Listamenn

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

1. desember kl. 20

listakvold a adventu

LISTAKVÖLD með ritlist, tónlist og myndlist.

Árlegt aðventukvöld Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði. Höfundar lesa úr eigin verkum sem eru eftirtalin:

 • Englaryk, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, segir frá stúlkunni Ölmu sem, í sumarfríi með fjölskyldu sinni, hittir Jesú. Þetta er samtímasaga um mannleg tengsl, hversdagsþrautir og mátt hugsjónanna. Enn einu sinni hefur Guðrún Eva vakið athygli fyrir frumleg og fáguð tök á töfrum hversdagsins.
 • Í endurminningarbókinni Svarthvítir dagar hefur Jóhanna Kristjónsdóttir ritað einlæga og opinskáa frásögn af uppvexti sínum í Reykjavík fyrstu 15 árin, þ.e. 1940-1956. Með hlýju, húmor og innsæi glæðir hún fjölskyldu sína og fólkið í kringum þau lífi.
 • Kristín Dagmar Jóhannesdóttir er ritstjóri bókarinnar sem hún kynnir, Sigurður Guðmundsson, Dancing Horizon, sem er heildaryfirlit yfir hin kunnu ljósmyndaverk Sigurðar frá árunum 1970-1982. Mörg verkanna eru orðin að þekktum táknmyndum í samtímasögu Evrópu og eru sýnd reglulega um allan heim. Á sýningunni UMRÓT er einnig verk eftir Sigurð.
 • Í Veraldarsögu Péturs Gunnarssonar, sem ber undirtitilinn Ævisaga hugmynda, segir frá því þegar höfundurinn hleypir heimdraganum örlagaárið mikla 1968 og dvelur í Frakklandi við skáldskap undir yfirskini náms. Þetta er saga Péturs og fólksins í kringum hann en einnig saga fyrstu ljóðabókar hans.
 • Í skáldsögunni Öræfi hefur Ófeigur Sigurðsson skrifað magnaðan óð um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Þar skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar.

Magnús Þór Sigmundsson mun flytja nokkur verk sín en hann hefur verið ötull við að semja lög og texta, sem mörg hver eru perlur íslenskrar dægurtónlistar.

Einnig er hægt að skoða sýningarnar tvær sem nú standa, VEGFERÐ og UMRÓT
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

2. desember kl. 20

KK ELLENKK og Ellen með jólatónleika.

Systkinin hafa bæði skapað sér nafn í tónlist og árið 2005 gáfu þau út sína fyrstu plötu saman, sem var jólaplatan Jólin eru að koma. Jólatónleikar þeirra hafa notið mikilla vinsælda enda hafa þau lag á því að skapa einstaka aðventustemningu með látlausum og hugljúfum flutningi.

Aðgangseyrir kr. 2.000.-

 

 

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

14. desember JÓLASAMVERA á síðasta opnunardegi ársins.

jolin koma samsetning

 • Kl. 12 einn gluggi jóladagatals Hveragerðis opnaður við innganginn.
 • kl. 14-16  Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður leiðbeinir við gerð jólaskrauts úr fundnu efni.
 • Guðrún er hugmyndasmiður jóladagatals Hveragerðisbæjar og mun segja frá táknunum sem prýða það.
 • Kl. 15-16 Jólasveinar koma í heimsókn og taka þátt í dagskránni.
 • Sungið saman og gengið í kringum smíðað jólatré.
 • Kl. 16-17 Njörður Sigurðsson segir frá jólasögum og ljóðum sem við syngjum líka saman.
 • Kaffi, kakó og piparkökur.
 • Aðgangur og þátttaka ókeypis.

Listasafnið er lokað frá og með 15. desember, en verður opnað á ný með nýrri sýningu laugardaginn 24. janúar 2015.

Kammerkór Suðurlands

Kammerkór Suðurlands

Kammerkór Suðurlands var stofnaður árið 1997 og er skipaður tónlistarfólki frá Suðurlandi. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri.

Kórinn hefur komið víða við og flutt bæði andlega og veraldlega tónlist frá ýmsum tímum.

Á Sumartónleikunum 2004 flutti kórinn verk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener en það var í fyrsta skipti sem samfelld dagskrá með verkum eftir tónskáldið var flutt hér á landi. Eitt verkanna, Shoun hymninn, tileinkaði Tavener kórnum. Í nóvember 2013 frumflutti kórinn Sonnettur Taveners, sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn, á tónleikum í Southwark Cathedral í Lundúnum. Vegna skyndilegs fráfalls Taveners, þremur dögum fyrir tónleikana, urðu þeir óvænt að minningartónleikum um tónskáldið og hlutu mikla umfjöllun í heimspressunni.

Facebook Kammerkórs Suðurlands
 

Vegferð

VEGFERÐ – Halldór Ásgeirsson

Sýningin VEGFERÐ er í raun umfangsmikil dagbókarfærsla sem veitir innsýn inn í upplifun Halldórs Ásgeirssonar á náttúrunni og leiðir hans til að útfæra sína eigin heimsmynd. Sýningin er að hluta til yfirlit – og um leið endurlit til þess tíma sem Halldór byrjaði að vinna að myndlist. Hér sést að þráðurinn hefur aldrei slitnað og í yngri jafnt sem eldri verkum má greina ólíkar útfærslur á tilraunum listamannsins með sjálfsprottna skrift, gjörninga, og efni náttúrunnar: eld, vatn, og ljós, sem hann tók að vinna með snemma á ferlinum. Þannig lýsir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur sýningunni í texta sýningarskrár sem gefinn er út um sýninguna. Halldór vinnur nú að útilistaverki við Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi og af því tilefni er ferill listamannsins kynnur í Listasafni Árnesinga. Svo skemmtilega vill til að fyrsta verk hans á opinberum vettvangi vann hann á útihús að Sogni í Ölfusi 1978. Halldór var einnig þátttakandi í því umróti sem átti sér stað í íslensku listalífi uppúr 1970 sem kynnast má á hinni sýningunni sem stendur í Listasafni Árnesinga á sama tíma. Þá urðu m.a. gjörningar sýnilegt listform og við opnunina flytur Halldór gjörning sem síðan verður sýnilegur á skjá.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn