Listamenn

Málið myndlistin og músíkin

MÁLIÐ, MYNDLISTIN OG MÚSÍKIN

um er að ræða samstarfsverkefni Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði, en næstu þrjá mánudaga verður dagskrá í boði þar sem þessum greinum er tvinnað saman gestum til ánægju. Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Menningarráði Suðurlands og auk skipuleggjenda koma Grunnskólinn í Hveragerði, Tónlistarskóli Árnesinga og Hljómlistarfélag Hveragerðis að verkefninu.

Mánudagskvöldið 24. nóvember kl. 20:00

Dagskrá helguð Steini Steinarr. Hjalti Rögnvaldsson leikari og nemendur úr 9. bekk Grunnskólans lesa texta eftir Stein, Pjetur Hafstein Lárusson mun flytja erindi um hann og félagar úr Hljómlistarfélagi Hveragerðis flytur tónlist eftir Bergþóru Árnadóttur við texta Steins.

Mánudaginn 1. desember á fullveldisdegi landsins, kl. 17:00

Krisín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur mun flytja dagskrá um hina uppátektarsömu Fíusól og nemendur úr 7. bekk Grunnskólans lesa upp úr nýjum íslenskum barnabókum. Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga leika tónlist.

Mánudagskvöldið 8. desember kl. 20:00

Upplestur úr nýútkomnum bókum og tónlistarflutningur á vegum Tónlistarskóla Árnesinga. Auður Jónsdóttir les úr bók sinni Vetrarsól, Guðrún Eva Mínervudóttir les úr Skaparanum, Gyrðir Elíasson les úr bók um föður sinn, myndlistarmanninn Elías B. Halldórsson, Hallgrímur Helgason les úr bókinni 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp og Þorsteinn Antonsson les úr ættarsögunni Álfar og menn.

Myndlistin sem í boði er, er PICASSO Á ÍSLANDI, núverandi sýning í Listasafni Árnesinga þar sem skoða má bein og óbein áhrif spænska myndlistarmannsins Picasso í íslenskri myndlist samkvæmt tillögum sýningarstjórans Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns. Til sýnis eru verk frá fyrri hluta síðustu aldar til samtímans eftir Picasso og 26 íslenska myndlistarmenn.

Boðið verður upp á kaffi, safa og piparkökur.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Picasso á Íslandi - sýningarlok

Síðustu sýningardagar


Fimmtudagur 11. des. - sunnudagur 14. des.

Sýningarspjall á sunnudeginum kl. 15.


Þá er komið að lokum sýningarinnar Picasso á Íslandi sem fengið hefur góðar móttökur hinna fjölmörgu gesta sem hana hafa skoðað. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. desember og þann dag kl. 15 mun Inga Jónsdóttir safnstjóri fara með gestum um sýninguna og skapa umræður meðal þeirra um verkin og markmið sýningarinnar.

Í framhaldi af sýningunni Picasso á Íslandi í Listasafni Árnesinga er áhugavert að benda á tvær sýningar sem nú standa yfir í París, í Grand Palais og Orsay safninu.

Sýningin í Grand Palais sem er unnin í samvinnu við Louvre og önnur frönsk söfn, er helguð Picasso, en sjónum beint að áhrifum sem hann hefur þegið frá öðrum málurum, s.s. Manet, Delacroix, Renoir, Velasquez, Titian og Van Gogh. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga er sjónum hins vegar beint að áhrifum sem Picasso hefur ef til vill haft á verk 26 íslenskra myndlistarmanna, sem unnin eru á árunum ca. 1911 – 2005. Verkin eru fengin að láni frá helstu söfnum landsins, s.s. Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni ASÍ.

Í Orsay-safninu er yfirskrift sýningarinnar Picasso/Manet: Le déjeuner sur l´herbe. Hún er sögð vera útvíkkun á sýningunni í Grand Palais og á að sýna hvernig Picasso notar hugvit og endurvinnslu, tilvitnun í og tileinkun á eldri málverk listasögunnar og lætur það bera ríkulegan ávöxt í röð málverka þar sem hann vitnar í verk 19. aldar málarans Manet, Le déjeuner sur l´herbe, sem á íslensku hefur verið þýtt sem Morgunverður í náttúrunni. Það er gaman að geta þess að á sýningunni í Listasafni Árnesinga er einmitt verk eftir Erró þar sem hann vitnar í eitt verka Picasso sem er til sýnis á fyrrnefndri sýningu í Orsay safninu. Verk Erró nefnist The Country Side, eða Sveitin.

Skart og skipulag

Skart og skipulag

Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Hveragerði - nýr miðbær

 

Á sýningunni er sjóninni beint að hönnun. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn,  ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur.  Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði til sýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.

Þetta er áhugaverð og óvenjuleg sýning því sjaldan gefst tækifæri til að sjá jafn mikið úrval ólíkra skargripa og kynnast þeirri merku sögu sem einkennt hefur danska skartgripahönnun í hálfa öld og þá fersku strauma sem hönnun Guðbjargar Kristínar Ingvarsdóttur ber með sér. Með tillögunum 17 að nýjum miðbæ í Hveragerði  endurspeglar sýningin enn frekar fjölbreytni hönnunar, en á sýningunni má sjá hið smáa og stóra, hið nálæga og fjarlæga.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 


Danska skartgripaskríniðDanska skartgripaskrínið
Á sýningunni eru vel á annað hundrað einstakra skartgripa til sýnis eftir 39 framúrskarandi danska skartgripahönnuði. Skartið er fengið að láni frá Skartgripaskríni hins virta Listiðnaðarsafns í Kaupmannahöfn, sem safnar m.a. gullmolum úr danskri skartgripahönnun. „Danmörk á sér langa og ríkulega sögu hvað varðar stuðning við listir og menningu, en frá árinu 1978 hefur nefnd um listiðnir og hönnun innan Listasjóðs danska ríkisins (Statens Kunstfond) fjárfest sérstaklega í skartgripum eftir helstu skartgripahönnuði Danmerkur," segir Bodil Busk Laursen, safnstjóri danska Listiðnaðarsafnsins.  „Sýningin endurspeglar þetta góða starf og gefur gott yfirlit yfir hönnunarsögu skartgripa í Danmörku frá miðri tuttugustu öld til nútímans"

Guðrún Kristín IngvadóttirLjómi í íslenskri skartgripasmíði
Á sýningunni gefur einnig að líta silfurskartgripi eftir Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur en hún er handhafi Íslensku sjónlistaverðlaunanna í flokki hönnunar árið 2008. Það má segja að hún tengist einnig danskri skartgripahefð þar sem hún lærði gullsmíði og skartgripahönnun í Danmörku. Guðbjörg Kristín hefur skapað sér nafn fyrir persónulegan og fágaðan stíl, sem einkennist af hreyfanleika, fínlegum smáatriðum og jafnvægi.

Miðbæjarskipulag HveragerðisHönnun á stærri skala
Samhliða skartgripasýningunni eru einnig til sýnis tillögur sem bárust í  arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði.

Sýningarspjall á sunnudegi

Sýningarspjall á sunnudegi

Sunnudaginn 22. mars kl. 15 ræðir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður við gesti um verk sín en einnig um dönsku verkin á sýningunni.  

SKART OG SKIPULAG

Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Hveragerði - nýr miðbær

Á sýningunni er sjóninni beint að fjölbreytileika hönnunar. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur. Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði til sýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.

Þetta er áhugaverð og óvenjuleg sýning því sjaldan gefst tækifæri til að sjá jafn mikið úrval ólíkra skargripa og kynnast þeirri merku sögu sem einkennt hefur danska skartgripahönnun í hálfa öld og sjá þá fersku strauma sem hönnun Guðbjargar ber með sér.

Guðbjörg fæddist árið 1969 á Ísafirði. Hún lærði gullsmíði hjá Önnu Maríu Sveinsbjörnsdóttur og lauk sveinsprófi frá Tækniskóla Kaupmannahafnar árið 1993. Hún tók meistarapróf í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór að því loknu aftur til Kaupmannahafnar í nám í skartgripahönnun við Institut for Ædelmetal. Guðbjörg rak skartgripaverkstæðið Au-Art í Kaupmannahöfn í samvinnu við aðra frá 1996 til 1999. Þá flutti hún til Íslands og stofnaði vinnustofuna og verslunina Aurum í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum hönnunarsýningum.

Guðbjörg hlaut fyrstu verðlaun „Spirit of the North” í Pétursborg árið 2000, Menningarverðlaun DV í Reykjavík árið 2002 og íslensku sjónlistaverðlaunin fyrir hönnun árið 2008.

Leiftur á stund hættunnar

Leiftur á stund hættunnar

Charlotta Hauksdóttir · Einar Falur Ingólfsson ·
Gréta S. Guðjónsdóttir
· Haraldur Jónsson · Ingvar Högni Ragnarsson ·
Katrín Elvarsdóttir
· Kristleifur Björnsson · Pétur Thomsen

Sýningarstjóri
er Sigrún Sigurðardóttir

Sýningin stendur frá 2.maí - 28. júní 2009

Á sýningunni eru verk eftir átta íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. List þeirra er á margan hátt alþjóðleg og fjallar um veruleikann á persónulegan en um leið margslunginn hátt.
         
Sýningin sækir heiti sitt í frægan texta eftir þýska menningarfræðinginn Walter Benjamin sem vísar til þess að nauðsynlegt sé að brjóta upp viðtekin viðhorf um sannleikann og veruleikann í kringum okkur með því að varpa á hann óvæntu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu ljósi, líkt og ljósmyndin sjálf kann að gera. Sýningin byggir á þessari hugsun og eru verk eftir ólíka listamenn jafnframt tengd við hugmyndir heimspekinga og rithöfunda um meðvitaðar og ómeðvitaðar minningar, og sannleikann sem kristallast í einu einstöku broti veruleikans.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn