Fjörugir fjáröflunartónleikar og leynigestur
Fjörugir fjáröflunartónleikar og leynigestur
Eldri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga heldur fjáröflunartónleika föstudaginn 13. febrúar kl 18 í Listasafni Árnesinga. Ásamt strengjasveitinni koma fram blásarar, rythmasveit og söngvarar. Meðal söngvara eru Berglind María Ólafsdóttir, Sabine Bernholt, Sædís Lind Másdóttir og leynigestur! Lögin sem flutt verða eru þekkt popplög bæði innlend og erlend, flest nýeg, en eldri fljóta með. Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun fyrir Póllandsferð sveitarinnar sem fyrirhuguð er í vor. Þar munu krakkarnir eiga samstarf við strengjasveit Suzuki Institut í Gdansk. Ytra verða haldnir sameiginlegir tónleikar þar sem strengjasveitirnar leika saman og flytja einnig sér verkefni hvor um sig. Vonir standa svo til að Pólska sveitin heimsæki Ísland í haust og tækifæri gefist til þess að hlýða á afrakstur samstarfssins.
Miðaverð er 1000.- krónur og góð mæting er góð hvatning til ungmennanna.