Listamenn

H O I Z O N I C

rými og víðáttur í hljóðlist

Farandsýningin Horizonic leggur áherslu á að kynna hljóðlistamenn frá útjaðri Norðurlanda þ.e. frá Lapplandi, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Þetta svæði einkennist af einangruðum landsvæðum, opnum víðáttum og strjálbyggi og mun sýningin leitast við að draga fram á hvaða hátt rými og tilfinning fyrir víðáttum birtist í verkum þeirra hljóðlistamanna sem svæðið byggja.

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Amund Sjølie Sveen, Åsa Stjerna Catrin Andersson, Dodda Maggý, Elin Øyen Vister, Goodiepal (Parl Kristian Bjørn Vester), Halldór Úlfarsson, Jessie Kleemann og Iben Mondrup og Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir)

Sýningarstjórar eru listfræðingarnir Ásdís Ólafsdóttir og Emeline Eudes og í sýningarnefnd sitja Carl Michaell von Hausswolff, hljóðlistamaður, Anne Hilde Neset, ritstjóri tímaritsins The Wire, Goran Vejvoda, hljóðlistamaður, Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga, Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fogo Island Arts Corporation, Ýrr Jónasdóttir forstöðumaður Ystads konstmuseum og Jérome Remy, listrænn stjórnandi Les Boréales listahátíðinnar.

Sýningin er skipulögð af ARTnord tímaritinu sem er helgað norrænni og eystsaltneskri list og er gefið út í París. Sérhefti tímaritsins mun verða gefið út í tengslum við verkefnið. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og mun hefjast í Listasafni Árnesinga 19. maí 2012. Þaðan mun hún fara til Ystads konstmusem í Svíþjóð og enda á Boreales hátíðinni í Caen í Frakklandi.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn