Listamenn

H O R I Z O N I C

H O R I Z O N I C

rými og víðáttur í hljóðlist

Hvort sem verkin á þessari sýningu magna staðbundna skynjun okkar, skapa nýja tegund þagnar eða mynda raddir sem aldrei hafa heyrst áður í lifandi rými, þá eru þau tilraun til að endurskilgreina rými með notkunhljóðs. Grænland, Ísland, Færeyjar, Svalbarði og Norður-Noregur birtast hér í verkum listamanna sem deila sameiginlegum áhuga á hljóðtíðni og víðáttum þessa svæðis. Hvort sem það er nærri eða fjarri, persónulegt eða pólitískt, úr heimi manna eða dýra þá er hér hrífandi fyrirbæri á ferð. Við bjóðum þér að taka við óvæntum skilaboðum frá sjóndeildarhring Norðurheimskautsins.

Sýningarstjórar eru Ásdís Ólafsdóttir og Emeline Eudes og sýningarhönnuður er Dorothée Nourisson. Ásdís er ritstjóri tímaritsins ARTnord og búsett í París, en hefur áður verið sýningarstjóri í Listasafni Árnesinga, Listasafni Íslands og Hönnunarsafni Íslands. Emeline Eudes er doktor í fagurfræði, aðstoðarritstjóri ARTnord og stundaði nám við Listaháskóla Íslands um tíma. Dorothée Nourisson er grafískur hönnuður ARTnord og hefur hannað útlit sýninga og safna víða um Frakkland.

 


 

Dagskrá á mánudeginum:

Goodiepal hefur haft áhrif á þróun nútímatónlistar og er upphafsmaður að róttækri tölvutónlist (Radical Computer Music) sem er ekki gerð af tölvum heldur fyrir tölvur og hugsuð sem vinarhót í garð þeirra og gervigreindarinnar sem búist er við að þróist út frá þeim. Hann ferðast um á sérútbúnu reiðhjóli sem hann hefur sjálfur útbúið og sjá má á sýningunni. Hann hefur verið eftirsóttur fyrirlesari víða um heim við þekktar stofnanir svo sem Konunglegu tónlistarakademíuna í Århus og Harvard háskólann í Boston.

Nýlókórinn varð til í tengslum við gjörning Magnúsar Pálssonar á Listahátíð 2002. Þetta er ekki raddkór í hefðbundnum skilningi, heldur er tilgangur hans að efla flutning óhefðbundinna tónverka/gjörninga sem skrifuð eru sérstaklega fyrir kórinn. Stjórnandi hans er Hörður Bragason organisti.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn