Listamenn

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Listvinafelag syningaLA

Undanfarið hefur Listvinafélagið í Hveragerði unnið að útisýningu um listamennina í Hveragerði sem áformað er að verði staðsett í Lystigarðinum á Fossflöt. Kynningarsýning á hugmyndum og hönnun útisýningarinnar verður gestum til sýnis í safninu á opnunartíma þess frá og með 16. apríl til og með 26. apríl sem jafnframt er lokadagur sýningarinnar ÁKALLs.

Á aðalfundi Listvinafélagins sem haldinn verður í safninu sunnudaginn 19. apríl kl. 11 verður sýningin til umfjöllunar og gefst gestum þá einnig tækifæri til þess að ræða um sýninguna við hönnuðinn og aðstandendur hennar. Fundurinn er opinn öllum jafnt félagsmönnum sem öðrum. Samhliða kynningarsýningunni er leitað til gesta um ábendingar og hugmyndir til þess að fjármagna framkvæmd útisýningarinnar.

Fjölskylduhátíð: Leitin að jafnvæginu á sumardaginn fyrsta, 23. apr. kl. 15-17

Fjölskylduhátíð: Leitin að jafnvæginu
á sumardaginn fyrsta, 23. apr. kl. 15-17

Þá stendur gestum til boða fjölskyldusmiðja undir leiðsögn Ásthildar Jónsdóttur sýningastjóra og lektors við Listaháskóla Ísland.

mandolur

Í kjölfar yfirferðar um sýninguna Ákall gefst gestum tækifæri til að vinna Mandölur úr náttúrulegum efnum og fundnum hlutum. Mandala grundvallast á hringformi og margþættum munstrum því tengdu. Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir "heilagur hringur" eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins heilaga. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama, hugar og anda.

Verkin á sýningunni Ákall tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur og eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. Á sýningunni má m.a. velta fyrir sér fegurð í hinu smá, stærra samhengi, margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða, eðli flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar? Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag?

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

Söngfuglar - níu stúlkur á aldrinum 10-12 ára Tilraunaverkefni sem lýkur með tónleikum 25. mars.

Söngfuglar - níu stúlkur á aldrinum 10-12 ára
Tilraunaverkefni sem lýkur með tónleikum 25. mars.

Í janúar s.l. fór af stað tilraunaverkefni í Hveragerði sem kallast en þá fengu nemendur í 5. og 6. bekk grunnskólans í Hveragerði tækifæri til að læra grunnatriði í söng bæði sem einsöngvarar og í hópi.

Níu stúlkur skráðu sig í námskeiðið og hafa þær sótt tíma einu sinni í viku og auk þess tekið þátt í kóramóti í Selfosskirkju ásamt um 120 þátttakendum í barna- og unglingakórum víðsvegar að af Suðurlandi.

Margrét S. Stefánsdóttir söngkennari við Tónlistarskóla Árnesinga hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur gengið mjög vel.

Við verkefnalok er gestum boðið að hlýða á afraksturinn á tónleikum í Listasafni Árnesinga, miðvikudaginn 25. mars kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Fjölskyldusmiðja – fögnum vori og leiðsögn

trjagrein

Fjölskyldusmiðja – fögnum vori og leiðsögn
á skírdag, 2. apríl kl. 13-16

Í listasmiðjunni verður unnið út frá óskum þátttakenda framtíðinni til heilla. Sérstök áhersla er lögð á að tengja verkin sem sköpuð verða við menningu, gildi, sjálfsmynd og umhverfisvitund.

Notuð verða ýmiskonar náttúruleg efni sem og fjölbreytt fundin efni sem hægt er að nýta á skapandi hátt.

Þátttakendur fá að kynnast ýmiskonar listmunum sem frumbyggjar víðsvegar úr heiminum hafa notað til að leggja áherslu á náttúruvernd. Þau verk verða skoðuð í samhengi við íslenska fornmuni.

Fjallað verður um ólík tákn og hvernig við getum lært af hvort af öðru. Vinnusmiðjan veitir þátttakendum tækifæri til að virkja eign hugmyndir í listsköpun á sama tíma og rætt verður um inntak sýningarinnar Ákall.

Leiðsögnin og listasmiðjan er í umsjá Ásthildar Jónsdóttur sýningarstjóra.

Allir velkomnir sér að kostnaðarlausu!

liltrikar greinar

Leiðsögn og listasmiðja - Viltu læra að búa til fjölnota tösku úr notuðu plasti?

Laugardaginn 7. mars kl. 13 - 16

Leiðsögn og listasmiðja
Viltu læra að búa til fjölnota tösku úr notuðu plasti?
Viltu fá leiðsögn um sýninguna?

TöskurHönnuðirnir Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir, sem einnig eru listgreinakennarar kenna gestum hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum. Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert.

Kennslan fer fram á safninu laugardaginn 7. mars kl. 13-16 og þeir sem fyrstir koma komast fyrstir að og síðan koll af kolli, en einnig er hægt að læra aðferðina með því að fylgjast með. Allt sem þarf er á staðnum: notaðir plastpokar, smjörppír, straujárn og saumavélar, en ef þið eigið plastpoka í áhugaverðum litum eða annað litríkt plast þá er tilalið að taka það með og gefa því nýtt líf.

Meðan beðið er eftir því að komast að er hægt að skoða sýninguna en höfundar verkanna eru tuttugu og fjórir myndlistarmenn sem hafa skapað listaverk sem öll tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn