnið er opið. Nálgun og hugsun myndlistarmannanna sem eru höfundar verkanna og stílar þeirra eru mismunandi, en verkin eru þarna til þess að njóta, hafa áhrif og kveikja að nýrri nálgun og íhugun.

Tvo laugardaga í mars og tvo í apríl verða leiðbeinendur á staðum kl. 14-16.

10. og 24. mars: Guðrún Tryggvadóttir
14. og 28. apríl: Katrín Briem.

Almynstur - Sýningarlok

Sýningarlok 11. desember 


Síðasta sýningardaginn, sunnudaginn 11. desember, mun Hörður Friðþjófsson gítarleikari og Erla Kristín Hansen skapa jólastemmningu í safninu með því að flytja jólalög í kaffistofunni um kl. 15:30. Þann dag verður jólagluggi Hveragerðisbæjar einnig opnaður við safnið og börnum og fjölskyldum þeirra boðið að teikna og mála myndir í tengslum við það tákn sem jólaglugginn kynnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn