Listamenn

IS(not) | (El)land

IS(not) | (El)land


Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011
Í samstarfið við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og Sputnik photos

Á sýningunni má sjá afrakstur úr ferðalögum fimm margverðlaunaðra pólskra ljósmyndara og fimm íslenskra rithöfunda sem ferðuðust í pörum um landið á síðasta ári. Sýningarstjóri er Andrzej Kramarz og Marzena Michalek er verkefnisstjóri sýningarinnar. Sýningin er unnin af Sputnik photos með styrk frá Menningarsjóði Póllands og EES / EFTA ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Sýningin er tvískipt og þarf því að heimsækja báða sýningarstaði til þess að sjá alla sýninguna.

5 pólskir ljósmyndarar, 5 íslenskir rithöfundar, 1 eyja

Sjá dagskrá

________________

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Að skilja annan aðila er að öðlast aukinn skilning á sjálfum sér. Á gamla meginlandinu hefur hlutverki Hins aðilans þegar verið úthlutað – það er leikið af litlu skrýtnu landi á milli Evrópu og Ameríku og þar búa álfar og andstæðingar Evrópusambandsins. Til að skilja þetta land, verður maður að kljást við fjölmiðlaklisjur – um þjóð sem var efnuð en hefur nýlega stungist á kaf í efnahagskreppu eða um land stórkostlegra eldfjalla sem hafa lamað flugsamgöngur um hálfa Evrópu. Ljósmyndarar Sputnik Photos hafa ákveðið að takast á við þessar klisjur og fanga innsta eðli Íslands, hið mannlega eðli. Hinir heiðnu siðir eylandsins, goðsagnir, þjóðsögur og frásagnir sem miðlað hefur verið frá kynslóð til kynslóðar og eru enn í fullu gildi meðal þeirra, voru upphafspunktur ljósmyndaranna.

Adam Pańczuk ljósmyndari og Sindri Freysson rithöfundur fóru í leiðangur um íslenska goðafræði í leit að undirstöðum íslenskrar vitundar. Ljósmyndirnar, afrakstur leiðangursins, eru sönnun þess hvernig hin útflutta tilverufræði hefur fullnægt þörfum ferðamannaiðnaðarins.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Fyrir Michał Łuczak og Hermann Stefánsson hófst leiðangurinn að skilningi á Íslandi í hinu yfirnáttúrulega og endaði í náttúruöflum sem oft eru miskunnarlaus. Ljósmyndir Michał Łuczak leiða mann frá fæðingu til dauða; í gegnum lífið – með einmanaleik sínum, bræðralagi, örvæntingu og undrun – og fanga öfgarnar báðum megin. Áhorfandinn upplifir öfgafullar aðstæður sem fylgja daglegum átökum Íslendinga við náttúruöflin. Þar er ekkert svigrúm fyrir óþarfa áreynslu eða hreyfingar sem ekki eru nauðsynlegar til að lifa af. Þar er reglulegur andardráttur, ró og tími fyrir kaffi í skörðóttum bollum.

Ljósmyndir Jan Brykczyński sýna fjölskyldu þar sem húsdýrin standa jafnfætis mannfólkinu. Að brynna hestum og beita kindum er jafn mikilvægt og að borða kvöldverð með fjölskyldunni.IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir rithöfundur hefur lýst slíku lífshlaupi með orðum. Dagleg störf verða að helgisiðum. Jan Brykczyński virðist horfa á fjölskylduna og búfénaðinn og spyrja – erum við svo ólík hverju öðru þegar allt kemur til alls?

Agnieszka Rayss og skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir hafa staðsett sig á bökkum íslenskra vatna og brúnum nútímalegra sundlauga. Listakonurnar hafa bæði skoðað náttúrulegar vatnslindir, sem verið hafa meðal eyjaskeggja frá ómunatíð, og fína ferðamanna-staði, sem sprottið hafa upp með tæknivæðing-unni. Vatnið hefur reynst vera hið íslenska gull. Náttúran var tamin og svo seld úr landi.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Ljósmyndir Rafał Milach sýna hungur hans í reynslu og löngun hans til að snerta allt sem hann sá á ferð sinni um eyjuna, þörfin fyrir að kíkja inn um allar gáttir og setja mark sitt á hverja manneskju sem hann hitti, eins og til að segja „Ég var hér”, setti allt á annan endann. Skýra þarf þúsundir hluta sem krefjast réttlætingar á tilvist sinni. Fólkið á myndunum á sér auðvitað nafn en myndirnar minna meira á minnisbók grasafræðings en fjölskyldualbúm. Er þetta fólk virkilega til? Við erum komin allan hringinn. Þessum myndum fylgir persónuleg ferðasaga Huldars Breiðfjörð.

IS(no) | (El)land  Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011Til að kynnast Hinum aðilanum, til að komast frá fáfræði til skilnings, ferðuðust ljósmyndararnir frá meginlandinu til eyjunnar. Þeir komu utan frá en kynntust landinu innan frá, frá sjónarhóli íslenskra rithöfunda sem ferðuðust með þeim og annars fólks sem þeir hittu á eyjunni. Um leið og þeir horfðust í augu við klisjurnar leituðu þeir eftir persónulegri reynslu. En þeim mun betur sem þeir kynntust Íslandi, þeim mun betur áttuðu þeir sig á því hversu lítið þeir raunverulega vissu. Þeir komu til að leita svara en fóru með margar spurningar. Spurningar um eðli eyjunnar og um okkur sjálf.

Sjá nánari upplýsingar um verkefni Sputnik photos á heimasíðunni www.sputnikphotos.com

Sjá heimasíðu sýningarstjórans Andrzej Kramarz, www.andrzejkramarz.com

Sjá bloggsíðu Andrzej Kramarz um verkefnið: http://icelandictales.sputnikphotos.com/

Styrktaraðilar

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn