Listamenn

Rúrí – samtal á sunnudegi

Rúrí – samtal á sunnudegi

á sýningunni TÍMA – TAL

Sólheimur - RúríTitill sýningarinnar getur falið í sér þá túlkun að boðið sé upp á sam-tal við sam-tímann og það er það sem boðið er upp á þegar Rúrí gengur um sýninguna og ræðir við gesti um verk sín sunnudaginn 17. júlí kl. 15. Það er líka áhugavert að fá tækifæri til þess að sjá verk sem sýnd hafa verið víða en aldrei fyrr hér á landi og einnig eru á sýningunni verk sem listamaðurinn vann sérstaklega fyrir sýninguna og vakið hafa athygli gesta.

Mæling tímans út frá gangi sólar hefur lengi verið viðfangsefni Rúríar og í verki hennar Sólgátt sem senn rís við Sólheima í Grímsnesi er það einmitt einn af útgangspunktunum. Á sýningunni má sjá verk sem ber heitið Sólheimur þar sem finna má þær grunnforsendur sem útilistaverkið byggir á. Einnig er að sjá fleiri verk sem þar sem tími og tímamælingar eru skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum sem og náttúruvitund í margvísandi og víðu samhengi.

Rúrí

Rúrí er fædd í Reykjavík 1951 og býr þar. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-74, járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1974-75 og við De Vrije Academie í Haag Hollandi 1976-78. Rúrí lét snemma til sín taka og var einn af stofnendum Gallerís Lóu í Hollandi, Nýlistasafnsins á Íslandi og var virkur þátttakandi i stofnun SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur verið meðal forvígismanna fjölmargra listviðburða innanlands og utan svo sem Experimental Environment sem haldið var víðs vegar á Norðurlöndunum og hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum tengdum myndlist. Sýningarferill Rúríar er umfangsmikill, bæði einka og samsýningar, hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi og útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp á Íslandi og víðar í Evrópu. Verk hennar hafa vakið athygli og eru að finna í safneignum fjölmargra einka og opinberra safna innanlands sem utan og árið 2011 gaf þýska listabókaforlagið Hatje Cantz út yfirgripsmikla bók um Rúrí. Hún hefur einnig notið ýmissa annarra viðurkenninga, svo sem unnið samkeppnir um gerð útilistaverka og verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2003.

Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndaverk, videoverk, ljósmyndaverk, hljóðverk, blönduð tækni, tölvuvædd og gagnvirk verk.

www.ruri.is

Pétur Thomsen - samtal á sunnudegi

Pétur Thomsen – samtal á sunnudegi
á sýningunni TÍÐ / HVÖRF

Thorustadanama
Sunnudaginn 24. júlí mun Pétur Thomsen ganga um sýninguna TÍÐ / HVÖRF og ræða við gesti um verk sín. Við gerð þeirra notar hann stafræna ljósmyndavél og sýnir á ljóðrænan hátt hvernig tíminn hefur sett mark sitt á lífið í kringum hann og breytingar í náttúrinni dag frá degi. Þannig er titill sýningarinnar tilvísanir í ýmislegt svo sem í tíma, tímabil, veðurfar, það sem hverfur eða týnist, breytingar eða tímamót svo eitthvað sé nefnt.

Verk Péturs fjalla um meðal annars um það hvernig maðurinn, meðvitað eða ómeðvitað, hefur áhrif á náttúruna. Flestar ljósmyndirnar hefur Pétur tekið með flassi á miðnætti síðast liðinn vetur og eru þær nú sýndar í fyrsta sinn. Útkoman er ótrúleg dýpt sem dregur áhorfandann inn í myndina. Myndefnin eru fengin úr nágrenninu og ljósmynd af Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hefur vakið verðskuldaða athygli.

Pétur Thomsen

Pétur er fæddur í Reykjavík 1973, en býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hann nam frönsku, listfræði og fornleifafræði við Háskóla Paul Valéry í Montpellier í Frakklandi 1997-1999. Árið 2001 lauk hann BTS- gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og MFA-gráðu 2004 frá École Nationale Supérieur de la Photographie (ENSP) í Arles, Frakklandi. Pétur er einn stofnenda FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara og fyrrum stjórnarformaður og nú annar tveggja stjórnenda Ljósmyndahátíðar Íslands. Hann hefur verið mikilsvirtur í sýningarhaldi hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi og hefur notið ýmissa viðurkenninga og verðlauna, m.a. alþjóðlegu unglistaverðlaun LVMH, hlotið starfslaun listamanna og verk hans er að finna víða í opinberum sem og einkasöfnum. Árið 2005 var Pétur valinn af Elysée safninu í Sviss til þátttöku í sýningunni ReGeneration, 50 ljósmyndarar framtíðarinnar og einkasýningin Aðflutt landslag, í Listasafni Íslands var valin sýning ársins 2010. Undanfarið hefur viðfangsefni Péturs helst verið umbreytingar í umhverfinu þar sem einkum er til skoðunar umráðaréttur á náttúrunni.

www.peturthomsen.is

Rúrí: Tíma – Tal

Rúrí: Tíma - Tal

Rúrí - Listasafn ÁrnesingaRúrí

Verk Rúríar á sýningunni Tíma – Tal tengjast mörg útlistaverkinu Sólgátt sem sett verður upp í sumar við Sólheima í Grímsnesi þar sem viðfangsefnið er m.a. mæling tímans út frá gangi sólar. Verkin eru frá ýmsum tímum, nokkur þeirra hafa ekki verið sýnd áður hér á landi og önnur eru ný. Rúrí nam myndlist á Íslandi og Hollandi á árunum 1971-78 og er löngu þekkt bæði innanlans og á alþjóðlegum vettvangi fyrir útilistaverk sín s.s. Regnbogann við Leifsstöð, stórar innsetningar af margvislegum toga og hún var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2003. Í sýningarskrá ritar Laufey Helgadóttir listfræðingur m.a. að þegar ferill Rúríar er skoðaður sést að hann er einn samhangandi heimur þar sem heimspekilegar vangaveltur, tími, afstæði, gildi og afstaða mannsins til alheimsins skiptir meginmáli. Þannig brýnir hún fyrir okkur að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu, vera meðvitaðri um hlutskipti okkar á jörðinni og hvernig við tökumst á við framtíðina. Verk hennar eiga erindi til okkar sem aldrei fyrr.

Í safninu standa nú tvær sýningar á verkum tveggja áhugaverðra listamanna, Rúríar og Péturs Thomsen sem eiga það sameiginlegt að fjalla m.a. um tímann. Verkin fela líka í sér vangaveltur sem sóttar eru í viðfangsefni úr nærumhverfinu hér en eiga sér einnig víðari skírskotanir. Báðir listamennirnir eiga það líka sameiginlegt að vera þekktir fyrir að fjalla um samskipti manns og náttúru.

______________

Rúrí

Rúrí er fædd í Reykjavík 1951 og býr þar. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-74, járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1974-75 og við De Vrije Academie í Haag Hollandi 1976-78. Rúrí lét snemma til sín taka og var einn af stofnendum Gallerís Lóu í Hollandi, Nýlistasafnsins á Íslandi og var virkur þátttakandi i stofnun SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur verið meðal forvígismanna fjölmargra listviðburða innanlands og utan svo sem Experimental Environment sem haldið var víðs vegar á Norðurlöndunum og hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum tengdum myndlist. Sýningarferill Rúríar er umfangsmikill, bæði einka og samsýningar, hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi og útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp á Íslandi og víðar í Evrópu. Verk hennar hafa vakið athygli og eru að finna í safneignum fjölmargra einka og opinberra safna innanlands sem utan og árið 2011 gaf þýska listabókaforlagið Hatje Cantz út yfirgripsmikla bók um Rúrí. Hún hefur einnig notið ýmissa annarra viðurkenninga, svo sem unnið samkeppnir um gerð útilistaverka og verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2003.

Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndaverk, videoverk, ljósmyndaverk, hljóðverk, blönduð tækni, tölvuvædd og gagnvirk verk.

www.ruri.is

Pétur Thomsen: Tíð / Hvörf

Pétur Thomsen: Tíð / Hvörf

Petur ThomsenPétur Thomsen

Við gerð verkanna á sýningunni Tíð / Hvörf notar Pétur stafræna ljósmyndavél og sýnir okkur á ljóðrænan hátt hvernig tíminn hefur sett mark sitt á lífið í kringum hann og breytingar í náttúrinni  dag frá degi. Verk hans á sýningunni hafa ekki verið sýnd áður utan eitt og þau fjalla bæði um náttúruna sjálfa og smáatriðin sem við tökum sjaldan eftir í daglegu flæði tímans. Þau fjalla líka um inngrip mannsins í þessa sömu náttúru, hvernig  maðurinn, meðvitað eða ómeðvitað, hefur áhrif á náttúruna eins og segir í texta Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttu, menningarfræðings í sýningarskrá. Pétur nam listfræði, fornleifafræði og ljósmyndun í Frakklandi og hefur notið velgengni sem listamaður hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi frá því hann lauk meistaragráðu í ljósmyndun árið 2004. Hann er búsettur á Sólheimum í Grímsnesi.

Í safninu standa nú tvær sýningar á verkum tveggja áhugaverðra listamanna, Rúríar og Péturs Thomsen sem eiga það sameiginlegt að fjalla m.a. um tímann. Verkin fela líka í sér vangaveltur sem sóttar eru í viðfangsefni úr nærumhverfinu hér en eiga sér einnig víðari skírskotanir. Báðir listamennirnir eiga það líka sameiginlegt að vera þekktir fyrir að fjalla um samskipti manns og náttúru.

Pétur Thomsen

Pétur er fæddur í Reykjavík 1973, en býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hann nam frönsku, listfræði og fornleifafræði við Háskóla Paul Valéry í Montpellier í Frakklandi 1997-1999. Árið 2001 lauk hann BTS- gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og MFA-gráðu 2004 frá École Nationale Supérieur de la Photographie (ENSP) í Arles, Frakklandi. Pétur er einn stofnenda FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara og fyrrum stjórnarformaður og nú annar tveggja stjórnenda Ljósmyndahátíðar Íslands. Hann hefur verið mikilsvirtur í sýningarhaldi hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi og hefur notið ýmissa viðurkenninga og verðlauna, m.a. alþjóðlegu unglistaverðlaun LVMH, hlotið starfslaun listamanna og verk hans er að finna víða í opinberum sem og einkasöfnum. Árið 2005 var Pétur valinn af Elysée safninu í Sviss til þátttöku í sýningunni ReGeneration, 50 ljósmyndarar framtíðarinnar og einkasýningin Aðflutt landslag, í Listasafni Íslands var valin sýning ársins 2010. Undanfarið hefur viðfangsefni Péturs helst verið umbreytingar í umhverfinu þar sem einkum er til skoðunar umráðaréttur á náttúrunni.

www.peturthomsen.is

Opin flugdrekasmiða fjölskyldunnar

Opin flugdrekasmiða fjölskyldunnar

11. júní kl. 14:00 – 18:00

Arite FrickeArite Fricke er grafískur hönnuður og flugdrekasérfræðingur Með þessari opnu smiðju viljum við vekja leikgleðina við það að búa til eigin flugdreka. Arite hefur lengi verið með dellu fyrir flugdrekum og á milli þess sem hún hannar og kennir ungum og öldnum að búa til flugdreka þá hefur hún rannsakað sögu þeirra og lögmál. flugdreki AriteFlugdrekasmiðja fjölskyldunnar er opin og ókeypis og er eins konar kynning á námskeiði sem verður haldið síðar í mánuðinum, en þar er hámarks þátttökufjöldi og þátttökugjald. Á opnu smiðjuna er enginn hámarksfjöldi þátttakenda en ef margir eru á sama tíma þá gætu einhverjir þurft að bíða. Ekki er þörf á að skrá sig.

Flugdrekagerð - námskeið

Þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum og eiga skemmtilega stund saman.

Á skógræktardegi fjölskyldunnar daginn eftir eða sunnudaginn 12. júní er dagskrárliður tileinkaður flugdrekaeigendum og þeim boðið að hefja drekana á loft.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn