Listamenn

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn

Kammerklúbburinn er um 20 manna hópur ungra, íslenskra tónlistarnemenda. Þeir koma úr fimm tónlistarskólum í Reykjavík, eru á aldrinum 8 til 18 ára og spila á fiðlu, víólu, selló og píanó. Í Kammerklúbbnum spila þeir saman í sex kammersveitum. Þannig fá þeir þjálfun í því að spila tónlist með öðrum og afla sér nýrrar tónlistarreynslu. Samstarf klúbbfélaganna byggist á faglegum metnaði og vináttu.

Kammerklúbburinn er eini starfandi kammerklúbbur á Íslandi. Hann var stofnaður í ágúst 2009 að frumkvæði Ewu Tosik-Warszawiak, listræns stjórnanda klúbbsins, og foreldra nokkurra af fyrstu þátttakendunum. Foreldrahópurinn starfrækir Stuðningsfélag Kammerklúbbsins, sem sér um ýmis rekstrarleg málefni klúbbsins. Þessi samvinna foreldra, nemenda og stjórnanda hefur skilað góðum árangri í virku tónlistarlífi klúbbsins. Uppselt hefur verið á tónleika klúbbsins og áheyrendur hafa lýst ánægju sinni með tónlistarflutninginn.

Á meðal styrktaraðila Kammerklúbbsins eru Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík og Aðalræðismannsskrifstofa Lýðveldisins Póllands í Reykjavík.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn