Listamenn

IS(not) | (El)land - dagskrá

IS(not) | (El)land


Ljósmyndasýning 12. mars - 8. maí 2011
Í samstarfið við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og Sputnik photos

 
Sunnud. 10. apríl

 Sýningarspjall kl. 15
Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sindri Freysson ræða við gesti um samstarf þeirra og pólsku ljósmyndaranna Jan Brykczyński og Adam Pańczuk þar sem viðfangsefnið var annars vegar íslenska sauðkindin og hins vegar upplifun af álfum- og huldufólki.

Tónleikar kl. 17

Verk eftir m.a. pólska og íslenska höfunda munu hljóma frá fiðlu, víólu, sellói og píanói þegar sex kammersveitirKammerklúbbsins koma fram í safninu. Kammerklúbburinn er hópur ungra, íslenskra tónlistarnemenda á aldrinum 8-18 ára og listrænn stjórnandi er Ewa Tosik-Warzawiak.

Laugardagurinn 16. apríl

Sýningarspjall kl. 16
Fjölskyldu- /vinaleikur

Laugardaginn 16. apríl fagna Hvergerðingar sumarkomu. Af því tilefni verður boðið upp á sýningarspjall kl. 16 undir leiðsögn Ingu Jónsdóttur safnstjóra um ljósmyndasýningarnar tvær sem nú eru í Listasafni Árnesinga. Hún mun líka kynna leik fyrir fjölskyldur eða vini sem felst í því að velta saman fyrir sér nokkrum spurningum.   Sjá hérna

Föstudagurinn langi 22. apríl
Sýningarspjall kl. 16
Sigurbjörg Þrastardóttir ræðir við gesti um samstarf hennar og pólska ljósmyndarans Agnieszka Rayss þar sem viðfangsefnið var einkum vatnið.

Sunnud. 8. maí – síðasti sýningardagur
Sýningarspjall kl. 16
Hermann Stefánsson og Huldar Breiðfjörð ræða við gesti um samstarf þeirra og pólsku ljósmyndaranna Michał Łuczak og Rafał Milach þar sem viðfangsefnið var annars einangrun og hins vegar upplifun af álfum- og huldufólki.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn