Listamenn

Eygló með listamannaspjall

Eygló með listamannsspjall

Eygló HarðardóttirSunnudaginn 7. febrúar kl. 15 gefst gestum tækifæri til þess að svala forvitni um tilurð nokkurra verkanna með því að eiga beint samtal við listamanninn Eygló Harðardóttur. Með litum og formgerð höfðar Eygló til upplifunar og tilfinninga áhorfandans, upplifun sem ávallt er persónuleg. Eygló mun ræða um við gesti hvernig við skynjum liti og form í rými en það er háð ýmsum þáttum og skilyrðum. Hún mun einnig segja frá hvernig hugmyndir vakna og glímuna við að útfæra þær.

Eygló nam myndlist bæði hér heima og í Hollandi og hefur notið ýmissa viðurkenninga fyrir list sína. Samhliða listsköpun hefur hún sinnt listkennslu við Listaháskólann og Myndlistaskólann í Reykjavík með hléum.

Karlotta með listamannaspjall

Karlotta með listamannsspjall

Karlotta BlondalSunnudaginn 21. febrúar kl. 15 á síðasta sýningardegi sýningarinnar MÖRK gefst gestum tækifæri til þess að svala forvitni um verk listamannsins Karlottu Blönda. Verk hennar á sýningunni eru tilraunir með vettvang og viðfangsefni. Þau eru óræð og flest stór vatnslitaverk sem geta vakið upp ýmis áhugaverð hugrenningatengsl svo sem við textíl, innyfli, náttúru og búa yfir fjölbreyttum blæbrigðum lita. Karlotta mun ræða við gesti um hvernig hún vinnur verkin og hvaðan hún sækir hugmyndirnar að þeim.

Karlotta nam myndlist bæði hér heima og í Svíþjóð og hefur sýnt víða. Auk listsköpunar hefur hún komið að útgáfu, rekstri sýningarrýma og kennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Opnunarhátið Græna kortsins

Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga

Græna kortið

Laugardaginn 12. sept. kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi í samvinnu við Listasafn Árnesinga.

Wendy Brawer stofnandi Green Map Systemheldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins. Wendy hefur unnið til fjölda verðlauna og er m.a. á lista UTNE um „50 visionaries changing your world“.

Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. Vefþróunarfyrirtækið nátturan.is hefur staðið að þróun Grænna korta hérlendis síðan árið 2008 en Grænt kort - Suður er fyrsta Grænkorta appið sem fyrirtækið þróar. Áður hefur Náttúran.is gefið Græn kort út í prent- og vefútgáfum og öppin HÚSIÐ og umhverfið og Endurvinnslukort.

Náttúrar.is fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þróunar appsins en fyrirtækið hefur starfað á Suðurlandi frá stofnun árið 2007, fyrst á Selfossi, síðan í Ölfusi við Hveragerði og nú er það starfrækt í Alviðru, umhverfisfræðslusetri í Ölfusi. Náttúrar.is er handhafið Kuðungsins, umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 og fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss nú í ár.

Að veita og þiggja

Að veita og þiggja

Jón, Ásborg og Eva

Umræðudagskrá í Listasafni Árnesinga í tengslum við sýninguna Gullkistan: 20 ár,
Sunnudaginn 13. sept. kl. 13 – 14:30

Frummælendur:

 • Jón Özur Snorrason : Gesturinn
  • Jón hefur tekið þátt í því að taka á móti gestum Gullkistunnar og hefur einnig verið í sporum gestsins og notið dvalar í „residensíu“ erlendis.
 • Ásborg Arnþórsdóttir : Ferðamaðurinn
  • Ásborg er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
 • Guðrún Eva Mínervudóttir : Nærumhverfi sköpunar
  • Guðrún er rithöfundur sem býr í Hveragerði

Miðað er við 10-15 mín. erindi frá hverjum framsögumanni og síðan umræðum með þátttöku gesta. Í pallborði munu einnig sitja Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir stofnendur Gullkistunnar. Umræðum stjórnar Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Gert er ráð fyrir að dagskráin verði að hámarki einn og hálfur tími.


Alda Sigurðardóttir

Sunnudaginn 20. september kl. 15 fer Alda Sigurðardóttir með gestum um sýninguna Gullkistan: 20 ár og fjallar um sýninguna og starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni. Alda stofnaði og rekur Gullkistuna ásamt Kristveigu Halldórsdóttur. Starfsemin hófst sem stór listahátíð 1995, en frá 2009 er Gullkistan miðstöð sköpunar þar sem listamenn geta dvalið og starfað. Alda lærði tískuteikningu í París og lauk síðan námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Alda hefur sinnt margvíslegum störfum við hönnun og í leikhúsi, stjórnað viðburðum og rekið eigin fyrirtæki. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis. Alda rak ásamt öðrum alþjóðlega sýningarstaðinn GUK (1999-2006), var hugmyndasmiður og framkvæmdastjóri útisýningarinnar Ferjustaður á Selfossi (2009).


Sunnudaginn 11. október kl. 15 fer Kristveig Halldórsdóttir fer með gestum um sýninguna Gullkistan: 20 ár og fjallar um sýninguna og starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni. Kristveig stofnaði og rekur Gullkistuna ásamt Öldu Sigurðardóttur. Starfsemin hófst sem stór listahátíð 1995, en frá 2009 er Gullkistan miðstöð sköpunar þar sem listamenn geta dvalið og starfað.

Kristveig

Kristveig er myndlistarmaður og kennari í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi frá listaháskólanum í Osló árið 1998 með sérhæfingu í textílmyndlist og notkun handgerðs pappírs og plöntutrefja sem hún hélt áfram að nota eftir að hún sneri aftur til Íslands. Myndlist Kristveigar hefur smám saman þróast yfir í notkun annarra miðla og aðferða, einkum ljósmynda og tölvumyndvinnslu en með áframhaldandi tengingu við textíl.

Vinnustofur í myndlist í Listasafni Árnesinga í október og nóvember

Vinnustofur í myndlist í Listasafni Árnesinga í október og nóvember

Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður leiðbeinir í tveimur vinnustofum.

gudrun tryggvadottir vid vinnu sinaHugmynd og túlkun

fyrir unglinga á öllum aldri, fólk sem fæst eitthvað við myndlist og hefur einhverja reynslu og áhuga á að læra meira um hvernig fanga má hugmyndir og þroska þær áfram í myndmáli. Lögð er áhersla á að aðstoða hvern og einn persónulega.
8 skipti, 3 tímar í senn, samtals 24 klst.

 • Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
 • Tími: fimmtudagar kl. 18:00 - 21:00, 1. okt. - 19. nóv.
 • Hámarks fjöldi þátttakenda: 10
 • Námskeiðsgjald: 28 þús.
 • Innritun í síma 863 5490 og á netfangið gunna@tryggvadottir.com

Módelteikning

Námskeið í módelteikningu fyrir byrjendur sem og lengra komna. Teiknað og málað eftir lifandi fyrirmynd og ýmsar aðferðir til formskynjunar kannaðar enda er formskynjun eitt af grundvallaratriðum allrar myndgerðar.
4 skipti, 5 tímar í senn, samtals 20 klst.

 • Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
 • Tími: kl. 10:00 - 15:00 annan hvorn laugardag, 10. og 24. okt. og 7. og 21. nóv.
 • Hámarks fjöldi þátttakenda: 10
 • Námsskeiðsgjald: 30 þús.
 • Innritun í síma 863 5490 og á netfangið gunna@tryggvadottir.com

Guðrún Tryggvadóttir

er starfandi myndlistarmaður til áratuga. Guðrún hefur langa reynslu af myndlistarkennslu, byrjaði að aðstoða Hörð Ágústsson kennara sinn við módelteiknikennslu þegar hún var sjálf aðeins 18 ára og nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún kenndi einnig í málaradeild sama skóla eftir að hún kom heim frá námi í Frakklandi og Þýskalandi og rak sinn eigin skóla, RÝMI myndmenntaskóla í Reykjavík á árunum 1992-93. Guðrún hefur einnig kennt hugmyndavinnu við Listaháskóla Íslands og á nokkrum sumarnámskeiðum í Listasafni Árnesinga.

Guðrún er formaður Listvinafélagsins í Hveragerði, framkvæmdastjóri og hönnuður vefsins náttúran.is. Hún er með vinnustofu í hlöðunni í Alviðru, umhverfisfræðslusetri við Sogið í Ölfusi og mun halda sýningu á verkum sínum þar í lok september næstkomandi. Sjá nánar um verk og feril Guðrúnar á tryggvadottir.com.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn