Listamenn

Listrými, myndlistarnámskeið

LISTRÝMI fjölbreytt myndlistarnámskeið í umsjá Guðrúnar Tryggvadóttur.

ListrýmiGuðrún nam myndlist í Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83, Ecole Nationale Superieure des Beaux Arts í París, 1978-79 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78. Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, myndskreytt barnabókina Furðudýr í íslenskum þjóðsögum og undanfarin ár hefur hún rekið umhverfisvefinn nattura.is, sem hún stofnaði 2006.

Guðrún stofnaði RÝMI - Myndmenntaskóla, haustið 1992, þá nýkomin heim frá Bandaríkjunum, en skólinn var aðeins starfræktur þennan eina vetur því hún flutti aftur til Þýskalands vorið 1993. Guðrún stýrði skólanum, skipulagði allt nám og kynningar og fékk aðra myndlistarmenn með sér til að leiðbeina á námskeiðum.

Í RÝMI voru einnig fluttir fyrirlestrar og haldnar sýningar og ýmis helgarnámskeið í hugmyndafræði og tækniútfærslum. Aðsókn var gríðarlega góð en um 250 nemendur sóttu þar nám á vetrar- og vorönn 1992-93.

Nú er ætlunin að bjóða Sunnlendingum að njóta góðs af reynslu Guðrúnar með þátttöku í fjölbreyttum myndlistarnámskeiðum undir yfirheitinu LISTRÝMI.

Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði.

Allir geta teiknað! - Teikning 1

Undirstöðuatriði teikningar. Þjálfun í að horfa á myndefnið með hreinum huga og koma til skila með fjölbreyttum tækniaðferðum. Unnið út frá verkefnum jafnframt því sem lögð er áhersla á að skissa og halda utan um eigin hugmyndir.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 7 janúar - 18. febrúar 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30
Tímar: 7 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 17,5 tímar.
Verð: 25 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Vatnslitamálun - Málun 1

Undirstöðuatriði málunar með vatnslitum og blandaðri tækni. Kafað í lita- og formfræðina, bæði á efnislegan og persónulegan hátt. Unnið út frá verkefnum, tilraunum og eigin hugmyndum.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 10. mars - 28. apríl 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30.
Tímar: 8 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 20 klst.
Verð: 28 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Fjarvídd og aðrar víddir - Teikning 2

Undirstöðuatriði fjarvíddar, að koma rými til skila á myndfletinum. Auk klassískrar fjarvíddarteikningar gefa litir og form, rými og fjarlægðir til kynna.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 30. jan. - 20. febrúar 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 13:30
Tímar: 4 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 10 klst.
Verð: 16 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Módelteikning - Teikning 3

Teiknun og málun eftir lifandi fyrirmynd. Styttri og lengri stellingar og áhersla lögð á fjölbreytta tækninotkun.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 12. mars - 2. apríl 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 13:30.
Tímar: 4 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 10 klst.
Verð: 24 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Olíumálun - Málun 2

Gerð og meðferð olíulita. Lögð áhersla á að gera tilraunir með ýmsar aðferðir til að kanna möguleikana sem olíutæknin býr yfir. Vinnustofa fyrir fólk sem hefur þegar einhverja reynslu af því að mála með olíulitum.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 9. - 30. apríl 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 14:30.
Tímar: 4 skipti, 3,5 klst. í senn. Samtals 14 klst.
Verð: 22 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Skráning á gudrun@tryggvadottir.com og frekari upplýsingar í síma 863 5490.

Hægt er að panta Gjafakort fyrir allar vinnustofurnar.

10% afsláttur ef fleiri námskeið en eitt er sótt.

Listakvöld með ritlist, tónlist og myndlist

Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga bjóða að venju til jóladagskrár á fullveldisdaginn 1. des. kl. 20:00

LISTAKVÖLD með ritlist, tónlist og myndlist

Listakvöld

Þá munu rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson, Hrafnhildur Schram, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir lesa úr bókum sínum. Tónlistaratriði verður flutt af sunnlenskum ungmennum í Tónlistarskóla Árnesinga og sýningin sem nú stendur í Listasafninu er sýningin MÖRK þar sem sjá má verk í pappír eftir Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur.

Lesið verður úr eftirfarandi bókum:

Hundadagar er skáldsaga Einars Márs Guðmundssonar. Leiftrandi skemmtileg saga um stórhug, vandræði, bresti og breyskleika. Sagan er ævintýraleg – og ævintýrin söguleg. Frásögnin leiðir okkur á vit Jörundar hundadagakonungs, Jóns Steingrímssonar eldklerks og fleira fólks fyrri alda.

Nína S. er heiti bókarinnar sem Hrafnhildur Schram hefur skrifað um Nínu Sæmundsson sem fyrst íslenskra kvenna nam höggmyndagerð. Hún vakti strax athygli í Danmörku á námsárunum, starfaði um tíma í París en fluttist síðan til Bandaríkjanna þar sem hún bjó í þrjá áratugi.

Litlar byltingar, skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur er sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld. Gerir maður litlar byltingar, sem fæstir taka eftir, þá hreyfist veröldin með manni þangað sem förinni er heitið, en stórar byltingar skila eftir sig sviðna jörð.

Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum er heiti ljóðabókar eftir Ragnar Helga Ólafsson. Höfundur hefur eftirtektarverð tök á því að klæða myndir í orð og hann teflir saman óskyldum hlutum af óhátíðleka sem skapar ákveðna spennu sem ljær ljóðunum aukna dýpt.

Stúlka með höfuð er heiti bókar Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur. Þar segir hún frá uppvexti sínum í Reykjavík rokksins og hippaáranna, þar sem erfiður skilnaður foreldranna varpaði skugga á gleðina. Opinská frásögnin er ofin trega og hamingju, léttleika og djúpum söknuði.

Tónlistarskóli Árnesinga býður upp á metnaðarfullt tónlistarnám sem mörg sunnlensk ungmenni nýta sér og hafa náð góðum árangri. Tónlistaratriði kvöldsins verður jólagjöf til gesta listakvöldsins svo „hvað það verður veit nú enginn“ fyrr en þar að kemur.

Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Skemmtilegir jólatónleikar og samvera

Miðvikudaginn 2. desember kl. 20

Skemmtilegir jólatónleikar og samvera

Borgardætur

Borgardæturnar, Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir flytja jólalög úr ýmsum áttum í Listasafni Árnesinga. Með þeim verður einnig, líkt og frá upphafi, Eyþór Gunnarssyni sem leikur á píanó og fleiri hljóðfæri auk þess að útsetja lögin fyrir söngtríóið.

Söngtríóið Borgardætur kom fyrst fram á Hótel Borg á sumardaginn fyrsta 1993.
Stofnað var til samstarfsins í þeim tilgangi að setja saman dagskrá byggða á lögum hinna bandarísku Andrews systra. Dagskráin sló í gegn og næstu ár á eftir var tríóið áberandi í íslensku tónlistarlífi, hélt tónleika víða um land og gaf út þrjá geisladiska, Svo sannarlega (1993), Bitte nú (1995) og Jólaplötuna (2000).

Frá útkomu jólaplötunnar hafa Borgardætur haldið jólatónleika í desember sem er mörgum ómissandi aðdragandi jóla.

Auk þess að syngja fallega þá er hópurinn einnig þekktur fyrir gamanmál og almenn skemmtilegheit.

Tónleikarnir hefjast kl. 20, aðgangur er kr. 2.500.- og húsið opnar kl. 19:20.

 

Söngfuglar Margrétar

Fimmtudaginn 3. desember kl. 5 síðdegis

Söngfuglar Margrétar

Söngfuglar Margrétar

Söngfuglar er heiti söngnámskeiðs í Tónlistarskóla Árnesinga fyrir nemendur á aldrinum 10 - 15 ára undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að syngja bæði sem einsöngvarar og í litlum hópi, en námskeiðinu lýkur með tónleikunum. Tíu stúlkur koma fram á tónleikunum og flytja lög af ýmsu tagi.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Safnahelgin í Listasafni Árnesinga

Safnahelgin í Listasafni Árnesinga

Fjölbreytt dagskrá í Listasafni Árnesinga Safnahelgina 30. okt. - 1. nóv.

Föstudagur 30. október kl.17

Svanur og GunnaDagskrá við upphaf safnahelgar. Kynnt verður dagskrá helgarinnar í Hveragerði um leið og sýningin Listamannabærinn Hveragerði er opnuð í Listasafni Árnesinga. Sýningin sem hönnuð er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði , verður sameinuð á ný almenningi til sýnis um leið og fyrirhuguð útisýning félagsins er kynnt. Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Á útisýningunni munu fleiri listamenn bætast við.

 

Listamannabærinn Hveragerði


Laugardagur 3. október kl. 15 - Dagur myndlistar

Á degi myndlistar efnir Listasafn Árnesinga til listamannaspjalls. Tveir af fjórum höfundum listaverkanna á sýningunni Mörk, þær Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir ræða við gesti um sýninguna, einkum verkin sín og starfsvettvag myndlistarmanna. Jóna Hlíf er einnig formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, sem lagði upp með dag myndlistar.   Ólof Helga við eitt verk sitt lrÍ safninu verður einnig listi yfir opnar vinnustofur í Hveragerði þennan dag og upplýsingar um dagskrá Bókasafnsins. Í safninu er einnig aðstaða fyrir gesti til að skapa.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir listakona


Sunnudagur 1. nóvember kl. 15-16

Hörður Friðþjófsson með gítarinnAð aflokinni afhjúpun nýjasta söguskiltis Hveragerðisbæjar við Drullusundið er tilvalið að koma í safnið og eiga þar notalega eftirmiðdagsstund. Hörður Friðþjófsson mun leika af fingrum fram vel þekkta íslenska og erlenda tónlist. Á meðan geta einstaklingar, fjölskyldan eða vinir notið sýninganna, lesið eða gluggað í gnótt listaverkabóka, skapað með pappír, litum og lími í listasmiðjurýminuog í kaffistofunni verður hægt að kaupa veitingar í meira úrvali en venjulega. Aðgangur að safninu og listasmiðju er ókeypis.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn