Listamenn

Nautn og Notagildi

NAUTN OG NOTAGILDI

myndlist og hönnun á Íslandi

Efnt er til samræðu verka eftir á annað hundrað höfunda í þeim tilgangi að kanna snertifleti milli myndlistar og hönnunar á Íslandi. Sýningin spannar tímabilið frá öðrum áratug síðustu aldar til samtímans og felur því í sér yfirlit myndlistar- og hönnunarsögu þar sem víða liggja saman þræðir. Áherslur eru meðal annars fólgnar í sýningarumgjörð sem skírskotar til heimilisins. Heimilið er vettvangur þar sem mætast hlutir úr heimum myndlistar og hönnunar; hlutir er gefa tilverunni merkingu sem gjarnan er á óræðum mörkum nautnar og notagildis. Á sýningunni er sjónum beint að slíkum mörkum – en jafnframt að því landamæraleysi sem gjarnan einkennir samtímann – og skyggnst er eftir þeim sköpunarkrafti sem brýtur af sér höft og skilgreiningar.

Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Elísabet V. Ingvarsdóttir sem hafa skapað sér fjölbreyttrar reynslu innan myndlistar og hönnunar.

Höfundar verka

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn