Listamenn

Úr kössum og koffortum

Úr kössum og koffortum.


Ljósmyndir úr fórum Hvergerðinga og Ölfusinga.

12_RH_01_01_0391Á sýninguni getur að líta myndir úr ýmsum skjala- og myndasöfnum sem Héraðsskjalasafni Árnesinga hafa borist gegnum tíðina. Myndirnar, sem spanna 50 ára tímabil frá 1930 til 1980, eiga það sammerkt að vera teknar í Hveragerði og nágrenni, á Kolviðarhóli og Hveradölum, úr Þorlákshöfn og Ölfusi.

 

Úr kössum og koffortum

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn er um 20 manna hópur ungra, íslenskra tónlistarnemenda. Þeir koma úr fimm tónlistarskólum í Reykjavík, eru á aldrinum 8 til 18 ára og spila á fiðlu, víólu, selló og píanó. Í Kammerklúbbnum spila þeir saman í sex kammersveitum. Þannig fá þeir þjálfun í því að spila tónlist með öðrum og afla sér nýrrar tónlistarreynslu. Samstarf klúbbfélaganna byggist á faglegum metnaði og vináttu.

Kammerklúbburinn er eini starfandi kammerklúbbur á Íslandi. Hann var stofnaður í ágúst 2009 að frumkvæði Ewu Tosik-Warszawiak, listræns stjórnanda klúbbsins, og foreldra nokkurra af fyrstu þátttakendunum. Foreldrahópurinn starfrækir Stuðningsfélag Kammerklúbbsins, sem sér um ýmis rekstrarleg málefni klúbbsins. Þessi samvinna foreldra, nemenda og stjórnanda hefur skilað góðum árangri í virku tónlistarlífi klúbbsins. Uppselt hefur verið á tónleika klúbbsins og áheyrendur hafa lýst ánægju sinni með tónlistarflutninginn.

Á meðal styrktaraðila Kammerklúbbsins eru Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík og Aðalræðismannsskrifstofa Lýðveldisins Póllands í Reykjavík.

IS(not) | (El)land - dagskrá

IS(not) | (El)land


Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011
Í samstarfið við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og Sputnik photos

 
Sunnud. 10. apríl

 Sýningarspjall kl. 15
Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sindri Freysson ræða við gesti um samstarf þeirra og pólsku ljósmyndaranna Jan Brykczyński og Adam Pańczuk þar sem viðfangsefnið var annars vegar íslenska sauðkindin og hins vegar upplifun af álfum- og huldufólki.

Tónleikar kl. 17

Verk eftir m.a. pólska og íslenska höfunda munu hljóma frá fiðlu, víólu, sellói og píanói þegar sex kammersveitirKammerklúbbsins koma fram í safninu. Kammerklúbburinn er hópur ungra, íslenskra tónlistarnemenda á aldrinum 8-18 ára og listrænn stjórnandi er Ewa Tosik-Warzawiak.

Laugardagurinn 16. apríl

Sýningarspjall kl. 16
Fjölskyldu- /vinaleikur

Laugardaginn 16. apríl fagna Hvergerðingar sumarkomu. Af því tilefni verður boðið upp á sýningarspjall kl. 16 undir leiðsögn Ingu Jónsdóttur safnstjóra um ljósmyndasýningarnar tvær sem nú eru í Listasafni Árnesinga. Hún mun líka kynna leik fyrir fjölskyldur eða vini sem felst í því að velta saman fyrir sér nokkrum spurningum.   Sjá hérna

Föstudagurinn langi 22. apríl
Sýningarspjall kl. 16
Sigurbjörg Þrastardóttir ræðir við gesti um samstarf hennar og pólska ljósmyndarans Agnieszka Rayss þar sem viðfangsefnið var einkum vatnið.

Sunnud. 8. maí – síðasti sýningardagur
Sýningarspjall kl. 16
Hermann Stefánsson og Huldar Breiðfjörð ræða við gesti um samstarf þeirra og pólsku ljósmyndaranna Michał Łuczak og Rafał Milach þar sem viðfangsefnið var annars einangrun og hins vegar upplifun af álfum- og huldufólki.

Orðlist, tónlist, kertaljós og piparkökur

Orðlist, tónlist, kertaljós og piparkökur

Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga bjóða til samveru í Listasafninu þar sem höfundar lesa úr verkum sínum, sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan. Hljómsveitina Skuggabandið skipa tvennir feðgar, þeir Hörður Friðþjófsson og sonur hans Davíð og Páll Sveinsson og sonur hans Matthías Hlífar. Þeir leika nokkur Shadows-lög frá því um og eftir 1960. Vert er að minna á að á sýningunni Þjóðleg fagurfræði má m.a. líta nokkur verk Birgis Andréssonar sem kynntur er í nýútkominni bók.

Um bækurnar og höfundana:

Birgir Andrésson - Í íslenskum litum er heiti bókar eftir Þröst Helgason. Birgir Andrésson (1955-2007) var einn af merkustu listamönnum Íslands samtímans. Áður en hann lést um aldur fram átti Þröstur Helgason við hann mörg viðtöl þar sem hann skráði stórmerkilegar sögur sem Biggi hafði að segja. Hér er ekki um hefðbundna ævisögu að ræða heldur umfjöllun um feril hans sem krydduð er með óborganlegum sögum Bigga af sjálfum sér og samferðamönnum hans. Þröstur Helgason er bókmenntafræðingur og var lengi menningarritstjóri Morgunblaðsins.

Geislaþræðir, er fimm líflegar smásögur um ókunnugt fólk sem sendir hvort öðru tölvupóst af ýmsum ástæðum. Samskiptin ná yfir mislangan tíma, allt frá nokkrum dögum til nokkurra ára. Sigríður Pétursdóttir kveður sér hljóðs sem þroskaður og áhugaverður rithöfundur með sínu fyrsta skáldverki. Fyrir er Sigríður þekkt úr útvarpsþættinum Kviku sem helgaður er kvikmyndum en Sigríður er kvikmyndafræðingur að mennt.

Í Ljóð af ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson heyrum við raddir fólks á ættarmóti. Það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist um af samviskubiti. Anton Helgi hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir ljóð sín, meðal annars Ljóðstaf Jóns úr Vör.

Mörg eru ljónsins eyru fjallar um glæsikonuna og sjónvarpsþuluna Guðrúnu Óðinsdóttur sem hefur örlög margra í hendi sér. Mennirnir eru allnokkrir og elska hana allir. Hverjum er hún verst? Hvern elskar hún mest? Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir vefur á snilldarlegan hátt örlög persóna sinna í sögu þar sem afbrýðisemi og græðgi ráða för og efniviðurinn er sóttur í Laxdælu. Þórunn hefur áður sent frá sér rit af ýmsu tagi og hlotið fyrir þau margvíslegar viðurkenningar og verðlaun.

Skáldsagan um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma er önnur skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar. Hér kynnumst við séra Jóni Steingrímssyni, eldklerknum í Skaftáreldum, sem ungum manni og fylgjumst með upphafi nútímans á Íslandi gegnum örlagaríka sögu af mótun manns og lands. Þetta er önnur skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar en hann hefur verið mikilvirkur á ljóðasviðinu, gefið út sex ljóðabækur og gert þar ögrandi tilraunir með form og innihald.

Menningarganga um Hveragerði

Menningarganga um Hveragerði 
Lestur og Listir


Á síðasta sýningardegi sýningarinnar Ár; málverkið á tímum straumvatna, sunnudaginn 17. október kl. 13:00 bjóða Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga í Hveragerði upp á dagskrá sem teygir anga sína að Varmá í Hveragerði.

Dagskráin hefst með gönguferð. Lagt verður af stað frá nýja söguskiltinu í Lystigarðinum og gengið upp með Varmá, yfir göngubrúna, upp brekkuna Ölfusmegin, niður sundlaugarbrekkuna og Reykjamörkina. Á nokkrum vel völdum stöðum verður staldrað við til að njóta umhverfisins og fróðleiks og fallegra ljóða um vatn, ár og straumvötn. Í Listasafninu verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna og rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Eiríkur Guðmundsson lesa úr nýjum skáldverkum sínum. Auður er einnig listfræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar og svarar spurningum gesta um hana, en sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Listasafns Háskóla Íslands þar sem Auður er safnstjóri.
Hlíf Arndal forstöðumaður Bókasafnsins og Inga Jónsdóttir safnstjóri munu leiða gönguna og sýningarspjallið.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn