Listamenn

Aðventa - leikrit Möguleikshússins

Aðventa - leikrit Möguleikhússins

Árleg bókmenntadagská Bókasafnsins í Hveragerðis og Listasafns Árnesinga verður að þessu sinni leikritið Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð og leikstjórn Öldu Arnardóttur og flutningi Möguleikhússins

„Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana,hver á sína vísu.“

Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Bókin kom út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem víðast og oftast hefur verið gefin út. 

Í sýningunni er unnið eftir aðferðum frásagnarleikhússins þar sem einn leikari. Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, flytur söguna og bregður sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Þá skipar hljóðmynd stóran sess í sýningunni og á þátt í að skapa heim sögunnar, en höfundur hljóðmyndarinnar er Kristján Guðjónsson sem hér vinnur sitt fyrsta verkefni með Möguleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir en Bjarni Ingvarsson annast lýsingu. 

Sýningin er ætluð áhorfendum frá 13 ára aldri og er aðgangur ókeypis en hægt að setja framlag að eigin ósk í bauk á staðnum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn