Listamenn

Myndin af Þingvöllum

Myndin af Þingvöllum

Enginn staður á Íslandi hefur verið jafn vinsæl fyrirmynd íslenskra listamanna og Þingvellir. Sýningin tekur á þeim fjölbreyttu birtingarmyndum sem Þingvellir hafa notið í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans.

Elstu verk sýningarinnar eru eftir erlenda listamenn og ferðalanga 18. og 19. aldar, auk nokkurra af elstu ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar er hann tók á Þingvöllum í kringum Þjóðhátíðina árið 1874. Sýningin varpar ljósi á þróun Þingvallamyndarinnar allt frá forvígismönnum íslenskar myndlistar í upphafi 20. aldar, í gegnum myndafjöld sjálfstæðisbaráttunnar og til öndvegisverka Kjarvals, ásamt því að víkja að brotthvarfi hennar á tímum eftirstríðsáranna og upprisu í meðförum yngri kynslóða.

Sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson, en hann hefur sett saman sýningu úr verkum yfir 50 listamanna, sem fengin eru að láni bæði frá einstaklingum og helstu listasöfnum þjóðarinnar. Þessi veigamikla sýning er sumarsýning Listasafns Árnesinga og mun standa opin til 21. ágúst næstkomandi.

Listamenn / Artists

A. E. Thompson / Anna Guðjónsdóttir / August Schiøtt / Ásgrímur Jónsson / Bjarnleifur Bjarnleifsson / Borghildur Óskarsdóttir / Carl L. Pedersen / Daði Guðbjörnsson / Daníel Þ. Magnússon / Eggert M. Laxdal / Einar Falur Ingólfsson / Emanuel Larsen / Finnur Jónsson / Frederik T. Kloss / Gísli Jónsson / Gunnlaugur Blöndal / Gylfi Gíslason / Halldór Baldursson / Héðinn Ólafsson / Hreinn Friðfinnsson / Hrólfur Sigurðsson / Hulda Hákon / Húbert Nói Jóhannesson / Johann H. Hasselhorst / Jóhannes S. Kjarval / Jón Stefánsson / Júlíana Sveinsdóttir / Kristinn E. Hrafnsson / Kristinn Pétursson / Kristín Jónsdóttir / Lárus Karl Ingason / Magnús Á. Árnason / Magnús Ólafsson / Ólafur K. Magnússon / Ólafur Magnússon / Ólöf Nordal / Ragnar Kjartansson / Rúrí / Sigfús Eymundsson / Sigurður Guðmundsson málari / Sigurður Tómasson / Sigurhans Vignir Einarsson / Stefán Jónsson / Sverrir Haraldsson / Sverrir Vilhelmsson / Vignir Jóhannsson / William G. Collingwood / Þorkell Þorkellsson / Þóra Pjetursdóttir Thoroddsen / Þórarinn B. Þorláksson.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn