Listamenn

Snertipunktar

Snertipunktar

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk eftir sjö íslenska myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Þeir hafa sýnt verk sín sem sem tveir aðskildir listamannahópar bæði hér á landi og erlendis auk þess að standa fyrir rekstri sýningarýma. Annar hópurinn samanstendur af Önnu Eyjólfsdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, og Þuríði Sigurðardóttur, sem voru stofnendur StartArt gallerísins við Laugaveginn og ráku það ásamt fleirum á árunum 2007-2009. Hinn hópurinn samastendur af Birgi Snæbirni Birgissyni, Helga Hjaltalín Eyjólfssyni og Helga Þorgils Friðjónssyni. Um tíma rak Helgi Hjaltalín galleríið 20m2, Helgi Þorgils hefur rekið Gallerí Ganginn heima hjá sér í þrjá áratugi og Birgir Snæbjörn Gallerí Skilti við sitt heimili frá árinu 2007. Viðfangsefni og efnisnotkun þessarra listamanna er ólík og endurspeglar gróskuna í íslenskri samtímamyndlist. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa verið virkir í íslensku listalífi og jafnframt skapað sér vettvang erlendis.

Sýningarstjóri er Margrét Elísabet Ólafsdóttir, list- og fagurfræðingur. Hún hefur valið saman verk á sýninguna og ritar einnig grein í sýningaskrá þar sem hún fjallar um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og veltir fyrir sér starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna.

Vítamín Náttúra

Vítamín Náttúra

Um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti
Sýning um verðlaunað útskriftarverkefni í innanhússhönnun.

Anna Birna Björnsdóttir„Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á samskipti, sambönd og heilsu í alla staði svo hví ekki að nýta hana sem úrræði í byggðu umhverfi?“ segir Anna Birna Björnsdóttir, sem lauk  nýverið meistaranámi frá Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi og hreppti útskriftarverðlaunin við það tilefni.

Lokaverkefni hennar, Vítamín Náttúra, fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur. Anna Birna, sem ólst upp í Hveragerði hefur staðsett stöðina við lítinn foss sem heitir Baula, rétt fyrir ofan Hveragerði. Þar er hægt að baða sig í ánni og við lítinn hver sem hitar upp vatnið. Náttúran á svæðinu er hluti hönnunarinnar og notuð sem meðferðarúrræði. Vítamín Náttúra er sett upp í Listasafni Árnesinga í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði.

Á námstímanum hefur Anna Birni vakið athygli fyrir verk sín. Þegar nýsköpunarmiðstöðin Impact Hub var að koma sér fyrir í Bergen var nemendum nokkurra hönnunarskóla í Noregi boðið að mynda vinnuhópa og senda inn tillögur að innréttingu aðstöðunnar. Tíu nemendahópar tóku þátt í þessari samkeppni og tillaga hópsins sem Anna Birna var í varð fyrir valinu. Impact Hub er með aðsetur í 36 borgum 5 heimsálfa og býður aðstöðu fyrir frumkvöðla til þess að vinna, hittast, læra, tengast og koma framskæknum hugmyndum af stað með sjálfbærni að leiðarljósi.

Anna Birna hannaði einnig fjölnota húsgagnið Brota sem sýnt var á virtri húsgagnasýningu, Stockholm Furniture Fair 2012. Þar náði Broti athygli nokkurra framleiðanda. Það verður einnig til sýnis ásamt útskriftaverkefninu Vítamín Náttúra til 6. júlí.

Hringiða

Hringiða

Hringiða er margmiðlunarinnsetning þar sem hljóð og mynd hreyfa við hugmyndum um landamæri eða mörk, raunveruleg og ímynduð. Um er að ræða samvinnu við finskan sýningarstjóra, Mari Krappala og sex listamenn íslenska og erlenda. Við opnuna verður fluttur gjörningur eftir Lilju Birgisdóttur. Frá Íslandi leggja listamennirnir Katrín Elvarsdóttir fram ljósmyndir og Lilja Birgisdóttir hljóðverk. Þrír finnskir ljósmyndarar, Eeva Hannula, Hertta Kiiski og Tiina Palmu hafa í semeiningur unnið tvö myndbönd fyrir sýninguna og frá eistneska listamanninum Marko Mäetamm koma þrívíð verk. Á sýningunni eru ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður nema verk Mätamm sem tilnefnt var til virtra eistneskra verðlauna 2012, Köler verðlauna Samtímalistasafnsins í Tallin, en það er nú sett upp í nýju og stærra samhengi.

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Um er að ræða 5 örmyndir sem innihalda stutta persónulega frásögn nokkurra Sunnlendinga.  Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð - Suðurland í mannsmynd.

Örmyndirnar Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd:

  • Sölvi Arnarson bóndi í Efstadal í Bláskógarbyggð þar sem meðal annars er hægt að kaupa veitingar beint frá býli í fyrrum hlöðu.
  • Esther Helga Klemenzardóttir leikkona í Hveragerði sem vakti verulega athygli þegar hún lék Línu langsokk með Leikfélagi Hveragerðis.
  • Jón Tryggvi og Uni á Merkigili, tólistarmenn sem opnuðu hús sitt fyrir tónlistaruppákomur.
  • Erna Elínbjörg Skúladóttir leirkerasmiður með meiru í Bragganum í Birtingarholti við Flúðir.
  • Ólafur Sigurjónsson að Forsæti í Flóahreppi sem setti á stofn Tré og list þar sem varðveitt er saga handverks og uppfinninga ábúenda.

Örmyndirnar eru framleiddar af All Around Us productions, með styrk frá Menningarráði Suðurlands. All Around Us stofnuðu Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fyrir um fjórum árum, er þær ferðuðust um landið í þeim tilgangi að fanga þau gildi sem eru allt í kringum okkur í hversdagsleikanum. Í kjölfarið hófu þær framleiðslu örmynda með persónulegri nálgun á fólk og þjóð - en það er einmitt fólkið sem gerir landið og menninguna. 

Örmyndirnar eru sýndar á skjá í safninu til 6. júlí og fram til 25. júní er einnig hægt að sjá leirmuni eftir Ernu E. Skúladóttur og rennda trémuni eftir Ólaf Sigurjónsson.

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Á síðasta sýningardeginun, sunnudaginn 11. maí kl. 16, efnir Félagið íslensk grafík eða Grafíkfélagið til stuttrar dagskrár í safninu, en félagið fagnar 60/45 ára afmæli á þessu ári allt eftir því hvort miðað er við fyrsta grafíkfélagið eða hið endurreista. Aðalhvatamaður að endurreisn félagsins var Einar Hákonarson en hann flutti til landsins djúpþrykkspressu eftir nám í Svíþjóð og hóf kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í málmgrafík. Þá er einnig gaman að geta þess að Einar lét reisa núverandi safnhús Listasafns Árnesinga og rak þar Listaskálann á árunum 1997-2000.

Björg og Ragnheiður voru stofnfélagar og sátu báðar í fyrstu stjórn félagsins ásamt Einari þegar það var endurreist í núverandi mynd árið 1969, en upprunanlega var það stofnað árið 1954. Báðar sóttu námskeið í grafík hjá Einari Hákonarsyni í Myndlista- og handíðaskólanum og þær áttu mikilvægan þátt í útbreiðslu íslenskrar grafíkur á upphafsárum hins endurreista félags.

Björg, Ragnheiður og Þorbjörg vöktu allar eftirtekt þegar þær hófu sinn sýningarferil á áttunda áratugnum. Bakgrunnurinn sem mótaði uppvaxtarár þeirra er ný heimsmynd eftirstíðsáranna þegar íslenskt þjóðfélag breyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag. Alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust hraðar til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélagið sem og menningarlífið. Í þessari þróun öðluðust konur aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega. Til varð hin nýja kvennahreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma og hún setti sitt mark á samfélagið hér á áttunda áratugnum. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri sýningarinnar en hún er m.a. þekkt fyrir rannsóknir sínar á íslenskum myndlistarkonum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn